Fréttatíminn - 31.05.2013, Side 65
R okkhátíðin Eistnaflug hefur skipað sér stóran sess meðal rokkara og verður haldin í ní-
unda sinn nú í sumar. Að sögn Stefáns
Magnússonar, skipuleggjanda hátíðar-
innar, gengur undirbúningurinn vel.
Skipulagning stendur yfir allt árið og
þegar Stefán var á leið heim af síðustu
hátíð fékk hann símtal frá hljómsveit
sem skráði sig á þá næstu svo einni há-
tíð er varla lokið þegar undirbúningur
þeirrar næstu hefst.
Eistnaflug var fyrst haldið árið
2005 og fékk þá styrk frá menningar-
ráði Austurlands sem dugði fyrir
rútu undir hljómsveitirnar tíu sem þá
spiluðu. Árið áður hafði Stefán flutt til
Neskaupstaðar með fjölskyldu sinni
og fannst vanta rokk og ról í þennan
rólega kaupstað. Þrátt fyrir að fáir tón-
leikagestir hafi mætt á fyrsta Eistna-
flugið skemmtu allir sér vel og mættu
allar hljómsveitirnar aftur að ári. Þó
Stefán sé nú fluttur frá Neskaupstað
heldur hann áfram að skipuleggja
Eistnaflugið sem vex og dafnar með
hverju árinu.
„Það er öðruvísi að fara á Eistna-
flug en tónleika í bænum og það er það
skemmtilega við þetta. Það koma yfir-
leitt um 1.400 manns og helmingurinn
af þeim hefur komið fjórum til fimm
sinnum áður. Þetta er því stór hópur
sem þekkist vel og kemur til að hafa
gaman og stjórnar stemningunni. Það
er Woodstock fílingur þarna og allir
passa upp á alla og skemmta sér og
hafa gaman,“ segir Stefán.
Sú regla hefur gilt á Eistnaflugi frá
fyrsta degi að allt vesen er bannað.
„Ég fer upp á svið á hverju einasta
kvöldi og minni fólk á að hugsa vel um
hvert annað og vera ekki með neitt
vesen. Það er einfaldlega bannað og
allir hjálpast að við að láta þetta ganga
vel,“ segir Stefán og bætir við að það
sé ekkert vit í því að keyra austur í tíu
tíma til að berja einhvern.
Eistnaflug hefst fimmtudaginn 11.
júlí og er 18 ára aldurstakmark en
núna í sumar verður í fyrsta sinn boðið
upp á sérstaka barnatónleika. Þeir
verða miðvikudaginn 10. júlí í Egilsbúð
og verður dagskráin ekki af verri end-
anum – Skálmöld, Dimma og Sólstafir.
Að sögn Stefáns verður allt stillt í botn
eins og vanalega og hvergi slegið af þó
að um barnatónleika sé að ræða. „Það
verða þarna bestu hljómsveitir í heimi
og spennandi fyrir krakkana að fá
alvöru rokktónleika,“ segir Stefán.
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Eistnaflug stEfán Magnússon skipulEggjandi RokkhátíðaRinnaR
Gleði og Woodstock stemning á Neskaupstað
Stefán Magnússon íþróttakennari flutti til Neskaupstaðar með fjölskyldunni sinni árið 2004
og fannst heldur róleg stemningin í bænum og ákvað því að skipuleggja rokkhátíð og hóaði
því saman nokkrum hljómsveitum sem komu saman sumarið 2005 og héldu fyrsta Eistna-
flugið. Núna er hátíðin hápunktur sumarsins hjá mörgum þungarokkurum og í ár verður
boðið upp á sérstaka barnatónleika þar sem hvergi verður slegið af.
Stefán Magnússon
skipuleggur
rokkhátíðina
Eistnaflug sem
haldin verður á
Neskaupstað 11.
til 14. júlí. Meðal
hljómsveita sem
fram koma eru
Red Fang, Sól-
stafir, Skálmöld,
Brain Police, The
Psyke Project,
Singapore Sling og
Agent fresco.
Ljósmynd/Hari
Skálmöld á Eistnaflugi. Hljómsveitin spilar á næstu hátíð.
menning 65 Helgin 31. maí-2. júní 2012
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.unak.is/nam
AkAdemískA
Akureyri
Háskólinn á Akureyri er kjörlendi fyrir framhaldsnám
— alþjóðleg ur rannsóknaháskóli með rúmgóðum fyrirlestra
sölum og búinn nýjustu tækni. Greiður aðgang ur að kennurum
skapar persónulegt og afslapp að andrúmsloft. Af því sprett ur
öflugt samfélag þar sem víðsýni og vísindaleg vinnubrögð
haldast í hendur.