Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 46

Fréttatíminn - 26.07.2013, Síða 46
46 bíó Helgin 26.-28. júlí 2013 Jane Gray fórst í lok The Last Stand og hér er þráðurinn tekinn upp þaðan.  Frumsýnd Gambit  Wolverine mættur eina Ferðina enn l eikstjórinn Bryan Singer tók að sér að koma stökkbreytunum í X-Men mynda-söguflokki Marvel á hvíta tjaldið árið 2000. Singer stillti upp fjölda úrvalsleikara í hlutverkum ofurhetjanna. Patrick Stewart lék prófessor X, sem fer fyrir X-mennunum, en Ian McKellen lék fjandvin hans, Magn- eto, sem vildi láta hart mæta hörðu í baráttu stökkbreyta fyrir tilverurétti sínum á meðan prófessor X trúði á friðsamari lausnir. Halle Berry og Anna Paquin léku Storm og Rouge. Rebecca Romijn lék hina fláráðu Mystique og Hugh Jackman brá sér í gervi Wolverine og Famke Janssen lék Jane Gray. Allt gekk þetta upp hjá Singer og hann fylgdi X-Men eftir með X-2 sem gaf þeirri fyrstu lít- ið eftir. Hann sneri sér síðan að öðru og Brett Ratner leysti hann af með frekar döprum árangri með X-Men: The Last Stand. Myndin gerði þó síður en svo út af við X- fólkið og Wolverine fékk sína eigin mynd, X-Men Origins: Wolverine 2009. Og nú er hann mættur aftur einn síns liðs í Wolverine sem tengist þó myndinni frá 2009 ekki beint. Þessi mynd myndar hins vegar brú á milli næstu X-Men myndar, X-Men: Days of Future Past, sem er væntanleg á næsta ári. X-Men voru nefnilega endurræstir á milli Wolverine-myndanna, með X-Men: First Class, árið 2011 en þar var horfið aftur í tímann og James McAvoy og Michael Fass- bender birtust í hlutverkum prófessors X og Magneto þegar þeir voru ungir menn. Jack- man brá fyrir í augnablik í myndinni en fær meira að gera í Days of Future Past. Jane Gray fórst í lok The Last Stand og hér er þráðurinn tekinn upp þaðan. Wolverine var voða skotinn í Jane og er í sárum eftir dauða hennar. Gamall kunningi fær hann þá til þess að koma til Japans þar sem Wolverine mætir hættulegasta andstæðingi sínum til þessa, tekst á við samúræja og berst við sinn innri mann og ódauðleika sinn sem hefur í raun dæmt hann til endalauss einmanaleika. Leikstjórinn, James Mangold, heldur í tauminn á Jarfa að þessu sinni en hann á að baki myndir eins og Girl, Interrupted, Cop Land, Knight and Day, 3:10 to Yuma og Walk the Line. Hann segist hafa sótt innblástur í nokkrar býsna ólíkar bíómyndir þannig að ætla má að Wolverine sé hressilegur kokteill ýmissa strauma og stefna en meðal þeirra mynda sem leikstjórinn lá yfir við gerð Wol- verine eru Chungking Express, The Outlaw Josey Wales, 13 Assassins, The French Connection, Chinatown og Shane. Hljómar óneitanlega undarlega en er að sama skapi mjög áhugavert. Varla er á nokkra ofurhetjuna úr hópi þeim sem kennir sig við X-Men hallað þótt fullyrt sé að geðstirði einfarinn og utangarðsmaðurinn Wolverine, eða Jarfi eins og hann nefnist á íslensku, sé þeirra vinsælastur. Jarfi er nú mættur til leiks í sjötta sinn og sem fyrr fer Hugh Jackman með hlutverk hans. Að þessu sinni er Wolverine einn síns liðs og blandast í átök glæpagengja og sam- úræja í Japan. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Jarfi í Japan Þegar Wolverine er ógnað spretta flugbeittir hnífar úr hnúum hans og þá er ekki gott að mæta kappanum. Hann gengur til liðs við samúræja í gengjastríði í Japan en sjálfum er honum lýst sem „ronin“, samúræja án höfðingja. Gamanmyndin Gambit er gerð eftir handriti hinna óborganlegu Coen-bræðra, Ethan og Joel, og skartar Colin Firth, Cameron Diaz, Alan Rickman og Stanley Tucci í helstu hlutverkum þannig að mannvalið er býsna traust. Firth leikur Harry, sem starfar fyrir klikkhausinn Lionel Shahbandar sem Rickman leikur. Shahbandar þessi er ríkasti maður Englands og kemur fram við fólk eins og gólftuskur. Harry hefur fengið sig fullsaddan af hroka yfirmannsins og ákveður að ná sér niður á honum með því að selja honum falsað málverk og hafa af honum væna fúlgu í leiðinni. En eins og oft vill verða í myndum af þessu tagi gengur áætlun Harrys ekki alveg eins og hann gerði ráð fyrir. Aðrir miðlar: Imdb: 5,6, Rotten Tomatoes: 19% Krókur á móti bragði Colin Firth leikur Harry sem er í hefndarhug og ætlar að græða um leið og hann nær sér niður á yfirmanni sínum. Cameron Diaz er honum innan handar. Brandarakallinn Adam Sandler hóaði saman nokkrum félögum sínum, sem teljast fyndnir, í gamanmyndina Grown Ups ekki alls fyrir löngu. Þar skemmtu þeir Kevin James, Chris Rock, David Spade og Rob Schneider sér í hlutverkum fullorðinna bjána sem hegðuðu sér eins og börn, eiginkonum og unnustum til nokkurs ama en sjálf Salma Hayek fór með hlutverk eiginkonu Sandlers. Flippið sló í gegn og nú er komið framhald þar sem fíflaganginum er haldið áfram þegar persóna Sandlers flytur með fjöl- skylduna til bæjarins sem hann ólst upp í. Tilgangurinn er víst að komast frá erli og hamagangi en okkar maður á eftir að komast að því að sumt eltir mann hvert sem maður fer. Rob Schneider er fjarri góðu gamni í þessari umferð sem getur varla talist annað en til bóta enda með eindæmum þreytandi náungi. Aðrir miðlar: Imdb: 4,7, Rotten Tomatoes: 7%, Metacritic: 19% Sandler og vinir hans Salma Hayek leikur eiginkonu Adams Sandlers á ný og situr enn uppi með seinþroska vini hans.  Frumsýnd GroWn ups 2 Anagram och TriArt Film presenterar 27. Settimana Internazionale della Critica di Venezia MANUS GABRIELA PICHLER FOTO JOHAN LUNDBORG LJUD MARTIN HENNEL MUSIK ANDREAS SVENSSON & JONAS NILSSON CASTING LOTTA FORSBLAD PRODUKTIONSLEDARE PETER KIMAY KLIPPNING GABRIELA PICHLER & JOHAN LUNDBORG EXEKUTIV PRODUCENT MARTIN PERSSON PRODUCENT CHINA ÅHLANDER I SAMPRODUKTION MED FILM I SKÅNE | SVERIGES TELEVISION | FILM I VÄST I SAMARBETE MED SOLID ENTERTAINMENT | HINDEN | PIRAYAFILM MED STÖD AV SVENSKA FILMINSTITUTET | FILMKONSULENT SUZANNE GLANSBORG | BOOST HBG | KONSTNÄRSNÄMDEN DISTRIBUTION TRIART FILMS MANUS GABRIELA PICHLER FOTO JOHAN LUNDBORG LJUD ARTIN HENNEL MUSIK ANDREAS SVENSSON & JONAS NILSSON CASTING LOTTA FORSBLAD PRODUKTIONSLEDARE PETER KI AY KLIPPNING GABRIELA PICHLER & JOHAN LUNDBORG EXEKUTIV PRODUCENT ARTIN PERSSON PRODUCENT CHINA ÅHLANDER I SA P I E FIL I SKÅNE SVERIGES T LEVISION FILM I VÄST I S MARBET MED SOLID ENTERTAINMENT HINDEN PIRAYAFILM MED STÖD AV SVENSKA FILMINSTITUTET FILMKONSULENT SUZANNE GLANSBORG BOOS NDEN DISTRIBUTION TRIART FILM BEDAZZLED (L) 28/7 - 30/7 - 1/8 SOME LIKE IT HOT (L) 27/7 - 29/7 - 31/7 SKÓLANEMAR: 25% AfSLáTTuR gEgN fRAMvíSuN SKíRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 ÄTA SOvA Dö (14) 26-31/7: 18.00 - 20.00 - 22.00 Ísleifur er óvenju heitfengur af ís- skrímsli að vera. Hann getur verið ögn uppstökkur, en er oftast blíður og góður, einkanlega ef hann fær ís til að kæla sig niður. Hann er sonur heimsþekktrar ísskúlptúrlistakonu frá plánetunni Mars, þar sem hann ólst upp. Sjálfur er hann þó heldur klaufalegur, enda erfði hann stirðan limaburð föður síns, sem var vestfirskur hraðfrystitogari. Hann þykir liðtækt íþróttaskrímsli og á ríkjandi Evrópumet í dýfingum í volgt súkkulaði. innanhúss. Þess má geta að Ísleifur er örvhentur. Leiktu við skr ímslin á www.k joris.is /skrim sli

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.