Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 14

Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 14
Sætúni 8, 105 Reykja- vík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatim- inn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@ frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morg- undegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Samfélag sem byggir á hátækni krefst fjölgunar nemenda í verk- og tækni- menntun. Því þarf að hvetja ungt fólk til að leggja stund á raun- og tækni- vísindi og velja sér starfsvettvang á þessum sviðum. Meðal þess sem fram kom í nýlegum tillögum Samráðsvett- vangs um aukna hagsæld var að efla þyrfti og auka áherslu á gæði mennt- unar, einkum á sviði raun- greina og nýsköpunar. Þá þurfi að fjölga kennslu- stundum í raungreinum. Þetta á við hvort heldur horft er til verk- og tæknináms á fram- haldsskólastigi eða há- skólastigi. Mikilvægt er að ungt fólk geri sér grein fyrir því að iðn- og tæknimenntun á fram- haldsskólastigi veitir aðgang að fjölbreyttum störfum og góðum launum. Atvinnulífið hefur tekið við sér eftir áfall hrunsins. Því er aukin eftirspurn eftir iðnaðarmönnum í fjölmörgum greinum. Jafnframt ber að hafa í huga að iðnmenntun er góður grunnur að frekar framhaldsnámi. Há- skólamenntuðu tæknifólki, sem lokið hefur iðnmenntun, stendur fjölbreytt starfsval til boða. Að efla verk- og tæknimenntun er mikilvægt hagsmunamál atvinnulífs- ins. Það kallar eftir tækni- og raun- greinamenntuðu fólki. Verkefnið snýr því beint að samtökum þess. Samtök atvinnulífsins hvöttu fyrirtæki nýverið til að taka þátt í að efla verk- og tækni- menntun með því að kynna atvinnu- lífið fyrir nemendum og kennurum grunn- og framhaldsskóla. Viðbrögð við hvatningunni voru jákvæð og fyrir- tækin brugðust fljótt við kallinu. Á síðu samtakanna segir að um fimmtíu fyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á að efla starfsmenntun og fleiri geti bæst í hópinn. Þar segir síðan: „Til að skólar útskrifi fólk með þekkingu sem nýtist í atvinnulífinu þurfa börn og unglingar að skilja í hverju störf eru fólgin og hverju þau skila. Til að nemendur fái nauðsynlega tengingu við fjölbreytt störf, með sérstakri áherslu á verk og tækni, þurfa þau að fá tækifæri til að komast í raunverulega snertingu við atvinnulífið í landinu. Fulltrúar fyrir- tækja þurfa líka að eiga þess kost að skiptast á skoðunum við skóla um áherslur í skólastarfi sem efla áhuga nemenda á atvinnulífinu og hjálpa þeim að velja meðvitað við hvað þeir ætla að starfa síðar á lífsleiðinni.“ Getið er um ýmsa möguleika um framlag fyrirtækjanna sem getur verið að halda kynningu í skólum á hlutverki fyrirtækis í samfélaginu og störfum sem þar eru unnin, að taka á móti nem- endum í starfskynningar, að þróa stutt starfsnám í samstarfi við skólann eða gefa nemendum verkefni til úrvinnslu sem tengjast starfsemi fyrirtækisins. Aðkoma stjórnvalda að eflingu tæknimenntunar er mikilvæg. Fylgja þarf eftir vinnu sem kynnt var á liðnu hausti um tímasetta áætlun um eflingu verk- og tæknináms á framhaldsskóla- og háskólastigi. Á kynningarfundi kom fram að hlutfall framhaldsskólanema í verk- og tækninámi sé 33 prósent en stefnt er að því að það verði 40 pró- sent árið 2020. Hlutfall háskólanema í tæknigreinum er nú 9,3 prósent en stefnt er að því að það verði 16 prósent árið 2020. Kallað var eftir aðgerðaáætl- un í samráði við skóla og aðila vinnu- markaðarins og kynningu á náms- og starfsmöguleikum sem til staðar eru. Jafnframt þurfi að auka hlut þessara greina í aðalnámskrá grunnskóla og leggja áherslu á samvinnu skóla og atvinnulífs. Mikilvægt er að vekja áhuga kvenna ekki síður en karla á tækninámi. Fram kom í Fréttatímanum síðast- liðinn föstudag að konur eru aðeins 13 prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga á Íslandi síðustu fimm ár, 44 á móti 333 körlum. Mikil eftirspurn er hins vegar eftir konum í forritun og upplýsinga- tækni og þær geta, eftir því sem þar kom fram, valið úr verkefnum. Ímynd tölvunarfræðinga kann að hafa sitt að segja um að konur fara síður í þetta nám. Þeirri ímynd þarf að breyta. Atvinnulífið kallar eftir tækni- og raungreinamenntuðu fólki Fjölga þarf nemendum í verk- og tækninámi Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þæginda búnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs- upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. Outlander kostar frá 5.990.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur MITSUBISHI OUTLANDER Rúmbetri, sparneytnari og betur búinn HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Eyðir aðeins frá 5,5 l/100 km. Vikan í tölum 29,3 prósent landsmanna eru með áskrift af Stöð 2 sam- kvæmt rannsókn Pipars upp úr lífsstílskönnun Capacent. Árið 2005 voru 49,9 prósent landsmanna áskrifendur Stöðvar 2. 70 sæti hefur Ísland stokkið upp um síðasta árið á styrkleikalista FIFA undir stjórn Lars Lagerbäck. Liðið var í 131. sæti fyrir ári síðan en er nú komið í 61. sæti. Ofar hefur Ísland ekki verið síðan árið 2004. 459 urðu gjaldþrota hér á landi fyrstu fimm mánuði ársins. Það er tæplega tólf prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra. 2.000 kríupör og rúmlega það verptu á Seltjarnarnesi í ár að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Mjög gott varp, segir Jóhann Óli. 500 fangar hafa verið teknir af lífi í Texas eftir að dauðarefsing var tekin þar upp að nýju árið 1976. 350 laxar eru komnir á land í Norðurá og er hún aflahæsta á landsins sem stendur. 14 viðhorf Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.