Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Page 21

Fréttatíminn - 26.07.2013, Page 21
#godsamskipti Góð samskipti bæta lífið Íslenskt mínútuverð í Evrópu með Vodafone EuroTraveller Virkjaðu Vodafone EuroTraveller með því að senda sms-ið „Euro“ í 1414. 75 %SPARNAÐUR RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR ÁN EUROTRAVELLER DAGGJÖLD 0 KR GAGNAMAGN 30.554 KR MÓTTEKIN SÍMTÖL 145 KR HRINGD SÍMTÖL 2.928 KR SMS 222 KR SAMTALS 33.849 KR MEÐ EUROTRAVELLER DAGGJÖLD 4.140 KR GAGNAMAGN 2.340 KR MÓTTEKIN SÍMTÖL 0 KR HRINGD SÍMTÖL 1.922 KR SMS 194 KR SAMTALS 8.596 KR Rakel Ýrr og fjölskylda í fríi á Spáni. 6 DAGA FERÐ TIL SPÁNAR Kynntu þér Vodafone EuroTraveller á vodafone.is H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA – 1 3- 21 05 Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála hjá mbl.is, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmara- þoninu og safna áheitum fyrir Duchenne Samtökin á Íslandi. Marta María ætlar að hlaupa fyrir son sinn sem tilheyrir samtökunum og verður þetta í fyrsta sinn sem hún hleypur svo langa vegalengd. „Ég hef nokkrum sinnum hlaupið tíu kílómetra í Reykjavíkurmara- þoninu og það hefur verið meira en nóg fyrir mig. Ég hef alltaf verið nær dauða en lífi þegar ég hef komist í mark þannig að það er töluvert djarft að ætla sér að hlaupa tutt- ugu og einn kílómetra,“ segir Marta María sem stundar nú grimmar hlaupaæfingar undir stjórn vinkonu sinnar. „Ég var svo heppin að endur- heimta vinkonu mína, sem er mikill hlaupari, frá New York um áramótin og hún hefur teymt mig um götur borgarinn- ar síðan. Þetta var skrautlegt í byrjun en nú er ég komin á gott skrið. Því er þó ekki að leyna að hún er og verður alltaf eins og arabískur veðhlaupahestur á meðan ég er eins og lítill bleikur pónýhestur sem hún er með í taumi,“ segir Marta María. „Ég er reyndar búin að rjúfa tíu kílómetra múrinn því ég hljóp tólf kílómetra á dögunum  Marta María Jónasdóttir Hálft maraþon fyrir Duchenne Samtökin Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægur- mála hjá mbl.is, ætlar að hlaupa hálft maraþon og safna áheitum fyrir Duchenne Samtökin á Íslandi en sonur hennar tilheyrir þeim. Því er þó ekki að leyna að hún er og verður alltaf eins og arabískur veð- hlaupahestur á meðan ég er eins og lítill bleikur pónýhestur sem hún er með í taumi. og á morgun stefni ég að því að hlaupa fjórtán kílómetra. Planið er að bæta alltaf tveimur kílómetrum við í hverri viku og hefur það gengið ágætlega hingað til. Í raun finnst mér alltaf erfiðast að hlaupa fyrstu þrjá kílómetrana en eftir það verður þetta auðveldara. Ólíkt því að mæta í ræktina finnst mér skipta sérstaklega miklu máli að vera vel upplögð fyrir hlaupin. Ég get til dæmis ekki hlaupið langt ef ég er þreytt og svöng, þetta veitir því ágætis aðhald á fleiri sviðum tilver- unnar.“ Marta María segist aldrei hafa verið mikil íþróttakona og því komi hlaupaáhuginn skemmtilega á óvart. „Þegar ég var yngri gat ég aldrei hlaupið neitt og fékk hlaupasting við minnstu áreynslu en í dag nýt ég þess að hlaupa. Svo hefur lífið kennt mér að vera þakklát fyrir að geta hlaupið, það er nefnilega langt frá því að vera sjálfsagt.“ viðtal 21 Helgin 26.-28. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.