Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 50
Í ársbyrjun 1866, fyrir 147 og hálfu ári, fékk Ísafjörður kaup-staðarréttindi. Þetta var ekki stór bær. Á Eyrinni voru 35 hús. Í þeim bjuggu 220 manns; eða rúm- lega sex manns í hverju húsi. Við myndun þessa bæjarfélags fóru fram kosningar til bæjarstjórnar og í þeim hafði 21 atkvæðisrétt; eða 9,5 pró- sent bæjarbúa. Þessir kjósendur voru allir karl- ar; konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1915. En það höfðu ekki allir karlar kosningarétt 1866; heldur að- eins eignamenn. Til að fá að kjósa þurftu þessir karlar að eiga eignir að andvirði um þúsund ríkisdala. Það er eiginlega vonlaust (og enn frekar til- gangslaust) að reikna þá upphæð til núvirðis. Peningalegt mat á eignum í fátæku samfélagi nítjándu aldar hef- ur allt aðra merkingu en virði pen- inga í dag. Það þekkja þeir sem hafa ferðast um lönd þar sem er raunveru- leg peningaleg fátæk. En ef horft er framhjá slíku; þá eru 1000 ríkisdalir um 1866 líklega jafnvirði vel rúmlega hálfrar milljónar króna í dag. Ef við gerum hins vegar ráð fyrir að íbúar Ísafjarðar hafi endurspegl- að aldurs- og kynjaskiptingu lands- manna allra á þessum tíma; þá hafa líklega verið um 48 karlar 25 ára og eldri á Ísafirði þegar fyrstu bæjar- stjórnarkosningarnar fóru fram. 44% prósent þeirra áttu nægar eignir til að fá að kjósa. 56% karla eldri en 25 ára en voru sviptir kosningarétti vegna fátæktar. Ef við miðum við það réttlæti sem felst í núgildandi lögum (allir 18 ára og eldri hafa kosningarétt) þá fengu 84 prósent þeirra sem væru með kosningarétt 2013 ekki að kjósa 1866 vegna kyns, æsku eða fátæktar. Þetta var samfélag sem var sniðið að hagsmunum 16 prósent fullorðinna. 2,5 prósent áttu Ísland Þessar bæjarstjórnarkosningar á Ísa- firði skera sig ekki frá öðrum kosn- ingum á Íslandi á nítjándu öld. Talið er að um 9 prósent landsmanna hafi haft kosningarétt til Alþingis á nítj- ándu öld. Það er um þriðjungur full- orðinna karla á þeim tímum; sjötti hluti fullorðins fólks. Alþingi var ekki valdastofnun á þessum tímum; aðeins ráðgefandi samkunda og veikur samráðsvett- vangur eignamanna og nýlendu- valdsins. Valdið var hjá konungi og stjórnarráði nýlenduherranna í Kaupmannahöfn. Íslendingar gátu hins vegar haft mótandi áhrif á samfélagið í gegn- um starfsemi hreppanna, sem með- al annars sinntu framfærsluskyldu þegar fjölskyldunnar gátu ekki sinnt henni. Að hreppstjórn komu skatt- bændur, þeir bændur sem greiddu eignaskatt. Í upphafi nítjándu aldar er talið að jarðir á Íslandi hafi verið um átta þús- und. Við landnám voru flestar jarðir eignarlönd; en þegar komið var fram undir lok átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu er talið að um 90 prósent (og allt að 95 prósent) allra jarða hafi verið byggðar leiguliðum. Leiguliðar gátu haft atkvæðisrétt ef þeir höfðu ævilangan leigurétt að stórum jörðum; en meginþorri þeirra hafði lítið sem ekkert að segja um skipan samfélagsins. Stórbændur, sem byggðu eigin jörð, voru vart fleiri en 500 til 800 á þessum árum. Auk þeirra höfðu helstu embættismenn, efnaðir kaup- menn og fáeinir aðrir karlar einhver ítök um mótun samfélagsins á nítj- ándu öld; líklega um 2,5 prósent full- orðinna landsmanna. Harðæri drápu hina fátæku Líf annarra landsmanna var komið upp á náð og miskunn þessara herra. Þetta fólk var undir vald þeirra sett og sagan geymir mýmörg dæmi þess að herrarnir fóru ekki vel með vald sitt. Um 10 til 15 prósent landsmanna voru niðursetningar og þurfafólk, sem hafði ekkert vald yfir lífi sínu. Kannanir á afleiðingum harðæris og náttúruhamfara sýna að fólk úr þessum hópi var þrisvar til fjórum sinnum líklegra til að farast en fólk almennt. Fullorðið fólk var ekki borið út í harðærum; en augljóst er að þeim var fækkað skipulega með kerfisbundinni vanrækslu. Vinnufólk var um 40 prósent landsmanna. Það hafði ekki kosn- ingarétt eða önnur tækifæri til að áhrifa í samfélaginu, var óheimilt að giftast og eignast börn og var því í raun dæmt til ófrjósams lífs og þræl- dóms. Meginþorri annarra landsmanna voru síðan leiguliðar og fjölskyldur þeirra. Þéttbýlismyndun við sjávar- síðuna var sáralítil og fáir leiguliðar eða vinnufólk sem hafði tekist að flýja þangað undan vonleysi sveit- anna. Ef farið er með þjóð, sem er sam- sett með þessum hætti, í gegnum harðæri og hörmungar margra alda (allt frá harðærum Sturlunguald- ar að móðuharðindunum og síðan miklum harðærum nítjándu aldar; er augljóst að þessi harðindi hafa lagst þyngst á þá efnaminni og réttlausu. Við þekkjum þetta af yfirstand- andi kreppu. Þótt sá vilji sé útbreidd- ur að líta á Hrunið sem almennan vanda, er augljóst að það lék verst þá sem veikast stóðu; voru fátækir eða heilsuveilir fyrir Hrun. Tvær ranghugmyndir Viljinn til líta framhjá þeirri aug- ljósu staðreynd að erfiðleikar leiki þá verst sem eru verst undir þá búnir; byggir á útbreiddum hugmyndum um íslenskt samfélag sem eiga sér enga stoð. Annars vegar að íslenskt samfélag sé (og hafi jafnvel ætíð verið) stétt- laust og að Íslendingar séu á ein- hvern hátt jafnari en aðrar þjóðir. Og hins vegar að Íslendingar séu á einhvern hátt eðlislega sjálfstæðir, beygi sig lítt undir yfirvald og hafi því örlög sín fremur í eigin höndum en annað fólk. Eins og sjá má af samfélagsgerð- inni á nítjándu öld er augljóst að hið fyrra á sér litla stoð. Allt frá þræla- haldi landnáms- og þjóðveldisaldar og fram á okkur daga hefur mis- skipting auðs og lífsgæða verið mjög mikil á Íslandi. Því miður hefur þessi misskipting lítið verið rannsökuð og enn síður haldið á lofti. Íslendingar vilja upp til hópa lifa sögu höfðingj- anna. Saga fátækra, kvenna, barna, þurfandi og þræla fer ekki hátt. Síðari hugmyndin; sú um sjálf- stæði Íslendinga; byggir á misskiln- ingi. Í stöðnuðu samfélagi vista- banda var það eina von vinnufólks til sjálfstæðs lífs að reyna fyrir sér sem leiguliðar á kotum þar sem öðr- um hafði mistekist. Vinnufólk hafði því einkahag af því að fjölskyldur fátækra leiguliða yrðu leystar upp. Grimm örlög leiguliða voru tækifæri fyrir þá sem höfðu enn lakari stöðu. Stöðnun samfélagsins og fá tækifæri vógu því gegn augljósum hagsmun- um vinnufólks, leiguliða og fátækra til að krefjast í sameiningu aukins jafnræðis. Þegar tækifærið kom varð bylting þessa fólks hljóðlaus. Um fjórðung- ur Íslendinga flutti til Vesturheims á seinni hluta nítjándu aldar. Í kjöl- farið flutti meginþorri vinnufólksins og leiguliðanna á mölina og gerðist verkafólk á sjávarútvegi; vann dag- launavinnu hjá þeim höfðingjum sem höfðu aðstöðu til að taka lán fyrir skútum og fiskiskipum. Sjálfstæðisbarátta heiðabændanna (eins og hún birtist til dæmis í Sjálf- stæðu fólki) bætti ekki kjör hinna fátæku og valdalitlu. Í raun viðhélt hún eymd þeirra og valdaleysi. Hægrið vann verkalýðshreyfinguna Eins og á við um flestar fyrrum nýlendur hafa stjórnmál á Íslandi fremur snúist um sjálfstæðisbaráttu í ýmsum myndum fremur en stétta- átök. Meira að segja þeir flokkar sem lengst af skilgreindu sig sem verka- lýðsflokka settu þjóðernissjónarmið ofar hefðbundnum stéttarsjónarmið- um. Þeir börðust meðal annars gegn virkjunum og uppbyggingu stóriðju á þeim forsendum að hagur af þess- um framkvæmdum rynni í vasa út- lendra auðhringa. Eins og á við um margar fyrrum nýlendur var íslenska verkalýðs- hreyfingin klofin á milli hefðbundn- ari vinstri f lokka með áherslu á klassísk velferðarmál (almanna- tryggingar, ókeypis heilbrigðisþjón- ustu og skóla) og þjóðernissinnaðra hægrimanna með áherslu á sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga. Verka- lýðshreyfingin var í raun klofin langt fram eftir síðustu öld og náði ekki að virkja sameiningarmátt sinn fyrr en á sjöunda áratugnum; og þá fremur  RanghugmyndiR um Íslenskt samfélag Valdaleysingjar sem lifa í sögu höfðingjanna Á tyllidögum halda valdsmenn því fram að Ísland sé stéttlaust samfélag og hér séu allir jafnir; sjálfstætt fólk sem beygir sig ekki undir vald annarra. Ekkert í sögu okkar styður þessar hug- myndir; þvert á móti. Saga okkar er saga langvarandi kúgunar örfárra á valdalausum fjöldanum. Fyrir 10GB getur þú hlaupið 380 maraþon með Runkeeper tal.is/10GB Meira að segja þeir flokkar sem lengst af skilgreindu sig sem verkalýðsflokka settu þjóðernissjónarmið ofar hefðbundnum stéttarsjón- armiðum. Þeir börðust meðal annars gegn virkj- unum og uppbyggingu stóriðju á þeim forsendum að hagur af þessum fram- kvæmdum rynni í vasa útlendra auðhringa. 50 samtíminn Helgin 26.-28. júlí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.