Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 50

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 50
50 langur laugardagur Helgin 31. maí-2. júní 2012  Langur Laugardagur Hátíð Hafsins, HefðarHjóLreiðar og fLeira Mikið líf í miðborg Reykjavíkur um helgina Það verður nóg um að vera í miðborg Reykjavíkur um helgina. Hátíð hafsins er við höfnina og fjöl- breytt dagskrá verður víðar. Þá er langur laugardagur þannig að verslanir í miðborginni eru opnar fram eftir degi. s jómannadeginum er fagnað um allt land um helgina. Í Reykjavík er fjöl-breytt dagskrá á Hátíð hafsins. Há- tíðarhöldin fara fram úti á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð, bæði laugardag og sunnudag. Meðal þess sem er í boði eru fjölbreytt tónlistaratriði, dorgveiði, sjóræningjasigl- ingar, bryggjusprell og furðufiskasýning. Á sjómannadaginn sjálfan, sunnudag, verður skrúðganga Skoppu og Skrítlu ásamt Lúðra- sveit Austurbæjar. Þær stöllur taka á móti gestum fyrir framan tónlistarhúsið Hörpu klukkan 12.30 og síðan verður marserað meðfram Reykjavíkurhöfn niður á Granda þar sem hátíðarhöldin fara fram. Ítarlegar upplýsingar um dagskrána má finn á hatidhafsins.is. Á laugardaginn verða tvennir stórtónleikar í Hörpu undir yfirskriftinni Óskalög sjó- manna, þeir fyrri klukkan 17 en þeir síðari klukkan 21. Meðal þeirra sem koma fram eru Gylfi Ægisson, Sigríður Thorlacius, Valdimar Guðmundsson, Magnús Eiríksson og KK en tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Auk þess mun Gerður G. Bjarklind lesa kveðjur í anda gömlu óskalagaþáttanna. Hefðarfólk á hjólum Tweed Ride Reykjavík verður haldið í annað sinn á laugardag. Fyrirmyndin að þessari hóphjólreið er sótt til London. Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn þar í borg sig sam- an, klæddu sig í klassísk föt og dragtir í anda bresks hefðarfólks, og hjóluðu saman í hópi á virðulegum borgarhjólum. Um 70 manns tóku þátt í Tweed Ride Reykjavík í fyrra og þótti reiðin takast frábærlega. Allar upplýs- ingar er að finna á Facebooksíðu Tweed Ride Reykjavík en í ár er búist við mun fleiri þátttakendum. Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar, verslunin Geysir og Reiðhjólaverzlunin Berlín leggja til verðlaunin fyrir best klædda herrann, best klæddu dömuna og flottasta hjólið. Tónleikar og nytjamarkaður Hjálpræðisherinn blæs til viðburðarins „Hertex dags 2013“ á laugardag. Hann hefst á því að fata- og nytjamarkaður verður opnaður klukkan 11 í Herkastalanum að Kirkjustræti 2. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Klukk- an 14 stíga popparar og hljómsveitir á stokk, hver á fætur annarri. Þeirra á meðal er Eyþór Ingi, hljómsveitin Leaves, færeyska söngkonan Dorthea Dam, Sísý Ey, Steini í Hjálmum og Siggi Ingimars. Viðburðinum lýkur klukkan 17. Það er alltaf eitthvað forvitnilegt að skoða á sjómannadeginum. Á Tweed Ride Reykjavík klæðir fólk sig upp að hætti bresks hefðarfólks og hjólar um borgina. Margar gerðir af búningasilfri. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur www.thjodbuningasilfur.is L a n g u r L a u g a r d a g u r ! M i k i ð ú r v a l a f t i l b o ð s v ö r u m ! Laugavegi 8 S. 552 2412 FALLEGAR GJAFAVÖRUR Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is Ship ohoj!! Njóttu þess að koma

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.