Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 31.05.2013, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 31. maí-2. júní 2012 Öllu brúðkaups- gamni er sleppt að þessu sinni en The Hangover III gerist tveimur árum eftir að mynd númer tvö lauk.  Frumsýnd Hangover III s egja má að leikstjórinn Todd Phillips sé búinn að sérhæfa sig í léttgeggjuðum gamanmyndum sem snúast um karla sem lenda saman í raunum og tengjast órjúfan- legum tilfinningaböndum. Þegar Philips gerði The Hangover 2009 átti hann þegar að baki myndirnar Road Trip, Old School og Starsky & Hutch. Og síðan kom The Hangover. Bradley Cooper fór fyrir fjórmenningunum í hlutverki aðalspaðans, Phil. Ed Helms lék hinn bælda og kúgaða Stu og Justin Bartha fór með hlutverk brúðgumans Dough en hann hafði áberandi minnst að gera þar sem hann hvarf strax eftir að til Vegas var komið. Fjórði maðurinn í þessu ólukkulega gengi sem kallar sig Úlfajörðina, eða Wolf Pack, er hinn barnslega einfaldi Alan sem Zach Galifianakis leikur. Alan var tilvonandi mágur Doughs í The Hangover og fékk að fljóta með fyrir einskæra hjartagæsku hinna. Hann er síðan iðulega rótin að öllum vandræð- um félaganna. The Hangover skilaði aðstandendum sínum feikilegum gróða og því var strax farið að huga að framhaldi sem skilaði sér í The Hangover II tveimur árum síðar. Þessi mynd stóð hinni langt að baki enda var nánast gert út á ná- kvæmlega sömu hugmynd og síðast nema nú voru vinirnir á leið í brúðkaupsveislu en ekki steggjapartí. Öllu brúðkaupsgamni er sleppt að þessu sinni en The Hangover III gerist tveimur árum eftir að mynd númer tvö lauk. Þegar hér er komið við sögu er Alan okkar blessaður illa á sig kominn andlega eftir föðurmissi. Þremenn- ingarnir ákveða að rétta vandræðagemling- unum hjálparhönd og taka höndum saman um að ferja hann í meðferð á endurhæfingarstöð. Og það er eins og við manninn mælt, að um leið og þeir eru lagðir af stað byrja vandræðin. Nú er Dough rænt og á bak við mannránið stendur skæður skúrkur að nafni Marshall, sem sá dásamlegi senuþjófur John Goodman leikur. Hann á óuppgerðar sakir við rugludall- inn Leslie Chow sem hefur verið viðloðandi félagana með ýmsum hætti frá upphafi. Mars- hall sendir Úlfahjörðina af stað til að leita að Chow og heldur Dough í gíslingu á meðan. Leikstjórinn Todd Phillips hefur svo gott sem fullyrt að með The Hangover III ljúki æv- intýrum Úlfahjarðarinnar endanlega. „Ég held að þetta sé búið að eilífu hjá mér og þessum leikurum. Ég held að þetta séu okkar lokaorð og við erum ánægðir með það,“ segir leikstjór- inn. Bradley Cooper tekur sjálfsagt heilshugar undir þetta enda hefur vegur hans vaxið mjög frá því hann hóf fíflaganginn í The Hangover. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Silver Linings Playbook og bitastæð hlutverk streyma nú til hans í slíku magni að hann hefur ekki undan. Aðrir miðlar: Imdb: 6,4, Rotten Tomatoes: 20%, Metacritic: 31% Gamanmyndin The Hangover sló hressilega í gegn árið 2009. Myndin fjallaði um ferð fjögurra ólíkra vina til lastabælisins Las Vegas til þess að steggja einn þeirra. Í þynnkunni eftir hraustlega drykkjunótt átta þrír þeirra sig á að brúðguminn er horfinn og við tekur allsherjar skrípaleikur. Myndin var óneitanlega ansi hreint fyndin og því hlaut að koma framhaldsmynd. Þriðja Hangover- myndin er frumsýnd um helgina en henni fylgir það loforð að þær verði ekki fleiri. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Síðasta sukk Úlfahjarðarinnar Bradley Cooper fer sem fyrr fyrir Úlfahjörðinni og skegglúðinn Zach Galifianakis sér áfram um að róta vinunum í botnlaus vandræði. Ungingurinn M.K. skreppur saman og blandar sér í stríð smávera úti í skógi.  Frumsýnd epIc Sígild barátta góðs og ills Teiknimyndin Epic er í sígildum ævin- týrastíl og fjallar um hina eilífu baráttu góðs og ills. Hér segir frá unglings- stúlkunni Mary Katherine, sem Am- anda Seyfried (Lés Miserables) talar fyrir. Hún flytur til föður síns sem er mátulega klikkaður líffræðingur sem er í þráhyggjufullri leit að smáverum sem hann er viss um að búi úti í skógi. M.K. hefur talsverðar áhyggjur af þessu rugli í karlinum þangað til hún rekst á eina furðuveruna og er minnk- uð svo rosalega að hún hverfur inn í huldusamfélagið í skóginum. Þegar hún er komin í skordýrsstærð blandast hún í baráttu við ill öfl en skúrkurinn Mandrake ræðst á þetta litla samfélag með það fyrir augum að eyða því. Þá kemur sér vel að vera með M.K. með sér í liði þar sem stúlkan sú er með bein í nefinu og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Fjöldi leikara tekur þátt í talsetningu myndarinnar en auk Seyfried ber hæst óskarsverðlaunahafann Christop Waltz en hann er ekki ókunnugur illmennum og fór á kostum sem einn slíkur í Inglo- rious Basterds eftir Tarantino. Aðrir miðlar: Imdb: 6,8, Rotten Tomato- es: 62%, Metacritic: 54%  Bíó paradís BarnakvIkmyndaHátíð Töfrar frá ýmsum heimshornum Fjölbreytt barna- kvikmyndahátíð í Bíó Paradís við Hverfisgötu hófst á miðvikudaginn og óhætt er að segja að þar hlaupi heldur betur á snærið hjá foreldrum sem vilja taka kvikmyndauppeldi barna sinna alvarlega. Að ekki sé tal- að um börnin sjálf sem eiga von á góðu. Á hátíðinni er boð- ið upp á áhugaverðar myndir frá Svíþjóð, Frakklandi, Hol- landi, Noregi, Sádi-Arabíu, Ís- landi og Bandaríkjunum, auk stuttmynda frá Eistlandi, Lett- landi og Svíþjóð. Gullmoli Ste - vens Spielberg um geimveruna hjartagóðu E.T. er á meðal þeirra mynda sem sýndar verða og nú gefst foreldrum tækifæri til þess að endurupp- lifa gömlu gæsahúðina sem þeir fengu sem börn í Laug- arásbíói með börnum sínum. Allar frekari upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar er að finna á www.bioparadis.is Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L KARATE STRÁKURINN SUN 15:15 (L) ERNEST og CELESTíNA LAU - SUN: 13:00, 15:00 (4) SKÓLANEMAR: 25% AfSLÁTTUR gEgN fRAMvíSUN SKíRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 íSLENSK TALSETNINg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.