Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 66

Fréttatíminn - 28.06.2013, Qupperneq 66
fljótum djúpt inn í Rússland til austurs. Um tíma hefði mátt telja austurströnd Norður- Ameríku til áhrifasvæðis þeirra. Verslun og þjóðblöndun Innan þessa heimasvæðis opnaðist mark- aður fyrir vörur frá ólíkum löndum fram- leiddar af ólíkum þjóðum. Þótt okkur sé tamt að hugsa um norræna menn þessa tíma sem víkinga að herja á varnarlausa klausturbúa, þá var hagkerfi þessa stóra svæðis ekki drifið áfram af ránum og þjófnaði. Rupl var vissulega ágæt aukabú- grein og bændum var greitt fyrir þjónustu í leiðöngrum með því herfangi sem þeir gátu gripið með sér. En slíkar einsskiptistekjur hefðu aldrei getað haldið upp jafnágætum lifistandard og gróskumiklu menningar- lífi og því sem hélst á þessu svæði í ein 400 til 600 ár. Grunnurinn að því lá í verslun og viðskiptum. Ágætt dæmi um hversu samtvinnað þetta svæði var, er að genabygging nútíma Ís- lendinga sýnir að þeir eru aðeins að tveim- ur þriðju hluta skyldir þeim sem nú byggja Noreg en að einum þriðja hluta ættingjar þeirra sem nú byggja skosku eyjarnar og norðurhéröð Skotlands og Írlands. Ein- hver gæti dregið þá ályktanir að þarna væri komið blóð þess fólks sem norrænir menn hefðu hneppt í þrældóm. Með kristninni hafi þrælahald lagst af og ný þjóð orðið til við samræði herraþjóðarinnar við þræla sína. En þótt þrælahald hafi vissulega verið víðtækt, þá segir þessi genabygging Ís- lendinga miklu fremur sögu fólksflutninga á þessum tímum. Fólk frá Noregi nam land á skosku eyjunum og Írlandi og blandaðist þeim þjóðum sem þar bjuggu. Þetta fólk flutti síðan á eyjarnar sem voru lengra út á hafinu, Færeyjar, Ísland og Grænland. Það fólk sem settist að lengst frá uppruna- landinu var jafnframt það fólk sem var mest blandað af margra kynslóða aðlögun við stækkandi heimasvæði norrænna manna. 4 af hverjum 5 Íslendingum horfnir Landnám Íslands var því ekki aðeins af- leiðing hnattvæðingar heldur skapaði það ástand þjóðina. Það mætti jafnvel færa að því rök að vonlaust sé að halda uppi sóma- samlegu samfélagi á Íslandi nema þjóðin sé virkur hluti stærri heildar. Þegar viðskipta- tengsl norrænna þjóða beindust meira í átt til meginlands Evrópu en út á Atlantshafið einangraðist Ísland; var ekki lengur innan hrings heldur komið út á jaðar — jafnvel út fyrir jaðar hins byggilega heims. 125 árum eftir komu fyrstu landsnáms- mannanna bjuggu um 100 þúsund manns á Íslandi. Það var þá um einn þriðji hluti þess sem bjó í Noregi á sama tíma. Norðmenn eru í dag fleiri en 4,5 milljón manns. Þriðj- ungur þess er 1,5 milljón. Íslendingar eru hins vegar ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. Sú braut sem Íslendingar fetuðu eftir að stórríki norrænna manna lognaðist út af varð svo miklu lakari en sú sem Norð- menn völdu, að segja má að 80 prósent Íslendinga hafi tortímst og ekki komist á leiðarenda. Það var kostnaðurinn við einangrun þjóðarinnar.  Landnámsmenn ÍsLands: LÍtinn áhuga á fuLLveLdismáLum Landnám í kjölfar alþjóðvæðingar Í tilefni þess að nú er æ oftar vísað til söguskilnings sjálfstæðisbaráttu nítjándu aldar og ríkisstjórnin hefur ráðagerðir uppi um að halda honum á lofti; er fullt tilefni til að rifja upp hvernig það kom til að norrænir menn námu hér land. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Jónas Hallgrímsson setti fram hefðbundinn before-and- after-áróður í ljóðinu Ísland farsælda frón; sem birtist á fremstu síðum fyrsta hefti Fjölnis 1835.  178 ára gamaLt áróðursbragð: Before and after Gamlasáttmála Ástæðan fyrir að Íslendingar halda ekki á lofti hug- myndum um stórt, öflugt og víðfeðmt ríki nor- rænna manna liggur í því að þjóðin sér þennan tíma með augum pólitískra áhugamanna um og uppúr miðri nítjándu öld. Þá var Ísland ekki í þjóðbraut norræns heimasvæðis heldur nýlenda og afskiptasti útkjálki Evrópu. Hinir ungu og reiðu menn nítjándu aldar drógu upp myndir af fræknum frjálsbornum fornköppum annars vegar og kúguðum kotbænd- um nýlendutímans hins vegar. Að þeirra mati voru þetta before-and-after-myndir og sýndu afleiðingar þess að þjóðin missti frelsi sitt og sjálfstæði. Þessar myndir leystu úr læðingi mikinn kraft á nítjándu öld. Þær voru leiðarljós sjálfstæðisbarátt- unnar. Þær drifu endurreisn hinnar fornu tungu, sem var orðin æði dönskuskotin. Segja má að Ís- lendingar hafi lagt niður nútímamál sitt og tekið upp hina fornu tungu. Og í þessu andrúmi endurreisnar myndaðist rými til sjálfsköpunar manna; tíminn hvatti fólk til að gera betur en áður hafði verið gert. Það var að vora á Íslandi. Og eins og þegar bráir af þunglyndis- sjúklingi þá pökkuðu margir saman og flúðu til Vesturheims. Á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1874 fengu Ís- lendingar sína fyrstu stjórnarskrá með ýmsum lýð- réttindum. Það voru þó ekki þessi lýðréttindi sem blésu Íslendingum kapp í brjóst. Þessi réttindi má rekja til vaxtar borgarstéttar í kjölfar iðnbyltinga og breyttra þjóðfélagshátta, sem enn höfðu ekki orðið á Íslandi. Það hafði varla orðið nein þéttbýlis- myndun á Íslandi sem orð var að gerandi og fyrir utan sýslumenn og presta bjó íslensk borgarstétt í Kaupmannahöfn. Íslendingar fögnuðu því ekki lýð- réttindum sínum á þjóðhátíð á Þingvöllum heldur var samkoman í hugum flestra hátíð þjóðernis- vakningar. Og hún hafði mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga, einkum ungs fólks. En kannski hefði þessi vakning ekki skilið eftir sig nein varanleg spor ef ekki hefði komið til sauða- sölunnar til Bretlands í kjölfar hennar. Þá fengu bændur í fyrsta sinn í margar aldir greidda peninga fyrir afurðir sínar. Og eins og við vitum eru pen- ingar afl þeirra hluta sem gera skal. Og kannski rekjum við þá sögu síðar. -gse Í sland var numið á tímum hnattvæðingar byggðri á nýrri samskiptatækni. Skip nor-rænna víkinga voru tæknibylting. Þau gátu siglt lengra og hraðar en nokkur önnur skip þess tíma. Skipin umbreyttu veröld norrænna manna. Þeir voru ekki lengur lokaðir af í dölum, fjörðum og skerjagörðum heldur varð veröld þeirra stór, samfélag þeirra fjölþætt og innan þess myndaðist mikill auður. Innhaf Við þekkjum öll hvernig siglingar á Miðjarðar- hafinu mótuðu menningu þeirra þjóða sem við hafið búa. Fyrir tíma járnbrautalesta og bifreiða voru samgöngur á landi tímafrekar. Það gat tekið mann þrjár vikur að fara frá Róm til Vínarborgar. Það hefði hins vegar tekið þennan mann skemmri tíma að sigla til Sikileyjar, þaðan til Krítar og loks til Alexandríu í Egyptalandi. Miðjararhafið var þjóðbraut. Viðskipti þjóðanna þvers og kruss yfir hafið sköpuðu aðstæður fyrir menningu sem reis miklu hærra en meðal þjóða sem þurftu að ferðast yfir lönd og fjalllendi. Þjóðir sem nýttu sér stórfljót sem hraðbrautir stækkuðu vissulega viðskiptasvæði sitt en árnar fóru aðeins frá A til B. Hafið gat farið frá A til B, en einnig til C eða D. Árnar og fjallaskörðin gátu af sér tolla og vörugjöld á meðan hafið bauð alltaf upp á nýja möguleika ef kaupin voru orðin of kröpp á gömlum slóðum. Með Víkingaskipunum varð til samskonar innra haf sem tengdi saman heimalönd nor- rænna manna. Frá Danmörku yfir til Danalaga í Englandi, til skosku eyjanna og ríkis norrænna manna á Írlandi, til Færeyja og Íslands og þaðan yfir til Grænlands og loks aftur yfir hafið til Noregs og þaðan niður til Danmerkur. Heima- lönd norrænna manna náðu einnig með ám og Brautarholti 8 Mán. - fim. 9-17 Föstud. 9-16 sími 517 7200 / www.ferdakort.is Ingólfur Arnarson hefur verið notaður sem táknmynd manna sem létu ekki beygja sig undir miðstýrt vald heldur freistuðu þess að byggja upp samfélag frjálsra manna á fjarlægri eyju - einskonar Teboðskall. Landnámsfólk Íslands kom hins vegar ekki til að brjótast undan áhrifasvæði norrænna manna í Norður-Atlantshafi; það var þvert á móti hluti þessa svæðis og gat í raun ekki lifað án virkra tengsla við það. Málverk Johan Peter Raadsig (1806 - 1882) Sú braut sem Íslendingar fetuðu eftir að stórríki nor- rænna manna lognaðist út af varð svo miklu lakari en sú sem Norð- menn völdu, að segja má að 80 prósent Íslendinga hafi tortímst og ekki komist á leiðarenda. 66 samtíminn Helgin 28.-30. júní 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.