Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 28.06.2013, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 28.-30. júní 2013 Báðir þessir kappar séu skugginn af Bruce Willis í hlut- verki New York-lögg- unnar John McClaine sem fór einn gegn ofurefli í Die Hard.  Frumsýnd Hamagangur í WasHington Þ egar horft er yfir höfundarverk leik-stjórans Rolands Emmerich mætti ætla að Hvíta húsið sé sérstakur þyrnir í augum hans. Hann lét geimverur sprengja forsetabústaðinn í tætlur í sumarsmellinum Independence Day fyrir margt löngu og nú stefnir hann þangað herdeild vondra manna sem hafa illt eitt í hyggju og ógna öryggi for- setans sem Jamie Foxx leikur. Einn maður setur stórt strik í áætlun fúl- mennanna en fyrir algera tilviljun er lögreglu- maðurinn John Cale í skoðunarferð um Hvíta húsið ásamt ungri dóttur sinni akkúrat þegar illmenninn láta til skarar skríða. Okkar maður ætlar sér vitaskuld ekki að láta innrásarmenn- ina komast upp með svona lagað og ræðst í blóðuga varnarbaráttu sem snýst ekki aðeins um líf og limi hans og dóttur hans þar sem hann kemur forseta sínum að sjálfsögðu til hjálpar. Channing Tatum leikur lögreglumanninn vaska en vegur hans hefur vaxið hratt í Holly- wood en þær myndir sem hann hefur komið fram í á síðustu misserum hafa allar verið til þess fallnar að auka hróður hans en þar á með- al eru 21 Jump Street, Magic Mike, Side Ef- fects, G.I. Joe: Retaliation auk þess sem hann er væntanlegur í gamanmyndinni This Is the End sem þykir líkleg til þess að gera það gott. Gerard Butler var í svipuðum sporum og Tatum fyrir skömmu en hann lék brottrekinn lífvörð forseta Bandaríkjanna sem fékk heldur betur æruna uppreista þegar svo heppilega vildi til að hann var á staðnum þegar hryðju- verkamenn gerðu árás á Hvíta húsið. Síðan má segja að báðir þessir kappar séu skugg- inn af Bruce Willis í hlutverki New York-lögg- unnar John McClaine sem notaði jólafríið sitt til þess að senda hryðjuverkamenn til heljar á færibandi þegar rummungsþjófar og terror- istar réðust á vinnustað eiginkonu hans í miðju jólaglöggi. Aðrir miðlar: Imdb: - Rotten Tomatoes: 58% Me- tacritic: 61% Hvíta húsið í Washington er heldur betur í brennidepli í ár en White House Down er önnur spennumyndin á þessu ári sem fjallar um árás illmenna á húsið og um leið vitaskuld forseta Bandaríkjanna. Gerard Butler lenti óvænt í því fyrr á árinu í Olympus Has Fallen að þurfa að bjarga forsetanum, sem Aaron Eckhart lék, úr klóm hryðjuverkamanna og nú er Channing Tatum mættur á sama stað og kemur forsetanum sem Jamie Foxx leikur að þessu sinni frá bráðum bana. Báðar myndirnar gætu borið stimpilinn Die Hard í Hvíta húsinu enda fer skyldleikinn við þá frábæru mynd ekki á milli mála. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Niður með Hvíta húsið! Channing Tatum er meira að segja í hvítum hlýrabol, eins og Bruce Willis í Die Hard forðum, þegar hann ræðst gegn innrásarliði í Hvíta húsinu. Jamie Foxx leikur forsetann sem virðist einnig nokkuð liðtækur þegar kemur að átökum. Fölsk hjónabandssæla Hrollurinn The Purge hefur glatt þá sem slíkt kunna að meta undanfar- ið í Bandaríkjunum og nú fá hroll- sæknir Íslendingar að fara í gegn- um eina nótt skelfingar og bráðrar lífshættu ásamt ósköp venjulegri kjarnafjölskyldu. Yfirfull fangelsi eru orðin að stóru vandamáli og stjórnvöld hafa brugð- ist við ástandinu með þeirri kolbrjál- uðu lausn að gera alla glæpi, morð þar með talin, lögleg í tólf klukku- stundir einu sinni á ári. Með þessu móti hefur tekist að ná glæpatíðni aðra daga ársins niður í sögulegt lágmark en að vonum bíður venju- legt fólk þessa blóðuga dags ekki með neinni eftirvæntingu. Á meðan lögleg glæpaaldan gengur yfir þýð- ir nefnilega ekkert að hringja í lög- regluna eða leita sér hjálpar á súkra- húsum. Hver er næstur sjálfum sér. Ethan Hawke leikur fjölskyldu- föður sem grípur til örþrifaráða sem gætu splundrað fjölskyldu hans þeg- ar óboðinn gestur brýst inn á heim- ili fjölskyldunnar þessa hættulegu nótt. Spurningin sem blasir við fjöl- skyldunni er hversu langt þau eru tilbúin til þess að ganga til þess að vera öryggi sitt og hvort þau komist yfirleitt í gegnum nóttina án þess að verða sjálf að samskonar ófreskjum og þau þurfa að takast á við. Aðrir miðlar: Imdb: 5,6, Rotten Tom- atoes: 38%, Metacritic: 41%  Frumsýnd grænt ljós geFið á morð Nótt lögleysunnar Gestagangurinn á hinni árlegu morð- nótt getur verið skuggalegur.  Frumsýnd Hjónaruglingur Leikstjórinn og handritshöfundurinn Justins Zackham, sem skrifaði meðal annars gamanmyndina The Bucket List, hefur smalað saman nafntoguð- um leikurum fyrir sitt nýjasta grín, The Big Wedding. Þarna eru saman komin Robert De Niro, Diane Keaton, Susan Sarandon og Robin Williams ásamt Katherine Heigl, Amanda Seyfried og fleirum. Don og Ellie (De Niro og Keaton) eru löngu fráskilinn og Don í sambúð með Bebe (Sarandon), bestu vinkonu Ellie. Þegar kjörsonur Dons og Ellie frá Kólumbíu er að fara að kvænast þurfa þau að setja á svið heilmikinn blekkingarleik fyrir blóðmóður piltsins þar sem sú stendur fast á hefðum og hefur ekki hugmynd um skilnað kjör- foreldranna. Bebe þarf því að flytja út af heimilinu og Ellie kemur í hennar stað og tekur sinn gamla sess við hlið Dons. Þetta kallar á alls konar ófyrirséðan misskilning og rugling sem setur blekkingarleikinn í uppnám þannig að afleiðingarnar geta orðið agalegar. Aðrir miðlar: Imdb: 5,2, Rotten Tom- atoes: 7%, Metacritic: 28% GAGGALA—GÓÐAN DAGINN! SUNNY STYLE «69 SÉRSTAKUR Í SÓKN HEAVY SPECIAL «70 VORBOÐINN LJÚFFENGI CHICKEN HEALTHY STYLE «91 LÆSTU KLÓNUM Í LOBSTER STYLE «60 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.