Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 25

Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 25
Grillaðu í sumar með HEINZ nokkrir meðlimir fengið vinnu út á reynsluna í keppninni, annars vegar hjá Marel og svo hjá Össuri,“ segir Ragnheiður. „Í keppninni eru fulltrúar frá stærstu framleiðslu- fyrirtækjunum, hvort sem þeir framleiða bíla eða flugvélar sem eru að fylgjast með hvað nemend- ur hafa fram á að færa og þá hafa nemendur tækifæri á að sanna sig,“ segir Ragnheiður. „Þarna gefst tækifæri til að vinna stórt verkefni í samvinnu við stórfyrirtæki og læra hvernig er að vera verkfræðingur, ég held að það sé fyrst og fremst mikilvæg- ast,“ segir Saga. „Það sem aðrir skólar gera betur en HÍ er að búa til aðstæður þar sem fólk frá mismunandi stöðum kemur saman og vinnur saman að ákveðnu verkefni. Þetta verkefni er frábær vettvangur fyrir það. Ef svona verkefni gætu fengið meira vægi í framtíðinni þá munu þau gefa af sér mjög góða verkfræð- inga,“ segir Saga. Segir Ragnheið- ur að stærstu og bestu skólarnir í heiminum leggi gríðarlega áherslu á verklegt nám sem og þverfaglega þáttinn við verkfræðina. Háskóli Íslands hefur verið að efla samstarf á milli verkfræði- og náttúruvísindasviðs og fyrirtækja og segja þær að sé frábært fram- tak en það þurfi þó að gera meira. Hægt að framleiða lúxusbíla á Íslandi Saga vinnur nú í Marel og mun sinna hlutverki ráðgjafa í verk- efninu næsta vetur. Hópurinn hefur fengið styrki í formi efnis og vinnu frá fyrirtækjum sem mörg hafa verið mjög hjálpsöm en stund- um þurfi þau að verða sér út um vinnu og vörur erlendis frá og það geti verið mjög kostnaðarsamt. „Við þurfum að kaupa batterí, mótora, stýringar og fleira og erum sífellt að leita að styrktarað- ilum,“ segir Saga. „Það sem við komust að þarna úti var að mikilvægasti þátturinn var ekki endilega tæknilega þekk- ingin heldur að geta haldið utan um hópinn og geta unnið saman, rekið verkefnið áfram sem fyrir- tæki og það var í rauninni helsti styrkleikinn hjá liðinu okkar. Að- alatriðið er ekki að vera með besta bílinn, ef allir gera sitt besta sem lið þá fer maður að sjá árangur sem er stærsti parturinn í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður og Saga segja að hópurinn hafi fengið mjög mikinn og góðan stuðning frá liðinu sem keppti árinu áður en hefur að miklu leyti snúið sér til annarra starfa. Saga og Ragnheiður segja að áhuginn á raungreinum sé að aukast hjá konum og um leið og að þær hafi góðar fyrirmyndir muni þær fá meira sjálfstraust í framtíð- inni. „Það er þvílík þekking hérna á Íslandi, ég sé ekkert sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að fram- leiða lúxusbíla á Íslandi eða aðrar tækninýjungar,“ segir Saga. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Íslenski hópurinn vann að hönnun skeljarinnar á bílnum í nánu samstarfi við nemendur við LHÍ en hönnunin sjálf tók 1-2 mánuði. Þegar verkfræðinemarnir höfðu lokið við smíðina á bílnum sjálfum fengu nemendur við LHÍ upplýsingar um hvar festingarnar á skelinni mættu vera. Nemendur úr LHÍ eyddu heilum degi í að pússa mót sem gert var úr frauðplasti og kláruðu skelina á fimm vikum. viðtal 25 Helgin 26.-28. júlí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.