Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 70

Fréttatíminn - 28.06.2013, Page 70
 TónlisTarháTíð all Tomorrow’s ParTies á ásbrú um helgina Nick Cave kemur til landsins í toppformi Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties verður haldin í fyrsta sinn hérlendis um helgina. Nick Cave og Botnleðja eru aðalnúmerin og segir Tómas Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, að tónleikagestir megi eiga von á góðu frá Cave. Sjálfur er Cave spenntari fyrir tónleikunum hér á landi en Glastonbury kvöldið eftir. Þ að á að vera sól um helgina og mér líst vel á veðurspána. En ef það kemur brjáluð rigning og rok þá er það bara gott. Þá verður fólk bara inni að horfa á tónleika,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow’s Parties. Hátíðin er haldin á Ásbrú í Reykjanesbæ um helgina. Aðalnúmer hátíðarinnar er Nick Cave & The Bad Seeds og segir Tómas að hljómsveitin sé í topp- formi. „Barry, stofnandi ATP, er búinn að sjá þá örugglega tuttugu sinnum. Hann sá þá í Ástralíu um daginn og aftur á Primavera og hann segir að þeir hafi aldrei verið betri. Svo voru þeir að spila á Northside í Danmörku fyrir tveimur vikum og fengu fullt hús hjá bæði Gaffa og Politiken, sex stjörnur. Ég er búinn að fara á Hróarskeldu örugglega 13 sinnum og það er kannski ein hljóm- sveit á ári sem fær fullt hús bæði hjá Politiken og Gaffa. Ég held að það undirstriki formið sem þetta band er í.“ Hann segir að Cave virðist ekki síður hlakka til Íslandsfararinnar en aðdáendur hans á Íslandi. „Hann var í viðtali hjá Óla Palla og sagðist þar hlakka meira til að spila á laugar- daginn en að loka Glastonbury á sunnudaginn.“ Hljómsveitirnar sem spila í kvöld, föstudagskvöld, komu til landsins í gær og þær sem spila á morgun eru væntanlegar í dag. Í gær bættist svo feitur biti við dagskrána þegar tilkynnt var að Botnleðja yrði aðal- númerið í kvöld. Botnleðjumenn koma ferskir til leiks eftir að hafa haldið tónleika með öllum sínum bestu lögum í Austurbæ í gærkvöldi. „Það er frábært að fá Botnleðju. Þeir spiluðu á All Tomorrow’s Par- ties fyrir næstum tíu árum þegar hljómsveitin Shellac valdi þá til að spila. Þá held ég að við séum búin að ná til okkar næstum öllum íslensku sveitunum sem hafa spilað á há- tíðinni – nema Sigur Rós.“ Miðar með gistingu eru uppseldir en enn er hægt að fá dagpassa og helgarpassa á Miða.is. Tómas segir að dagpassar á laugardaginn séu alveg að klárast en enn sé eitthvað til fyrir föstudag. Rútuferðir eru til og frá Reykjavík á hátíðina. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Dagskráin á all ToMorrow’s ParTies Föstudagur Æla Apparat Organ Quartet The Notwist múm The Fall Botnleðja Mugison Thee Oh Sees Ghostigital Snorri Helgason Kimono Laugardagur Mono Town SQÜrl Nick Cave & The Bad Seeds Hjaltalín Deerhoof Chelsea Light Moving Dead Skeletons Amiina Valgeir Sigurðsson Þá verða sýndar kvikmyndir sem Tilda Swinton og Jim Jarmusch velja og Dr. Gunni stjórnar Popp- punkti. Ítarlega dagskrá má finna á heimasíðu hátíðarinnar. nick Cave er aðalnúm- erið á ATP í Keflavík um helgina. Hann mætir með hljómsveit sína, The Bad Seeds, og verður í banastuði eins og jafnan á tónleikum. Ljósmynd/ Nordicphotos/Getty Áhöfnin á Húna er við það að leggja úr höfn. Frá vinstri eru Guðni Finns, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugision, Ómar Guðjóns og Arnar Gísla.  TónlisT áhöfnin á húna leggur úr höfn Popparar syngja fyrir hvalaskoðunarskip „Það er mikill spenningur í loftinu,“ segir Jón Þór Þorleifsson sem skipu- leggur hringferð Áhafnarinnar á Húna um landið. Eins og Fréttatíminn hefur greint frá munu nokkrir þekktir popparar sigla hringinn kringum landið í júlí og halda tónleika á sextán stöðum. Poppararnir eru Mugison, Ómar Guðjónsson, Lára Rúnarsdóttir, Guðni Finnsson, Arnar Freyr Gísla- son og Jónas Sigurðsson. Fyrstu tónleikarnir eru á Húsavík næsta miðvikudag, 3. júlí. „Allra fyrsta giggið verður reynd- ar mjög frumlegt. Við ætlum að hita upp fyrir tónleikana með því að halda tónleika fyrir hvalaskoð- unarskipin fyrir utan Húsavík. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem haldn- ir verða úti á ballarhafi,“ segir Jón Þór léttur í bragði. Ýmislegt fleira skemmtilegt er í farvatninu fyrir utan hina hefð- bundnu tónleika sem verða um borð í Húna II, en aðgangseyrir- inn rennur til Slysavarnarfélags- ins Landsbjargar. Á Reyðarfirði er leikskólakórinn í æfingabúðum að læra sjómannalög til að syngja fyrir Áhöfnina þegar hún leggst að bryggju á föstudag. Og á Borgar- firði eystri ætlar sextán ára stelpa, Bergrún Sóla, að frumflytja lag sem hún samdi í tilefni heimsóknarinnar. Fyrsti þátturinn um ferðalagið fer í loftið í Sjónvarpinu á laugardags- kvöld klukkan 19.45. Myndband Áhafnarinnar við lagið Sumargest- ur nýtur mikilla vinsælda og fékk 16.296 áhorf fyrsta sólarhringinn á netinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri var í skemmtilegu viðtali í Virkum morgnun á Rás 2 í byrjun vikunnar. Þar fór hann yfir ferilinn og stöðu mála og geislaði af honum sem fyrr. Athygli vakti þegar Baltasar vakti máls á því að leikhópurinn í næstu mynd hans, stórmyndinni Everest, myndi samanstanda af ungum og upprennandi leikurum. Ekki er nefnilega langt síðan stórleikarinn Christian Bale var orðaður við aðal- hlutverkið í myndinni í erlendum fjölmiðlum. Það er því allt útlit fyrir að Bale hafi beilað á Baltasar. Veglegur þáttur um Hemma Minning um mann kallast þáttur um Hemma Gunn sem Sjónvarpið sýnir í kvöld, föstudagskvöld. Þátturinn er tæpir tveir klukkutímar að lengd að meðtöldum svip- myndum frá útför Hemma sem fer fram í dag. Þar stigu margir af ástsælustu tón- listarmönnum þjóðarinnar og vinir Hemma á stokk, svo sem Björgvin Halldórs- son, Diddú, Egill Ólafsson, Kristján Jóhannsson og karlakórinn Fóstbræður. Egill Eðvarsson hefur haft veg og vanda af gerð þáttarins en þeir Hemmi voru stórvinir í áratugi en Egill stýrði meðal annars lengst af Á tali þátt- unum. Þórhallur Gunnarsson sá um dagskrárgerðina með honum og er kynnir í þættinum. Þar fara þeir yfir ferilinn og ræða við 50 vini, samferðar- og samstarfs- menn, þar sem jöfnum höndum flugu sprenghlægi- legar gamansögur og tilfinn- ingaþrungnar lýsingar á því hversu mikill og traustur vinur karlinn var. Þá tók Þórhallur hús á dætrum Hemma sem ræða opinskátt um föður sinn og sambandið við hann. Beilaði Bale á Balta? 70 dægurmál Helgin 28.-30. júní 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.