Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 12

Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 12
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 5 4 8 É g hef ekki séð rannsóknar-gögn frá Íslandi, en gögn frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi benda til þess, eins og gögn frá öðrum löndum hafa gert, að þeir einstaklingar sem hafa meiri mennt- un eru heilsuhraustari og hafa betri lífslíkur,“ segir hinn heimþekkti prófessor í faraldsfræð- um og lýðheilsu við Uni- versity College Lond- on (UCL) Sir Michael Marmot. „Þess vegna tel ég mjög líklegt að við myndum sjá svip- aðar niðurstöður á Ís- landi. Sambandið á milli heilsu og menntunar er sterkara á Norðurlöndunum heldur en í Bret- landi en ég spái því að Ísland myndi koma svipað út og hin Norðurlönd- in.“ Sir Michael er aðalfyrirlesari á ráðstefnunni „Áhrifaþættir á heilsu og vellíðan- frá rannsóknum til að- gerða“ sem haldin er í dag í Háskól- anum í Reykjavík. Stjórn á eigin lífi eykur lífsgæði Sir Michael segir að almennt haldi fólk að fátækt fólk búi við verri heilsu en aðrir sem ekki eru fátæk- ir en niðurstöður hans benda til þess að sambandið sé ekki svo ein- falt. Hvernig fólk skynjar sína eigin félagslegu stöðu og hvort það telji sig stjórna sínu eigin lífi skiptir miklu máli að mati Sir Michael. Hversu mikið fólk hefur á milli handanna skiptir verulegu miklu máli upp á ákveðnu marki en aðrir þættir skipta einnig miklu máli. „Að hafa stjórn á lífi þínu og tækifærin sem þú hefur til að taka fullan þátt í samfélaginu hefur mikil áhrif á lífs- líkur og lífsgæði fólks,“ segir Sir Michael. Sir Michael segir að því meiri stjórn og því fleiri möguleika sem fólk hafi til að lifa hamingjusömu lífi því betri heilsu hafi það. Niður- stöður lýðheilsurannsóknar sem framkvæmd var í Svíþjóð benda til þess að lífslíkur þeirra sem hafa doktorspróf eru betri en þeirra sem eru með meistarapróf óháð tekjum þeirra. „Ég held að við þurfum að hugsa um menntun á að minnsta kosti tvo vegu og til þess getum við borið saman fólk með háskólagráðu og fólk án hennar. Í fyrsta lagi gerir aukin menntun fólki það kleift í nú- tíma samfélagi, að fá betra starf, að afla meiri tekna, og þar af leiðandi að búa í betra umhverfi. Líklegt er að þeir einstaklingar séu við betri heilsu. Í öðru lagi þá er fólk með meiri menntun hæfara til að tak- ast á við lífið og einstaklingur með doktorspróf hefur meira frelsi til að velja hvernig hann hagar lífi sínu og það eykur stjórn og ánægju,“ segir Sir Michael. Niðurstöður Sir Michael benda einnig til þess að þegar einstakling- um finnst þeir ekki stjórna lífi sínu hafi það bein neikvæð áhrif á líffræði líkam- ans. Þeir sem eru verr staddir í samfélaginu eru líklegri til þess að fá ákveðna tegund sjúk- dóma en aðrir. Þá sjúk- dómar og dánarorsakir sem hrjá þá sem eru verr staddir félagslega segir Sir Michael vera frekar tengda lífstíl og nefnir hann krabbamein í maga og lungu, sykursýki, sjúkdómar sem tengjast áfengis- neyslu, sem og geðræna sjúkdóma. Áríðandi að byrja í uppeldi barna Í skýrslu sem Sir Michael vann fyrir breska ríkið „Fair Society Healthy Lives,“ skilgreinir hann þá þætti sem hann mat mikilvægasta til að bæta félagslega stöðu einstaklinga í bresku samfélagi. Sir Michael seg- ir stærsu þættina sem áhrif hafa á félagslega stöðu einstaklingsins vera þroskaferli í æsku, menntun, tekjur (lágmarkstekjur), góð lífskil- yrði sem og umhverfi og neyslu- mynstur (til dæmis reykingar og áfengisdrykkja). „Þessir þættir eru mjög tengdir og þó svo að fjárhagur fólks sé mjög mikilvægur þá skiptir miklu máli hvernig honum er ráð- stafað,“ segir Sir Michael. Í sömu skýrslu eru talin upp sex markmið sem Sir Michael leggur mikla áherslu á. Segir hann að sam- félög eigi að vinna að því að stefna á að ná þeim markmiðum og oft á tíðum sé íhlutun ríkistjórna eða opinberra stofnana nauðsynleg. Markmiðin séu að veita hverju barni besta umhverfið til þess að þroskast, að veita börnum allan mögulegan stuðning svo að þau njóti sinna hæfileika til fullnustu og muni geta stjórnað lífi sínu í fram- tíðinni, að stuðla að atvinnusköpun, að stuðla að heilbrigðu líferni allra í samfélaginu, að skapa heilbrigt umhverfi og samfélög og að styrkja fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir slæma heilsu. Segir Sir Michael að takist sam- félögum að minnka áhrif ójöfnuðar á heilsu muni þau hagnast efna- hagslega þegar kostnaður vegna áhrifs ójöfnuðar á heilsu minnkar. Dæmi um slíkan kostnað er minni framleiðni, minni skatttekjur, hærri framfærslustyrkir frá hinu opinbera og aukinn kostnaður samfélagsins í heild vegna áhrifa ójöfnuðar á heilsu. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  Heilbrigðismál Takmarkið að minnka áHrif ójöfnuðar á Heilsu Aukin menntun, betri lífsgæði, lengra líf Heimsþekktur prófessor í faraldsfræðum og lýðheilsu segir að samband heilsu og menntunar sé sterkara á Norðurlöndunum en á Bretlandi. Þeir einstaklingar sem hafa meiri menntun eru heilsuhraustari og hafa betri lífslíkur. Sir Michael Marmot heldur fyrirlestur á lýðheilsuráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag, föstudag. Sir Michael Marmot segir að almennt haldi fólk að fátækt fólk búi við verri heilsu en aðrir sem ekki eru fátækir en niðurstöður hans benda til þess að sambandið sé ekki svo einfalt. Hvernig fólk skynjar sína eigin félagslegu stöðu og hvort það telji sig stjórna sínu eigin lífi skiptir miklu máli. Myndir/NordicPhotos/Getty Reykjavík vill bæta lýðheilsu Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að hefja samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu á Íslandi þar sem eitt markmiða er að greina ójöfnuð til heilsu á Íslandi. Dagur B. Eggertsson formaður borgaráðs segir að samstarfið sé nýtt en áhugi fyrir „heilsuborgar- stefnumörkun“ hafi lengi verið til staðar. Samstarfið mun leggja áherslu á heilsueflandi samfélag, heilsueflandi skóla og aukinn jöfnuð. Dagur segir að stórt skipulags- verkefni sé komið af stað og margir sérfræðingar á sviðinu, arkitektar, skipulagsfræðingar og verkfræðingar muni vinna að því að hverfisskipulagið stuðli að heilsu- eflingu íbúanna. Dæmi um þá þætti sem Dagur nefnir í þessu samhengi eru umhverfisþættir eins og mengun og vatn, umhverfi sem stuðlar að hreyfingu, útivistarsvæði, aðstaða fyrir hljólreiðafólk og æfingaðstaða. Dagur segir að Reykjavíkurborg hafi nú þegar gert ráð fyrir hátt í 2 milljörðum í uppbyggingu sundlauga og hjólreiðarstíga á næstu þremur árum. Til þess að efla skóla borgarinnar segir Dagur að stefnt sé að því að flestir leik- og grunnskólar taki þátt í samstarfsverkefninu um lýðheilsu fyrir lok ársins 2015 en til þess að auka menntun borgarbúa og minnka atvinnuleysi muni stórt menntunarúrræði verða sett af stað í borginni þar sem Landlæknisembættið mun veita sérfræðiaðstoð. Sir Michael Marmot Dagur B. Eggertsson 12 fréttir Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.