Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Blaðsíða 14
44
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Samræðan hófst brátt aftur niðri í stofunni.
Marinó var að segja frá því, að hann hefði
farið upp á skrifstofu þá um daginn. Rað
hafði verið ætlun hans að tala við konsúlinn
sjálfan; hann ætlaði að bera sig upp undan
skipstjóranum, sem hafði talað ilja um hann.
En hann fjekk ekki einu sinni að koma inn til
konsúlsins; aftur á móti hafði einn af skrif-
stofuþjónunum — »einhver bölvaður gleiðgosi
með gleraugu* — komið með þau skilaboð,
að Marinó fengi ekki skiprúm hjá versluninni,
nema hann vildi ganga á stýrimannaskólann í
vetur og hætti að drekka.
Meðan hann var að segja frá þessu, var sem
eldur brynni úr augum hans; þau voru stór
og skær, eins og í Maríönnu, en augnaráðið
var harðneskjulegt. í föla andhtinu hans sáust
greinilega sömu veiklunarmerkin og á henni,
en Marinó var hár vexti og beinastór, með
langa, sterklega handleggi. Meðan hann var
að tala, sveiflaði hann handleggjunum, og
barði í borðið við og við; heiftin vall í hon-
um, og jókst eftir því sem hann drakk meira,
blótaði og ragnaði. Hann ætlaði ekki að fara
að ganga á skóla, eftir skipun frá Garman &
Worse, og þó hann drykki, þá varðaði kon-
súlinn ekkert um það. En hann skyldi — og
með ruddaleg blótsyrði á vörunum, steitti hann
hnefann í áttina til Sandgerðis.
»Pað var rjett — drengur rninn!* hrópaði
Tom Robson. »Fjandans hyskið að tarna!
Láttu nú sjá að þú sjert karl í krapinu.« —
Mr. Robson var aldrei jafnánægður og þegar
hann gat fengið Marinó til að tala sig reiðan,
og það var ekki svo erfitt að fá hann til þess.
Rví Marinó hafði frá barnæsku verið reiðigjarn
og haft alt á hornum sjer. Hann fjekk þann
vitnisburð í skólanum, að hann væri greind-
astur, en um leið ódælastur allra drengjanna,
og eftir að skólagöngunni var lokið, hafði
hann aldrei annað gert en að setja sig upp á
móti öllu og öllum, sem hann átti saman við
að sælda.
Marinó hafði næstum altaf orðið, þegar þeir
gátu saman, fjórmenningarnir — þrír þeirra til
þess að drekka, en Torpander til þess að vera
nálægt elskunni sinni. »VeggjaIúsin« fjekk
sjaldan að leggja orð í belg, því hann var svo
óþjáll, og ef Mr. Robson, sem var eins og
nokkurskonar forseti á þessu þingi, leyfði hon-
um einstöku sinnum að taka til máls, þá hafði
»veggja!úsin« svo mörg útlend orð á taktein-
um, að hinir skildu hann ekki.
Karl Jóhann Torpander var ekki heldur van-
ur að segja margt. Það sem hann hugsaði
mest um alt kvöldið var heimkoma Maríönnu.
Eftir það sat hann venjulega þögull og hug-
fanginn. En í þetta sinn studdi hann árás
Marinós á Garmansfólkið — því Torpander
hataði það af öllu hjarta — og hann kom með
ýmsar dagblaðatilvitnanir um harðstjórn auð-
valdsins og annað þess konar.
»Ó! — fjandinn hafi alt bölvað sænsku-
bullið úr þjer!« æpti forsetinn, »við skulum
hlusta á það, sem »veggjalúsin« er að muldra
fyrir munni sjer.«
»Lítið þjer á — herrar rnínir!* sagði þá
»veggjalúsin«. »Pað er rjettur öreiganna.*
»Hvað á nú að koma?« hrópaði Marinó.
»Veggjalúsin« heyrði ekki neitt, og hjelt á-
fram máli sínu, en lygndi augunum deyfðar-
lega til þeirra á víxl, til þess að vita, hvort
þeir hlustuðu á hann.
En Marinó gat ekki þagað Iengur; hann fór
aftur að formæla og hella sjer út yfir Garman
& Worse og auðvaldið, og skipstjórana, og alt
mögulegt, og altaf var hann að súpa á ölglas-
inu, og þurfti oft að kveikja í pfpunni sinni
uppi yfir lampanum.
Andrjes gamli hafði fyrst sest fyrir framan
eldhúsdyrnar; en þeir voru svo hæglátir þetta
kvöld — fanst honum, og svo mátti hann til
að hlýða á tal þeirra, fyrst þeir voru að tala
um Garman & Worse. Hann færði sig þv*
rjett að borðinu. Tom Robson rýmdi til á
bekknum, svo gamli maðurinn gæti sest þar,
og hann bauð honum ölkollu sína.
»Jeg þakka — Mr. Robson,« sagði Andrjes
og saup á. Tom Robson var ekki aðeins for-
seti við borðið, heldur var hann líka gestgjafi