Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 34
D iðrik Sveinn Bogason er 38 ára gam-all íslenskur munkur í hreyfingunni Ananda Marga þar sem hann kallast Acarya Diiptimanananda Avadhuta, eða í daglegu tali Dada Diiptimanananda. Verið er að koma upp miðstöð hreyfingarinnar við Frakkastíg en þar sem hún er ekki tilbúin biður hann mig um að hitta sig í leikskólanum Sælukoti sem Ananda Marga rekur í Litla- Skerjafirði. Á þessum sama stað hélt hann tvo fyrirlestra í vikulangri heimsókn sinni til heima- landsins um tónlist í Ananda marga en hann er nýútskrifaður með meistaragráðu í tónlistarþjóð- háttafræði frá Tainan Listaháskólanum í Taívan. Dada Diiptimanananda, Diðrik, er klæddur appelsínugulu frá toppi til táar og segir þetta vera einkennisbúning munka í Ananda Marga. „Appelsínugulur táknar sjálfsfórn líkt og maður gerir þegar maður yfirgefur fjölskyldu sína til að þjóna alheiminum.” Sjö ár eru síðan hann sá síð- ast fjölskyldu sína; mömmu sína, pabba og tvær systur. Það reyndist þeim þungbært þegar hann ákvað rúmlega tvítugur að flytja af landi brott og gerast munkur. „Þetta var afskaplega erfitt. Þau höfðu áhyggjur og vissu lítið um Ananda Marga. En smátt og smátt hafa þau séð að ég er hamingusamur og hef tækifæri til að kynnast ólíku fólki og menningarsvæðum og hjálpa fólki að bæta heilsu sína með jóga og hugleiðslu.” Hugleiddi út í Nauthólsvík Hann var 17 ára þegar hann kynntist Ananda Marga og hafði þegar verið mikið að velta fyrir sér bæði vestrænni og austurlenskri heimspeki. „Þetta byrjaði með því að ég fékk martröð nótt eftir nótt. Þegar ég hafði fengið martröð þriðju nóttina í röð ákvað ég að þetta gengi ekki lengur og að ég þyrfti að fara að stunda hugleiðslu. Ég fletti upp í gulu síðunum í símaskránni og sá fjór- ar jógahreyfingar. Tvær þeirra voru mjög dýrar Yfirgaf fjölskylduna til að þjóna alheiminum Diðrik Sveinn Bogason er eini íslenski munkurinn í Ananda Marga. Hann ferðast um heiminn til að kenna fólki hugleiðslu og jóga og hafði ekki hitt foreldra sína í sjö ár þegar hann kom hingað í heimsókn á dögunum. Þegar hann fyrst flutti út starfaði hann kauplaust fyrir bakarí Ananda Marga í Danmörku en hafði allt sem hann þurfti á að halda, herbergi og mat. Dada Diiptimanananda, Diðrik, getur bjargað sér á níu tungumálum og er nýútskrifaður úr tónlistarþjóðháttafræði úr háskóla í Taívan. Lj ós m yn di r/ H ar i Þetta byrj- aði með því að ég fékk martröð nótt eftir nótt. Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L 34 viðtal Helgin 28.-30. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.