Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 31.05.2013, Qupperneq 12
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI E itt algengasta orðið í umræðu um íslensk efnahagsmál um þessar mundir er snjóhengjan svokallaða. Eins og orðið gefur til kynna hangir hún ógnandi yfir þjóð- inni sem vonast til þess að áður en hún falli verði hægt að gera ráðstaf- anir til þess að hún færi landið ekki í kaf. En hvað er þessi margumtalaða snjóhengja, hvernig varð hún til og hvers vegna er hún svona hættuleg? Svo snjóhengjan sjálf sé fyrst út- skýrð – áður en lengra verður haldið – þá má í einföldu máli segja að hún sé samansafn af íslenskum krónum, sem eru í eigu erlendra aðila, sem urðu innlyksa hér á landi þegar gjald- eyrishöftin voru sett á haustið 2008. Gjaldeyrishöftin voru sett til þess að stöðva fall krónunnar, sem var í frjálsu falli eftir hrunið. Þau bönnuðu fólki að flytja gjaldeyri út úr landinu og þess vegna sitja þessir krónueigendur fastir með krónur sínar hér á landi. Krónueign þeirra fjárfesta sem sitja uppi með íslenskar krónur varð meðal annars til með þeim hætti að á ár- unum 2005-2007 voru innlánsvextir á Íslandi mun hærri en í öðrum löndum. Fjárfestar nýttu tækifærið og gerðu sér mat úr lágum vöxtum á ýmsum öðrum gjaldmiðlum, svo sem jap- önskum jenum, þar sem útlánsvextir voru um 4 prósent. Útlánsvextir hér á landi voru á sama tíma 12 prósent og munurinn því allt að 8 prósentum – sem fjármagnseigendur högnuðust á. Þetta voru hin svokölluðu jöklabréf. Á fyrstu árunum eftir hrun var talið að jöklabréfin næmu um 300 milljörð- um króna en nú hefur komið í ljós að þau eru nær 400 milljörðum. Á undan- förnum misserum hafa nýjar upp- lýsingar sífellt komið fram sem leitt hafa í ljós að snjóhengjan svokallaða, krónur í eigu erlendra aðila, er mun stærri en sem nemur jöklabréfunum, og er nú talað um 800-1200 milljarða. Sú upphæð er fjórþætt: Í fyrsta lagi eru það jöklabréfin, sem nema um 360 milljörðum. Í öðru lagi þrotabú gömlu bankanna í eigu kröfuhafa – og verða varla seldir fyrir gjaldeyri, því lítill áhugi er er- lendis að kaupa banka hvað þá íslensk- an banka. Þeir verða því væntanlega seldir innlendum aðilum fyrir íslensk- ar krónur – sem þrotabúin eignuðust og þær krónur yrðu eign erlendra að- ila sem síðan þarf að skipta yfir í gjald- eyri. Hinir föllnu bankar hafa verið metnir á allt að 200 milljarða. Í þriðja lagi eru kröfur í krónum, sem hinir föllnu bankar eiga á innlenda aðila. Þær eru metnar á um 200 millj- arða króna. Í fjórða lagi þarf að taka með í mynd- ina svokallað Landsbankabréf, skulda- bréf sem nýi Landsbankinn, sem er að mestu í eigu íslenska ríkisins, tók til þess að greiða hluta af kaupverði þeirra eigna sem Landsbankinn tók yfir umfram skuldir og jafnaði með út- gáfu skuldabréfs. Skuldabréfið nemur nú um 360 milljörðum en er í erlendri mynt og er á gjalddaga eftir árið 2015. Ástæðan fyrir því að Landsbankabréf- ið reiknast sem hluti af snjóhengjunni er að ætlunin var að greiða lánið með afborgunum af lánum veittum útgerð- inni sem skuldar í gjaldeyri og borgar í gjaldeyri með gjaldeyristekjum sínum. Sá gjaldeyrir verður hins vegar ekki notaður líka til þess að skipta yfir í krónur og því þarf að draga hann frá. Líklegt er að takast muni að endursemja um þetta lán, annað hvort með því að lengja í því eða endurfjár- magna. Snjóhengjan flækir losun hafta Vandamálið við snjóhengjuna felst í nauðsyn þess að losa um þau tíma- bundnu gjaldeyrishöft sem hér voru sett árið 2008. Í fyrsta lagi gera al- þjóðlegir samningar á borð við EES samningurinn og OECD samstarfið okkur óheimilt að hafa hér viðvarandi gjaldeyrishöft. Okkur er hins vegar heimilt að hafa þau tímabundin vegna þeirra hættu á óstöðugleika sem út- streymi fjármagns hefur í för með sér. Okkur ber hins vegar að afnema þau að ótilgreindum tíma liðnum. Gjaldeyrishöftin eru okkur jafn- framt mjög dýr, hvort sem horft er til beins eða óbeins kostnaðar. Beinn kostnaður ríkisins er metinn á um 50 milljarða á ári. Sá kostnaður er til kominn vegna þess að snjóhengjan krefst þess að gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans þarf að vera mun stærri en ella. Gjaldeyrisvaraforðinn er tek- inn að láni og greiðum við árlega 50 milljarða króna í vexti af þeim lánum. Til samanburðar hefur verið bent á að rekstur alls heilbrigðiskerfisins sé um 40 milljarðar árlega. Vaxtagreiðslur ríksins vegna snjóhengjunnar eru því meiri en sem nemur rekstri heilbrigð- iskerfisins. Einnig hefur verið bent á að óbeinn kostnaður af gjaldeyrishöft- unum sé verulegur. Þau skekkja eðli- legar fjárfestingar og stöðva jafnvel og draga úr samskiptum og samvinnu við erlenda aðila. Þá hefur verið bent á að þau geti jafnframt valdið siðrofi og skapað jarðveg fyrir stórfellt svindl. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að höftin minnki trú á innlent efnahags- líf. Ekki er hins vegar gerlegt að losa gjaldeyrishöftin án þess að leysa fyrst það vandamál sem snjóhengjan skap- ar. Ástæðan er sú, að ef gjaldeyris- höftunum yrði aflétt, myndu erlendir krónueigendur flykkjast með krónur sínar úr landi – í erlendum gjaldeyri. Við það myndi íslenska krónan falla það mikið að Seðlabankinn þyrfti að nota allan gjaldeyrisvaraforða sinn til þess að reyna að styðja við krónuna og myndi skuldastaða þjóðarbúsins því versna allverulega, krónan myndi lækka og verðbólga aukast umtals- vert. Allt þetta myndi bitna harkalega á íslenskum heimilum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Snjóhengjan sem hangir yfir þjóðinni Fyrir fáeinum misserum urðu Íslendingar sérfræðingar í Icesave- flækjunni – nú er snjóhengjan á hvers manns vörum. En hvað er þessi snjóhengja? Hvernig varð hún til og hvers vegna stafar okkur svona mikil ógn af henni. Fréttatíminn útskýrir það hér á mannamáli. Wessman og snjóhengjan.is Snemma í vor voru stofnuð óformleg samtök fólks víðs vegar úr samfélaginu sem vildu stuðla að aukinni umræðu um lausn snjóhengjunnar. Helsti talsmaður þessa hóps er athafnamaðurinn Róbert Wessmann sem hefur lýst hugmyndum sínum um lausn snjóhengjunnar opinberlega. Ein af hugmyndum hans miðast að því að skerpa á gjaldþrotalögum og að greitt yrði út í íslenskum krónum ef til þess kæmi, en ekki erlendri mynt. Afnema þarf undanþágu sem er í gildi í dag að þeir sem eiga íslenskar krónur á reikningum að þeir geti tekið vextina út í erlendri mynt. Þessi regla hefur leitt til þeirrar þversagnar að þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti til að hamla gegn verðbólgu er hærri vöxtum skipt fyrir krónur, sem fellir gengið sem veldur verðbólgu. Fjórar snjóhengjur Friðrik Jónsson, ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum, hefur bent á að umrædd snjóhengja sé ekki einsömul. Auk hennar séu að minnsta kosti þrjár. Í fyrsta lagi uppsöfnuð, erlend fjár- festingaþörf lífeyrissjóðanna, en til þess að ná lögbundnu hámarki erlendra eigna þyrftu lífeyrissjóðirnir að breyta um 700 milljörðum króna yfir í erlendar eignir. Til þess þarf gjaldeyri, bendir hann á. Í öðru lagi myndu Íslendingar eflaust vilja færa eignir sínar úr íslenskum krónum í erlendar fjárfestingar. Í þriðja lagi, nefnir Friðrik vaxandi fjárfestingaþörf því vegna lítillar innlendrar fjár- festingar, takmarkaðs viðhalds og vegna þess hversu háð landið er innflutningi um öll aðföng, mun aukin fjárfesting kalla á aukinn innflutning – og til þess þarf gjaldeyri. 12 fréttaskýring Helgin 31. maí-2. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.