Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Síða 44

Fréttatíminn - 28.06.2013, Síða 44
44 ferðir Helgin 28.-30. júní 2013  MagnesíuMúði fyrir betri líðan eftir æfingar og við gigt Margverðlaunaður magnesíumúði M örgum reyn-ist vel að nota magn- esíum sem fæðubót vegna ýmissa kvilla svo sem fótaóeirð, vöðvakrampa, til slök- unar fyrir svefninn og til að hjálpa vöðv- unum í endurheimt eftir æfingar. Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á magn- esíum í töflu- eða duft- formi en það nýjasta er magnesíum olíuúði sem úðað er beint á húðina,“ segir Gígja Þórðardóttir, sjúkraþjálfari og starfsmaður hjá Gengur vel ehf. Rannsóknir hafa sýnt fram á að úðinn nýtist líkamanum betur en töflur og duft og veldur ekki ónotum í maga eða niðurgangi eins og inntaka magnesíums getur orsakað. Að sögn Gígju er magnesíum steinefni sem líkaminn þarfnast og nauðsynlegt til orkufram- leiðslu ásamt því að stuðla að betri heilsu beina, vökvajafn- vægi og til stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti. „Vegna nú- tíma lifnaðarhátta hefur upptaka á magnesíum í mataræði okkar minnkað og eins geta streita, áfengissýki, vefjagigt, lyfjanotk- un og miklar æfingar valdið tapi á magnesíum úr líkamanum.“ Einfalt og þægilegt í notkun Þegar magnesíum er borið á húðina er upptaka líkamans mjög góð og úðinn er einfaldur og hand- hægur í notkun. „Magnesíumúði hefur verið vinsælt hjá íþróttafólki í ýmsum greinum, svo sem þríþraut, hlaupi, knattspyrnu, crossfit, sundi, fjallgöngum og hjólreiðum enda hefur úðinn fengið fjölmörg heilsu- og nýsköpun- arverðlaun á síðasta ári. Um síðustu helgi notuðu tvö hjólalið í WOW keppninni úðann frá Better You,“ segir Gígja. Magnesíum frá Better You er gert úr Zechstein Magnesíum, einu hreinasta og náttúru- legasta formi af magnesíum í heiminum og eru þrjár tegundir framleiddar; original, sport og goodnight. Original er magn- esíumklóríð, bætt lindarvatni og er því hreinasta magnesíum afurðin og vinsæl meðal annars hjá gigtarfólki. „Hinar tvær tegundirnar eru með viðbættum olíum til að auka nuddeiginleika vörunnar en einnig er búið að bæta ilmkjarnaolíum út í good- night til að stuðla að enn betri ró fyrir svefninn,“ segir Gígja. Úðarnir fást í heilsubúðum, hjá TRI, Crossfit Reykjavík, Systrasamlaginu, Fjarðar- kaupum og í helstu apótekum. Nánari upplýsingar má finna á www.gengurvel.is og á Facebo- ok síðunni Better You Ísland. Eftir þungar líkamsæfingar og mikið svita- tap er gagn- legt að taka inn steinefnið magnesíum sem tapast við þessar aðstæð- ur. Fyrirtækið Gengur vel ehf. býður upp á magnesíumúða sem borinn er á húðina og er vinsæll hjá fólki með gigt, hlaupurum, fjallageitum og þríþrautarfólki. Gengur vel ehf. býður upp á þrjár tegundir af magnesíumúða, Original, Sport og Goodnight og fást þeir í heilsubúðum, TRI, Crossfit Reykjavík, hjá Systrasamlaginu, Fjarðarkaupum og í helstu apótekum. Gígja Þórðardóttir, sjúkra þjálfari hjá Gengur vel ehf. Sigurður Sigurbjörnsson, maraþon- hlaupari mælir með magnesíumúðanum frá Better You. „Með notkun úðans get ég hlaupið lengri vegalengdir án þess að fá krampa. Ég hef bent mörgum hlaupurum á þennan úða og veit að fólk er afar ánægt enda er til mikils að vinna að komast án alls krampa í gegnum löng hlaup og annað erfiði.“ KYNNING Ratleikur Ferðafélags barnanna á Nesjavöllum í fyrra. Gengið var í blíðskaparveðri úr Dyradal á Nesjavelli. Villibað og villipiss Innan Ferðafélags Íslands starfar Ferðafélag barnanna sem stendur fyrir skemmtileg- um ferðum allt árið um kring. Vinsælustu ferðirnar eru yfir Laugaveg og Kjöl en biðlistar í þær myndast yfirleitt stuttu eftir áramót. „Þegar gengið er með börn úti í náttúrunni er takturinn annar,“ segir Brynhildur Ólafs- dóttir, leiðsögumaður hjá Ferðafélagi barnanna. „Þann 9. júlí förum við í grasa- og galdralækningaferð í Heiðmörk sem tekur tvo tíma og í þá ferð geta börn allt frá þriggja til fjögurra ári aldri komið. Það verður grasalæknir í ferðinni og við ætlum að tína jurtir á leiðinni og læra hvað hægt er að gera úr þeim.“ Að sögn Brynhildar eru ferðirnar farnar í öllum veðrum og mikill lær- dómur fólginn í því. „Þá gerum við öðruvísi hluti eins og að hoppa í polla.“ Ferðafélag barnanna stendur fyrir fjölskylduferð að Valgeirs- stöðum í Norðurfirði 25. júlí og þann 28. verða ratleikur og adrenalínklifur á Nesjavöllum. Ævintýrferð um slóðir drauga og útilegumanna er á dag- skránni í ágúst, ásamt sprangi í Vestmannaeyjum og sveppaferð í Heiðmörk. Í september verður svo farið í villibað í Reykjadal. „Þegar við böðum okkur úti köllum við það villibað. Sömu- leiðis það að pissa úti, það er villipiss og krefst sérstakrar tækni,“ segir Brynhildur. Nánari upplýsingar má nálg- ast á síðu Ferðafélags barnanna www.ferdafelagbarnanna.is og á Facebook síðunni Ferðafélag barnanna.  útivist ferðafélag barnanna Með skeMMtilega dagskrá allt árið Frábær ferðafélagi Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.