Fréttatíminn - 31.05.2013, Qupperneq 76
4 veiði Helgin 31. maí-2. júní 2012
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ00000
w w w. v e i d i k o r t i d . i s
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ
Veiðimessa Veiðiflugna verður haldin dagana 1. -2.
júní, á laugardag og sunnudag. Verslunin stendur fyrir
fjölbreyttri dagskrá ásamt því að góð tilboð verða á
veiðivörum.
„Veiðimessa Veiðiflugna er árlegur viðburður þar
sem veiðimenn sem vilja fræðast um allt það nýjasta
í veiðivörum koma saman. Ásamt Veiðiflugum hafa
nokkrar aðrar búðir tekið þennan sið upp sem er
frábært því þá geta menn flakkað á milli verslana.
Aðal hátíðin er samt að sjálfsögðu á veiðimessu Veiði-
flugna,“ segir Oddný Magnadóttir, annar eigandi
verslunarinnar.
Bubbi syngur Völund á vaðlinum
Veiðimessan fer fram á um helgina og verður dagskrá-
in fjölbreytt. „Klukkan 16 á laugardag verður Klaus
Frimor með kastsýningu á túninu fyrir neðan Lang-
holtsskóla en það er sýning sem fluguveiðimenn mega
ekki láta fram hjá sér fara. Þá kemur Bubbi Morthens
í búðina um klukkan 15 á laugardag og tekur nokkur
lög í tilefni dagsins. Eitthvað segir mér að lagið Völ-
undur á vaðlinum verði á þeirri dagskrá en það er eitt
af frábærum veiðilögum Bubba. Þá verður Gordon
Sim, framkvæmdastjóri LOOP, í búðinni og kynnir
LOOP veiðivörurnar fyrir gestum,“ segir Oddný.
Oddný segir mörg góð tilboð verða á veiðivörum um
helgina. „Tilboðin á veiðivörum verða hreint út sagt
frábær. Valdar vörur frá LOOP verða á 20% kynning-
arafslætti alla helgina. Klaus Frimor kynnir nýju EX-
CEED stöngina sem hann hannaði og við gefum 15%
afslátt af henni alla helgina ásamt því að með hverri
stöng fylgir veiðidagur í Varmá og kastmyndband með
Klaus Frimor. Þá bjóðum við gestum Veiðimessunnar
20% afslátt af línum um helgina. Við verðum einnig
með tilboð á Kispiox vöðlum og skóm á 49.900 krónur
og með því tilboði fylgir einnig veiðidagur í Varmá.
Síðast en ekki síst verða nýjar sendingar af vöðluskóm
frá Patagonia og Korkers komnar í hús, en Korkers
hefur slegið í gegn hjá íslenskum veiðimönnum“.
Boðið upp á kaldan í bala
Oddný býst við því að verslunin verði full af fólki um
helgina. „Undanfarin ár hefur Veiðimessan verið
frábært upphaf að veiðitímabilinu og á ég ekki von á
breytingu í ár.
Það er gaman að segja frá því að Stangaveiðifélag
Reykjavíkur, Lax-á, Strengir og Hreggnasi munu
kynna fyrir gestum þau veiðisvæði sem þau hafa á
sínum snærum og verður einnig happahylur sem hægt
er að skrá sig í. Í honum verður fjöldi veglegra vinn-
inga, til dæmis veiðileyfi frá þessum aðilum. Veiði-
messan verður fyrst og fremst skemmtileg helgi. Við
grillum pylsur og bjóðum upp á gos með og jafnvel
verður kaldur í bala fyrir þá sem ekki eru á bíl.“ -ss
KYNNING
Veiðiflugur góð tilboð á VeiðiVörum og fjölbreytt dagskrá
Veiðimessa um helgina
VorVeiði skjóls leitað í köldu Veðri
Alltaf von á stórum bleikjum
í Hlíðarvatni á vorin
Skemmtilegt að lesa lífríkið, sjá hvaða fluga er á yfirborðinu og reyna að finna eitthvað í boxinu sem líkist kvikindinu.
V ið félagarnir áttum veiðileyfi í Hlíðarvatni í síðustu viku og þó kalt væri í veðri og hvasst tímdum við ekki að sleppa því og héldum af stað með þá von í brjósti að veðrið myndi
lagast.
Í Hlíðarvatni er alltaf góð von á stórum bleikjum á vorin og í vor
hafa veiðst margar einstaklega fallegar bleikjur. Veðurskilyrði voru
ekki hagstæð en bestu staðirnir þegar hann stendur að norðvestan
eru Kaldósinn og Botnavíkin. Þar er maður í sæmilegu skjóli og
getur kastað undan vindinum. Við vorum að vona að það myndi
lægja með kvöldinu svo að við gætum reynt fleiri staði í vatninu.
Veiðistaðir eins og Hlíðarey eða Mosatangi sem eru oft pakkaðir af
bolta bleikju á vorin voru óveiðandi fyrir roki.
Þegar kalt er í veðri hefur mér reynst vel að veiða á kuðunga
(Bobba), brúna eða ólívugræna, sem að ég hnýti á grubber öngla
nr. 14. Við settum undir kuðunginn því við svona skilyrði er bleikj-
an lítið uppi við en er að éta niður við botninn og þá helst í kuðung
eða smáum mýpúpum. Þessar ágiskanir reyndust réttar því þegar
við létum kuðunginn undir þá tók hann fljótlega og við veiddum
fjórar bleikjur í Botnavíkinni. Allar vel feitar og pattaralegar, frá 1
kílói upp í 1,6 kíló.
Orðnir hrollkaldir héldum upp í hús til að fá okkur kaffi og ylja
okkur. Við gerðum að fiskunum til að skoða magainnihaldið sem
var að mestu kuðungur, ólívugrænn og fáeinar mýpúpur flutu með.
Lífríkið lesið
Morguninn eftir byrjuðum við að veiða í hægri norðvestan átt og
stöku sólarglennu. Krían var að tína mýið af yfirborðinu og byrjuð-
um við með flotlínu og eina og hálfa stangarlengd í taum. (0,18 mm
6 lbs). Við settum undir Buzzera sem líktust mýpúpunum frá því
kvöldinu áður, svarta með drapplitaðar kinnar nr. 14, sem skilaði
okkur 3 vænum bleikjum í morgunveiðinni.
Þegar ég nota Buzzera (heillakkaðar púpur) eða púpur án kúlu
finnst mér gefa best að hreyfa fluguna hægt og láta strauminn í
vatninu ráða ferðinni, halda við og hreyfa með stuttum inndrætti.
Það skiptir máli hvað þú setur undir en ekki síður skiptir það máli
hvernig flugan berst fyrir fiskinn. Sniðugt er að hafa tvær flugur á í
einu þegar leitað er að fiski. Hnýta svokallaðan Dropper á taum-
inn og setja þyngri fluguna neðst svo að taumurinn leggist vel og
flækist siður í kastinu. Það getur verið gaman að veiða í vötnum á
vorin þó að það sé kalt í veðri og aðstæður séu erfiðar. Þá getur
stór fluga, Peacock með kúlu eða Mylar prins, gefið vel líka, sem
og straumflugur eins og Bleik og Blá.
Sjálfum finnst mér skemmtilegra að lesa lífríkið, sjá hvaða fluga
er á yfirborðinu og hvernig hún er á litinn og reyna að finna eitt-
hvað í boxinu sem líkist kvikindinu.
Hægt sökkvandi lína í kuldanum
Það er líka gott þegar svona kalt er í veðri að nota hægt sökkvandi
línu og láta fluguna sökkva hægt niður að botni. Strippa svo rólega
inn. Þá heldur línan flugunni á því dýpi sem að fiskurinn er í æti.
Einnig er árangursrík aðferð við svona aðstæður að nota tökuvara
og flotlínu og leyfa flugunni að reka rólega yfir veiðisvæðið. Þessi
aðferð getur verið mögnuð og margir farnir að nota hana í vatna-
veiðinni.
Hin aðferðin er að nota flotlínu og langan taum og láta fluguna
sökkva hægt og reka niður undir botn. Þessa aðferð nota flestir
veiðimenn og gefur hún oft fína veiði sérstaklega þegar fer að
hlýna og púpan byrjar að leita upp á yfirborðið og klekjast út. Flot-
línan lyftir púpunni upp í hvert sinn sem maður dregur inn línuna
og það er minni hætta á festum en með intermediade línunni.
Ef ekkert er að sjá þá er gott að nota kuðung eða vorpúpur niður
við botninn.
Það eru fleiri aðferðir til sem fluguveiðimenn nota við veiðar i
vötnum en hér eru taldar upp og alltaf er maður að læra eitthvað
nýtt sem gerir veiðiskapinn að lifandi og frábæru sporti.
Við félagarnir héldum heim glaðir og ánægðir með þessa stuttu
og annars ágætu vorheimsókn í Hlíðarvatn.
Örn Hjálmarsson
Mylar
prins
Bleik
og blá
Peacock
Kuðungur
Buzzer