Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Page 54

Fréttatíminn - 31.05.2013, Page 54
54 bækur Helgin 31. maí-2. júní 2012  RitdómuR Rutt úR vegi eftiR Lee chiLd Hún er horfin eftir Gillian Flynn í þýðingu Bjarna Jóns- sonar var mest selda bókin í verslunum Eymundsson dag- ana 22. til 28. maí. Skammt á eftir kom Rutt úr vegi eftir Lee Child, fyrsta bókin sem hann skrifaði um Jack Reacher. vinsæLL kRimmi  david WaLLiams LittLe BRitain-LeikaRi sLæR í gegn með BaRnaBókum d avid Walliams vakti fyrst veru-lega athygli með hinum óviðjafnanlegu grínþáttum Little Britain sem hann gerði ásamt hin- um holduga félaga sínum Matt Lucas. Groddalegt skopskyn þeirra félaga féll vel í kramið á Íslandi og þættirnir nutu mikilla vinsælda þegar þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu. Lucas gerði einnig þættina Come Fly with Me, sem sýndir voru á Stöð 2. Hann er auk þess dómari í sjón- varpsþáttum Britain Got Talent ásamt hinum eina sanna Simon Cowell. Little Britain geta seint talist barnaefni en Walli- ams hefur slegið í gegn í Bretlandi með barnabók- um sínum undanfarin misseri og gagnrýnend- ur hafa líkt honum við Roald Dahl, ástsælasta barnabókahöfund Breta nú í seinni tíð. Nýjasta bók Walliams, Rottu- borgri (Ratburger), var kjörin besta barnabók ársins í Bretlandi 2012 af samtökum bóksala og bókaútgefenda (Na- tional Book Awards). Í september fá ís- lenskir krakkar, sem eiga lítið erindi við Little Britain, auk aðdáenda Walliams að kynnast þessari hlið á leikaranum en þá kemur bók hans, Amma glæpon (Ganger Granny), út í þýð- ingu hins orðhaga Guðna Kolbeinssonar. Bókin er fjórða bók Walliams og sú sem skaut honum á stjörnuhimininn í kjölfar góðra dóma. „Helstu einkenni bóka David Walliams eru leiftrandi húmor í bland við alvarlegan undirtón, þar sem tekið er á ýmsum meinum, eins og fátækt, einelti og einmanaleika,“ segir Jónas Sigurgeirsson, hjá Bókafélaginu, sem hefur tryggt sér útgáfu- réttinn á bókum Walliams á Íslandi. Walliams skrifar bækurnar með átta til níu ára börn og eldri í huga en í Bretlandi hefur reynslan sýnt að fullorðnir kaupa bækurnar og lesa fyrir mun yngri krakka og sjálfa sig í leiðinni. Hróður Walliams hefur borist til Bandaríkjanna þar sem hann nýtur mikilla vinsælda. Útgáfurétturinn hefur verið seldur til tuga landa og í sumum tilfell- um hafa útgefendur bitist um hann. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Glæpa amma og rottuborgarar slá í gegn „Okkur líkar við hann. Hann verður okkar maður. Það eitt út af fyrir sig er afrek hjá höfundinum. ... Búið ykkur undir sjarma- sprengju sumarsins,“ sagði gagnrýnandi norska Aftenpostens um Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Bókaútgáfan Veröld hefur nú sent þessa sænsku metsölubók í prentun í Odda og er hún væntanleg á markað á næstunni. Hún sló rækilega í gegn í heimalandinu í fyrra en útgáfurétturinn hefur nú verið seldur til tuga landa, auk þess sem framleiðandi Snabba Cash hefur keypt kvikmyndaréttinn á henni. Bókin kom út í Noregi á dögunum og dómar bera það með sér að Ove, sem virðist ekkert nema beiskjan og smámunasemin, hefur sigrað hjörtu Norðmanna, rétt eins og Svía. Og nú er að sjá hvort íslenskir lesendur séu sammála gagnrýnanda Kvällposten sem sagði í fimm stjörnu dómi: „Ég varð pirruð, ég skemmti mér konunglega og ég hágrét. … Bók fyrir alla.“ Fredrik Backman varð fyrst frægur í Svíþjóð sem gríðarlega vinsæll bloggari en 50.000 manns fylgjast með skrifum hans í viku hverri þar sem hann fjallar um allt milli himins og jarðar – aðallega þó sjálfan sig. Slóðin er fredrik.cafe.se. Sjarmasprengja á leið í búðir Málþing verður haldið til heiðurs Guðbergi Bergssyni á morgun, laugardaginn 1. júní, í til- efni af áttræðisafmæli skáldsins í október síðast- liðnum. Málþingið ber yfirskriftina Að heiman og heim og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Á málþinginu verður sjónum beint að verkum Guðbergs í alþjóðlegu samhengi og sækir glæsi- legur hópur erlendra fræðimanna, rithöfunda og þýðenda Ísland heim til heiðurs skáldinu en einnig munu íslenskir fræðimenn og rithöfundar taka þátt í dagskránni. Meðal þess sem ber á góma eru þýðingar á verkum Guðbergs, fagur- fræði hans og „leitin að landinu fagra“, samtal skáldskapar hans við verk yngri skálda og sá leiðangur sem list skáldsins hefur bæði tekist á hendur og fer með lesandann í. Við sama tækifæri tekur Guðbergur við heiðursdoktorsnafnbót við deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hug- vísindasviði Háskóla Íslands. Þingið stendur frá klukkan 9.45 til 16.30 og er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Málþing til heiðurs Guðbergi Hörkutólið Jack Reacher kemst eiginlega eins nálægt því að vera ofur- hetja og dauðlegar skáldsagnapersónur frekast geta. Þessi tveggja metra þétti vöðvamassi er sérþjálfaður í hvers kyns vopnaburði og áflogum, auk þess sem hann er í meira lagi glöggur og býr yfir álykt- unarhæfni og skarpskyggni á pari við sjálfan Sherlock Holmes. Reacher er sonur hermanns og ólst upp í menningarsamfélagi hers- ins á ótal herstöðvum Bandaríkjanna víðs vegar um veröldina. Innan hersins var hann lengst af herlögreglumaður og lærði þar að hugsa eins og rannsóknarlögga í glímu sinni við skúrka sem allir áttu það, sem hermenn, sameiginlegt að vera þjálfaðir morðingjar. Rutt úr vegi er sjötta bókin um Reacher sem kemur út á íslensku þannig að kappinn er orðinn býsna vel kynntur hérna en fyrir þá sem hyggja á fyrstu kynni þá lagðist hann í stefnulausan flæking um Bandaríkin eftir að hann lauk herþjónustu. Hann burðast ekki með neinn farangur og er ansi fund- vís á vandræði og vonda menn á viðkomustöðum sínum. Lee Child mun senda frá sér átjándu bókina um Reacher í haust en Rutt úr vegi (Killing Floor) er fyrsta bókin um hetjuna og kom út á frummál- inu 1997. Reacher stendur alltaf fyrir sínu og þeir sem þekkja hann vita nákvæmlega hvað þeir fá út úr hverri bók. Upp á síðkastið er þó farið að gæta nokkurrar þreytu í þessu og spurning hvort Child sé að þurrausa persónuna sem er frekar blæbrigða- laus. Reacher er fullmótaður og tekur ekki neinum breytingum sem persóna en í þessu felst styrkur hans að nokkru leyti þar sem hann er mjög frá- brugðinn vinsælustu rannsóknarlögreglumönnum spennubókmenntanna. Hann er ekki þunglynd fyllibytta eða þurrkaður alki. Hann er komplexa- laus og tekst ekki á við eftirsjá eða fortíðarvanda af neinu tagi. Hann bara er. Einbeitt náttúruafl sem rústar alla sem reyna að leggja steina í götu hans. Hann er ósigrandi og óbugaður þannig að það er ekki annað hægt en að heillast af honum þótt aðstæður hans mættu vera fjölbreyttari. Þessi saga er ein af fáum sem sagðar eru í fyrstu persónu en Child notar það stílbragð helst þegar hann segir frá fortíð Reachers og ævintýrum hans sem herlögga. Og satt best að segja standa fyrstu persónu sögurnar upp úr og þar ber þessa tvímælalaust einna hæst. Rutt úr vegi er því kærkomin sending en hér er Reacher brakandi ferskur, nýhættur í hernum og rétt að byrja ferð sína án fyrirheits. Hann stekkur umhugsunarlaust úr rútu í smábæ og er nánast hand- tekinn um leið, grunaður um morð. Eftir stutta, ofbeldisfulla og þar með bráðskemmtilega fangelsisdvöl ákveður hann upp á sitt eindæmi að leysa morðgátuna. Við tekur heilmikill hasar og skemmtilestur í vel heppnaðri spennusögu sem markaði upphafið að sigurgöngu Reachers um heiminn. -ÞÞ Reacher mætir öflugur til leiks  Rutt úr vegi Lee Child Þýðandi: Hallgrímur H. Helgason JPV, 490 síður, 2012. Guðbergur Bergsson rithöfundur. Ljósmynd/ Guðni Þor- björnsson Breski leikarinn David Walliams er þekktastur hér á landi fyrir kostulegt grín sem hann bauð upp á, ásamt félaga sínum Matt Lucas, í gamanþáttunum Little Britain. Ríkissjónvarpið sýni þættina á sínum tíma við miklar vinsældir. Walliams hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem barnabókahöfundur og hefur einnig slegið í gegn sem slíkur. Bókin hans Amma glæpon kemur út í haust í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Helstu einkenni bóka David Walliams eru leiftrandi húmor í bland við alvar- legan undirtón, þar sem tekið er á ýmsum meinum. Fimm Fyndnar bækur Barnabækur David Wallians eru orðnar fimm. Sú fyrsta, The Boy in the Dress, kom út 2009 og fjallar um ungan dreng sem vill helst af öllu klæðast kjólum. Síðan kom Mr Stink (Herra Fnykur), ljúfsár og fyndin saga um unga stúlku sem leyfir gömlum umrenningi að flytja inn í skúr í garðinum sínum án vitneskju foreldra sinna. BBC gerði sjónvarpsmynd eftir þessari sögu og var hún jólamynd og skrautfjöður sjón- varpsstöðvarinnar í fyrra. Næst kom The Billionarie Boy, sem fjallar um forríkan dreng sem á allt nema raunverulega vini. Fjórða bókin var svo Amma glæpon sem fjallar um samskipti ungs drengs við ömmu sína, sem er ekki öll þar sem hún er séð enda alþjóðlegur skartgripaþjófur. Nýjasta bók hans er svo Ratburger, eða Rottuborgari, en hún kemur út á íslensku á næsta haust. Leikarinn David Walliams sýnir á sér nýja hlið sem barna- bókahöfundur. David Walliams ásamt vini sínum Matt Lucas í Little Brittain. Í haust kemur Amma glæpon út í þýðingu Guðna Kolbeins- sonar. Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is Glæsilegt útskriftartilboð

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.