Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 78

Fréttatíminn - 31.05.2013, Síða 78
KYNNING 6 veiði Helgin 31. maí-2. júní 2012 F átt er heilbrigðara og skemmti­legra en að fara í góðan veiði­túr með vinum. Standandi á vöðlunum úti í miðju vatni með orm á önglinum eða eina bláa og bleika á flugustönginni í fallegri á. Það leiðin­ legasta hins vegar, fyrir utan það þegar ekkert fiskast, er þó klárlega að pakka – þá sérstaklega nestinu. Að hugsa um hvað þarf að borða í allar máltíðir í tvo eða þrjá daga reynir enda mikið á. Margur hefur þurft að lifa seinni dagana á mjólkurkexinu einu saman. Þá getur verið þægilegt að láta aðra um kostinn. Í Kjötbúð­ inni á Grensásvegi er hægt að fá fullbúna nestispakka fyrir hverja máltíð veiðiferðarinnar. Geir Birgisson eða bara Geiri í Kjötbúðinni hefur í yfir 20 ár séð veiðimönnum fyrir nestispökkum í veiðina. Ferðapakkana er hægt að fá þannig að hugsað er fyrir öllu. Kjöt og kartöflur, kartöflusalat, ferskt salat og  Kjötbúðin Geir birGisson sér veiðimönnum Fyrir nestispöKKum í veiðina Ekkert vesen með matinn Geiri í Kjötbúðinni með einn vænan úr Veiðivötnunum og félagar í veiði- félaginu Steinar. sósur með. Hamborgarar í millimál og kraftmiklar súpur tilbúnar til upphitunar svo fátt eitt sé nefnt. Svo er það að sjálfsögðu eftirrétturinn. En lunga­ mjúka súkkulaðikakan þeirra í Kjötbúðinni er reyndar þannig að passa verður að veiðifélag­ arnir klári hana ekki í aftursæti veiðvagns­ ins á leiðinni upp eftir. Öllu er þessu pakkað í handhægar og þægilegar ferða­ pakkningar. Matarpakkar í veiðina Hægt er að fá matarpakka sem ætlaðir eru frá einum manni upp í veislur fyrir stóra hópa í lengri eða skemmri tíma. Matnum er pakkað inn í handhægar frauðplastöskjur sem raðast vel í bílinn og halda vörunum köldum á leiðinni. Pantanir í síma 571-5511 eða með tölvupósti á geiri@ kjotbudin.is. Veiðieðlið Sjálfur er Geiri búinn að fara í Veiðivötn í vel á annan áratug með félögum í veiðifélaginu Steinar. Sá flokkur dregur nafn sitt af því þegar einn félaginn setti í risageddu eitt árið. Allir sem einn stóðu veiðifélagarnir á bakkanum og hjálpuðu sínum manni við að landa þessum líka risa fiski. Þegar slagsmálunum við óargardýrið lauk svo loksins og skepnan sú arna komin í háfinn reyndist ferlíkið ekkert nema grjóthnullungur – af stærri gerðinni þó. Þeim Steinarsmönnum finnst fátt betra, eftir að hafa fiskað daglangt, en að grilla góða nauta­ steik í veiðikofanum að kveldi fyrsta dags. Seinna kvöldið grilla þeir svo gjarnan feng dagsins en hafa þó lambasteik tilbúna á kantinum, gefi ekki nóg á grillið.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.