Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 24
– fyrst og fre mst ódýr! 99 kr.stk. Verð áður 159 kr. stk. Don simon, epla-og appelsín usafi, 1 lítri Hámark 4 stk. af hverr i tegund meðan birgðir e ndast 38%afsláttur Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is Þ egar maður tekur þátt í svona keppni þá fylgist maður með teikningu á pappír verða að veruleika, alveg frá því að maður fær efnið sjálft í hendurnar þangað til að maður vinnur með það, með- höndlar það, spennugreinir það og svo fram- vegis. Maður tekur þátt í öllu ferlinu og það er ekki lengur bara einhver stærðfræðiform- úla,“ segir Saga Úlfarsdóttir, nýútskrifuð úr vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hópur nemenda við verkfræði- og nátt- úruvísindasvið Háskóla Íslands tók nýverið þátt í alþjóðlegri keppni um hönnun kapp- akstursbíla sem heitir Formula Student og fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi. Liðið náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti af 25 liðum í sínum flokki. Erfiðara að þróa rafmagnsbíla „Þetta kom okkur svolítið á óvart vegna þess að í þessari keppni eru mjög góðir skólar að keppa og meðal annars lentum við ofar en Cambridge háskólinn sem þykir með þeim bestu. Í Bretlandi er valið úr skólum og bara topparnir fá að taka þátt. Þá er gott að vera frá litla Íslandi vegna þess að þeir vilja að sem flest lönd taki þátt í keppninni,“ segir Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðinemi við Háskóla Íslands. Aðrir meðlimir hópsins eru Einar Hreins- son, Aðalsteinn Pálsson, Steinar Þorvalds- son, Sigurður Örn Ragnarsson og Jóhann Oddur Úlfarsson. Meðlimir íslenska hópsins stunda flest allir nám í iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og rafmagns- og tölvuverk- fræði. Íslenski hópurinn lenti í 2. sæti fyrir kynn- ingu sína á kostnaðar- og umhverfisáætl- un, 4. sæti fyrir hönnun og 11. sæti fyrir viðskiptaáætlun sína. „Það var hópur frá Imperial College London háskólanum sem vann í okkar flokki en þeir höfðu töluvert betri vitneskju um það sem átti að koma fram í viðskiptaáætluninni. Hefðum við haft betri hugmynd um það tel ég að við hefðum getað lent í því fyrsta,“ segir Ragnheiður. Hönnuðu rafknúinn kappakstursbíl Íslenskir verkfræðinemar tóku þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fór fram á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi og höfnuðu í 3 sæti í sínum flokki. Hópurinn vinnur nú að hönnun nýs kappakstursbíls og mun ásamt ökumanni keppa að ári liðnu. Bíllinn sem hannaður var af hópn- um var rafknúinn kappakstursbíll og segir Saga að rafmagnsbílar séu í gífurlegri ásókn og að raf- magnsbíll hafi verið í toppsætinu. Hins vegar sé erfiðara að þróa raf- magnsbíla. Kvenmaður við stýrið Saga og Ragnheiður segja að vinnan við undirbúning keppninn- ar hafi verið mjög mikil en þær eru mjög ánægðar sem og hópurinn með að hafa tekið þátt. Nú mun hópurinn einbeita sér að næstu keppni að ári þar sem hann mun taka þátt í raunveruleg- um kappakstri með nýjan kapp- akstursbíl og ökumann. Verkefnið segja þær að sé mjög kostnaðar- samt og tímafrekt en á sama tíma mjög lærdómsríkt. Hópurinn mun hefja framleiðslu á bílnum sem og þjálfun á ökumanni samhliða því. Stefnt er að því að bíllinn verði tilbúinn til aksturs ekki seinna en 1. maí næstkomandi og stefnan er að ökumaðurinn verði kvenmaður úr hópnum. Ástæðan fyrir því er að betra er að hafa léttan ökumann með lágan þyngdarpunkt. „Það er mjög mikilvægt að prófa bílinn og að þjálfa ökumanninn samhliða því,“ segir Ragnheiður. „Þetta er alvöru formúlukappakstur, bílarnir eru að ná 140 km hraða í 75 metra langri spyrnu. Þetta stendur og fellur með ökumanninum,“ segir Saga. Stórfyrirtæki fylgjast með Saga og Ragnheiður segja að mörg tækifæri myndist fyrir þá nem- endur sem taka þátt í keppni sem þessari. „Hérna á Íslandi hafa Einar Hreinsson prófar bílinn fyrir utan aðstöðu nemanna við Toppstöðina í Reykjavík. Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Saga Úlfarsdóttir og Einar Hreinsson eru ásamt hinum meðlimum hópsins stolt af verðlauna- bílnum. Ljósmyndir/Hari 24 viðtal Helgin 26.-28. júlí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.