Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 35

Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 35
– Takk fyrir að flokka! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2- 19 31 l hamingju Reykjavík! Pappír er nú flokkaður í öllum hverfum borgarinnar. Fjöldi blárra tunna hefur tvöfaldast á nokkrum mánuðum og pappír sem skilað er til endurvinnslu hefur aldrei verið meiri. Enda vita Reykvíkingar að pappír er ekki rusl. Bættu við blárri tunnu ER BLÁA TUNNAN ALLTAF FULL EN GRÁA TÓM? Settu dæmið upp á pappirerekkirusl.is og finndu hvað hentar þínu heimili. Með því að bæta við blárri tunnu getur húsfélagið fækkað gráum tunnum en það er hagkvæmari kostur. Bættu við blárri tunnu með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Laugateigur 10 Var með eina bláa tunnu og þrjár gráar. Þau bættu við blárri tunnu og tóku út eina gráa og spöruðu þannig 12.300 kr. á ári. Hvað hentar þínu heimili? Blá tunna Pappír og pappi, sótt að jafnaði á 20 daga fresti: 6.500 kr. á ári. Grá tunna Almennt sorp. Sótt að jafnaði á 10 daga fresti 18.600 kr. á ári. Pappír er flokkaður á öllum heimilum þannig að það kom ekki til greina. Ég vissi að Ananda Marga ræki hér mjög góðan leikskóla þannig að sú hreyfing varð fyrir valinu.” Eftir að hann byrjaði að hugleiða fór hann að lesa bækur um heimspeki Ananda Marga; um útvíkkun hug- ans, þátttöku í alheimsflæðinu sem hægt er að tengja sig við með hug- leiðslu og um þjónustu við annað fólk, hjálparstarf og umhyggju fyrir öðrum. „Þegar ég byrjaði að hug- leiða var eins og það lifnaði við lítið fræ sem hafði verið í dvala. Áður en ég fékk martraðirnar hafði ég ekk- ert hugsað um jóga og hugleiðslu en sumarið eftir að ég kynntist því fékk ég strax mjög mikla ástríðu fyrir því. Ég fór út í Nauthólsvík og hugleiddi hjá sjónum eða fór út í Skógræktarfélag Reykjavíkur sem var rétt hjá heimili mínu. Ég hug- leiddi jafnvel í klukkutíma í senn.” Var trúlofaður Hann var í Menntaskólanum í Hamrahlíð á þessum tíma og líka í píanónámi í Tónlistarskóla Reykja- víkur. „Það var mjög mikið að gera um veturinn og ég hafði bara tíma fyrir 10 mínútna hugleiðslu á dag. Eftir að ég byrjaði að hugleiða daglega fann ég að þetta voru bestu 10 mínútur dagsins svo ég fór að lengja tímann fyrir hugleiðslu og jóga. Á þessum tíma gerðist hann líka grænmetisæta en samkvæmt jógafræðunum styður skynrænn matur, svokallað sattva-fæði, vel við hugleiðslu. Eftir stúdentspróf hafði hann meiri tíma og einbeitti sér að tónlistarnáminu og hugleiðslu. „Píanónámið studdi hugleiðsluna og hugleiðslan studdi píanónámið. Mér fannst miklu auðveldara að spila þegar ég var búinn að hug- leiða og öfugt. Hugleiðslan gaf mér ánægju og ekki bara ánægju heldur innri gleði sem var dýpri en nokkuð annað sem ég hafði upplifað.” Hann átti kærustu á mennta- skólaárunum og þau trúlofuðu sig. Upp úr sambandinu slitnaði og hann fann hjá sér sterka löngun til að tileinka líf sitt Ananda Marga. „Ég var eiginlega farinn að lifa eins og munkur, hugleiddi í um fjóra klukkutíma á dag og stundaði svo jóga. Þetta voru allt að sex til sjö tímar sem fóru í þetta. Mig lang- aði að geta miðlað þessari and- legu visku og starfa fyrir Ananda Marga.” Lærði 300 söngva á einu ári Dada flutti fyrst til Danmerkur og byrjaði að vinna fyrir lífrænt bakarí, Naturbageriet Sattva, sem Ananda Marga rekur í Kaupmanna- höfn. „Ég vann kauplaust en hafði allt sem ég þurfti - herbergi og nóg- an mat. Síðan keypti ég píanó fyrir sparifé sem ég átti og gat æft mig á það.” Rúmum tveim árum síðar flutti hann til Svíþjóðar og tók þar fimm ára þjálfun til að verða munk- ur. Fyrsta eitt og hálft árið þurfti hann að taka mjög stranga þjálfun í skóla Ananda Marga í Ydrefors, nálægt Vimmerby, fæðingarbæ Astrid Lindgren, en svo tók aftur við sjálfboðavinna í Sattva-bak- aríinu í Stokkhólmi. Hann byrjaði að keyra út vörur bakarísins en fannst það frekar einhæft. „Ég þurfti að keyra í sex til átta tíma á dag, alltaf sömu leiðina en vegna jógaiðkunarinnar var hugurinn jákvæður og ég notaði tímann til að læra Prabhata Samgiita, söngva á bengölsku eftir stofnanda Ananda Marga, P. R. Sarkar. Kökubakarinn okkar á þeim tíma var frá Bengal og hann aðstoðaði mig við að læra að skrifa á bengölsku. Langflestir söngvanna eru á bengölsku en einnig á sjö öðrum tungumálum. Ég skrifaði síðan söngvana niður á kvöldin með stórum stöfum á blað sem ég límdi upp á gluggarúðuna í bílnum. Þegar ég var að keyra gat ég hlustað á söngvana í kass- ettutækinu og lært textann. Þannig leið tíminn í bílnum hratt við að hlusta og syngja. Á einu ári lærði ég í kring um 300 söngva á bengölsku og lærði að lesa bengalska letrið.” Eftir að hafa lokið náminu í Sví- þjóð fór hann til Indlands og fékk formlega vígslu sem munkur og var sendur til Taívan að kenna hug- leiðslu og jóga. Þar byrjaði Dada að læra kínversku og heillaðist af taívanskri menningu og kínversku. Hringir vikulega í mömmu Hann sótti um og fékk styrk frá ta- ívanska utanríkisráðuneytinu sem hann nýtti til að læra kínversku og ljúka háskólagráðu í píanóleik meðfram starfi sínum sem munkur. „Við útskriftina hélt ég 90 mínútna lokatónleika. Það gekk mjög vel. Eftir þetta ákvað ég að fara í meist- aranám í tónlistarþjóðháttafræði. Það er mikið um tónlist í Ananda Marga og ég sá að með þessu gæti ég sameinað áhuga minn á tónlist og Ananda Marga. “ Síðustu fjögur ár hefur hann rannsakað uppruna og þróun tónlistar innan hreyf- ingarinnar, ferðast til Indlands til að afla sér heimilda og tekið kúrsa í háskólanum, flesta á kínversku. Í sumar- og vetrarfríum fór hann til Rússlands á vegum Ananda Marga til að kenna hugleiðslu og nú er því svo komið að hann kann eitthvað í níu tungumálum. Hann kann reiprennandi að tala ensku, dönsku, sænsku, þýsku og kínversku, getur lesið og skrifað bengölsku og sans- krít og vel bjargað sér á rússnesku og frönsku. Dada er nú á ákveðnum tíma- mótum. Hann kom við á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna þar sem hann kemur til með að starfa, væntanlega næstu ár. „Ég festi þar mögulega rætur. Ég verð í New York og borgum þar í kring en líka í Kanada.” Ein af ástæðum þess að hann stoppaði á Íslandi var einmitt að sjá foreldra sína og komu þeir á annan fyrirlesturinn sem hann hélt. „Það var mikil gleði fyrir alla þegar við hittumst aftur. En þó við höfum ekki sést í allan þennan tíma þá reyni ég að hringja í mömmu í hverri viku. Ég fann reyndar fyrir um tveimur árum að ég var farinn að gleyma íslensk- unni og byrjaði þá að lesa Mogg- ann á netinu.” Dada talar íslensku án hreims en eftir að hafa hugsað á ensku og kínversku í mörg ár þá gleymir hann hvernig einstaka orð eru á íslensku. Hann er afar ánægður með að hafa gerst munkur og segist alltaf sáttari við þá ákvörðun eftir því sem lengra líður. Hann er þegar far- inn af landi brott þegar þessar línur birtast. Auk þess að starfa fyrir Ananda Marga í Bandaríkjunum verður hugur hans hjá tónlistinni og stefnir hann á að halda áfram rannsóknum á Prabhata Samgiita- söngvunum og hvernig andleg tónlist hefur jákvæð áhrif á hug og líkama. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is viðtal 35 Helgin 28.-30. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.