Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1920, Síða 22
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Frúin var svo forvitin, að hún teygði sig út að rúðunni: »Nú!< sagði hún hlæjandi. »Svei mjer sem það var þá ekki bara Friðrik litli, sem hann var að tala við — Fritsi minn!« kallaði hún: »Komdu til mömmu, þú átt að fá súkkulaði !< Litli Kristján Friðrik — feitur glókollur, fimm eða sex ára gamall, staulaðist upp stigann. Stúlkan opnaði fyrir honum, og móðir hans spurði hann, meðan hún vár að taka til boll- ann handa honum: »Við hvern var Fritsi litli að tala niðri f garðinum?* »Við stóra manninn,« svaraði barnið, og leit hýru auga til bollans. »Stóri maðurinn er Jakob Worse, og »litli maðurinn* eruð þjer, herra Delphin!« sagði Fanney hlæjandi. »Sonur minn er ekki farinn að kunna sig sem best ennþá. — Spurði stóri maðurinn hver væri uppi hjá rnörnmu?* »Hann spurði, hvort Rakel frænka væri í kaupstaðnum í dag —« svaraði drengurinn, og fálmaði með ákefð eftir bollanum. Magðalena skildi ekki hversvegna hinum fanst þetta svo afskaplega hlægilegt; en hún hló samt líka, af því að Fritsi litli var eftirlætisgoðið hennar. »Pjer eruð voða manneskja, frú!« sagði Georg Delphin, um leið og hann kvaddi. »Jeg má til að aðvara Worse, vin minn, við tæki- færi.« »Já — ef þjer bara þorið!« hrópaði frú Fanney, og miðaði að honum litla vísifingrin- um sínum upprjettum. Pað var eitthvað við Fanneyju — Magða- lena vissi ekki, hvað það eiginlega var — sem hún gat alls ekki felt sig við. Pað bar mest á því, þegar karlmenn voru viðstaddir. En líka þegar þær voru tvær einar, gat oft einhver ó- ljós tilfinning gripið Magðalenu, eins og hún færi hjá sjer. Hún var ekki vön við allar þessar spurningar, þessa smástríðni og rósamál, sem alt miðaði að því sama. En að lokum náði þessi fjöruga og skrafhreifa vinkona henn- ar svo sterkum tökum á henni, að Magðalenu fanst hún sjálf vera að missa alla fótfestu. Stundum gat gripið hana einhver óljós kvíði, eins og hún ætti eitthvað í vændum — eitt- hvað, sem hún gæti ekki sneitt hjá, en vissi þó engin deili á. Frú Fanney stóð við gluggann og horfði á eftir Delphin. Hann var nú alls ekki svo Iítill — prýðilega vaxinn og fötin eins og steypt utan úm hann. Hrokkið hárið og svarta yfir- skeggið gerðu hann frábrugðinn fjöldanum að útliti. Hann var maður, sem allir hlutu að taka eftir. Og var það ekki undarlegt, að hún skyldi ekki hafa athugað þetta fyr en einmitt núna. Frú Fanney sneri sjer að Magðalenu, sem var að taka af borðinu, og virti hana mjög vandlega fyrir sjer. prjj Lausavísubálkur „N. Kv.“ 1917. Athugsemdir og viðaukar. Sennilegt er, að lesendur »N. Kv.« reki minni til »Skagfirsku heimaganganna« í XI. árg. rits- ins. Þegar jeg safnaði vísunum, rak jeg mig oft á þann erfiðleika, að geta fengið v i s s u fyrir rjettum höfundum þeirra. Aðeins lítinn hluta af því, er mjer safnaðist, birti jeg í »N. Kv.«, og þar á meðal flutu fáeinar stökur, sem talist gátu vafasamar að uppruna og eignarrjetti. Einmitt vegna þessa, óskaði jeg eftir upplýs- ingum, sem byggja mætti á sem áreiðanlegri vissu (sjá bls. 190, neðanmáls), og bárust mjer þá örfáar athugasemdir litlu síðar. Viðauka og leiðrjettingar samdi jeg skömmu seinna til birt- ingar. En svo fór um sjóferð þá, að af hand- ritinu glataðist eitthvað lítilsháttar og varð ekki prentað. En síðan hafa ýmsar ástæður valdið því, að ekki hefir verið um bætt. Pessa vildi jeg geta, svo menn fengju rjetta hugmynd um þá viðleitni af minni hendi, til að leiðrjetta eftir ábyggilegum bendingum. Vegna þess, að jeg hafði ekki afrit af grein minni, verða þessar endurrituðu línur að mestu bygðar á minni mínu, en það vil jeg ekki láta standa því í vegi, að hvergi sje hallað frá þvt rjetta, eftir því sem unt er,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.