Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 54
 Borð fyrir fimm Vínþjónn og nörd þiggur heimBoð í nýjum þáttum Vín er bóklegt fyrirbæri Vínþjóninn Alba E.H. Hough verður í dómnefnd raunveruleikasjónvarpsþátt- anna Borð fyrir fimm ásamt þeim Svavari Erni tískuvita og Sigga Hall ofurkokki. Þættirnir hefja göngu sína á Skjá einum í haust en í þeim verða átta pör valin til þess að halda þriggja rétta matarboð heima hjá sér, þangað sem Alba og félagar mæta og gera úttekt á herlegheitunum. „Ég hef alltaf gaman af því að vera boðið í mat og kann vel að meta mat, vín, góð samtöl og skemmtilegt fólk,“ segir Alba full tilhlökkunar. „Ég held að þetta verði bara mjög gott partí og fallegt af þessu fólki að vilja bjóða okkur heim. Ég held við munum verða mjög skrautleg. „Ég er líka búin að þekkja Sigga í mörg ár og kann mjög vel við hann Svavar og held að við verðum geðveikt fyndin saman.“ Alba hefur hampað titlinum vínþjónn ársins og starfar nú á Slippbarnum. Þá stundar hún nám í enskum bókmenntum við HÍ og er heltekin af vísindaskáld- skap og gotneskum hryllingi. „Maður er náttúrlega bara nörd sem er ágætt vegna þess að nördar stjórna heiminum.“ Þegar Alba er ekki í vinnunni eða skól- anum segist hún annaðhvort vera í sof- andi eða í myndasöguversluninni Nexus, varnarþingi íslenskra nörda. „Bókmenntir eru bara stór hluti af lífi mínu og vínið kemur líka inn á nördis- mann. Það er ofboðslega mikill lestur í kringum þetta og vín er bóklegt fyrir- bæri þótt smakkið sé að sjálfsögðu stór partur af þessu. En ef þú ert ekki með staðreyndirnar þínar á hreinu er nú erfitt að vinna í þessu. Þetta eru ákveðin fræði.“ Skráning er hafin á bordfyrirfimm. is fyrir pör sem vilja sýna hvað í þeim býr þegar kemur að veisluhöldum og fá um leið þetta skrautlega tríó, sem Alba, Svavar Örn og Siggi Hall óneitanlega eru, í heimsókn. -þþ Vínþjóninn Alba E.H. Hough er nörd af lífi og sál og þegar hún er ekki að skenkja veigum eða læra liggur hún í góðum bókum eða tölvuleikj- um. „Þetta er það sem gleður mig.“ Mynd/Hari  Snæfríður ingadóttir Skoðar íSlenSku konuna Gengur með börn og bækur á sama tíma Fréttakonan Snæfríður Ingadóttir og ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson eiga að baki farsælt samstarf í bókagerð þar sem Þorvaldur leggur til myndefnið og Snæfríður textann. Fimmta samstarfsverkefni þeirra, ljósmyndabók um íslensku konuna, er komin í búðir. Þar skoða þau íslensku konuna frá öllum sjónarhornum í máli og myndum en Snæfríður segir ís- lenskar konur sérstakar að mörgu leyti. t he Icelandic woman - powerful, unique, independent er fimmta bókin sem ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson og fjöl- miðlakonan Snæfríður Ingadóttir gera í sameiningu. Bókin fjallar um íslensku konuna í máli og myndum. Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlenda ferðamenn þótt allir ættu að geta haft bæði gagn og gaman af henni. „Þarna er bara allt um íslensku konuna,“ segir Snæfríður. „Skemmti- legar staðreyndir og alls konar fróð- leikur. Þetta er fimmta bókin sem við Þorvaldur vinnum saman þannig að við erum nú orðin nokkuð sjóuð í sam- starfi. En bókin er búin að vera nokkuð lengi í fæðingu,“ segir Snæfríður sem einmitt eignaðist sína þriðju dóttur fyrir sjö vikum og bendir hlæjandi á að bókagerð hennar hefur verið í takti við barneignir hennar. „Þetta hangir svolítið þannig saman að þegar ég verð ófrísk verð ég ein- hvern veginn ófrísk af bókum í leið- inni,“ segir hún og hlær. „En nú þykist ég ekki ætla að eignast fleiri börn þannig að það er spurning hvað gerist með bækurnar og hvort þessu sam- starfi okkar Þorvaldar sé bara lokið.“ Snæfríður segir íslenskar konur mjög áhugavert viðfangsefni enda séu þær sérstakar að mörgu leyti. „Við vinnum til dæmis meira en aðrar kon- ur í Evrópu en við eignumst samt sem áður fleiri börn og erum mjög langlífar. Ég er kannski bara svona þessi týpíska íslenska kona sem vinnur of mikið og hrúgar niður börnum.“ Snæfríður og Þorvaldur gera bækur sínar ekki síst með erlenda lesendur í huga. „Enn á ný erum við kannski að gera bók fyrir erlenda ferðamenn sem fjallar ekki um náttúruperlur landsins. Það er víst nóg af slíkum bókum. Mér finnst jafnvel frekar vanta fleiri bækur um þjóðina sjálfa.“ Og í The Icelandic woman gefa þau helmingi þjóðarinnar alla athyglina. „Myndirnar eru alls kon- ar og eins og í öðrum bókum okkar eru sumar teknar sérstaklega fyrir bókina en Þorvaldur hefur náttúrlega starfað svo lengi sem ljósmyndari þannig að hann átti mikið af myndum af konum fyrir.“ Snæfríður og Þorvaldur leita fanga víða og margar konur koma við sögu í bókinni. „Þetta er alls konar. Tölur frá Hagstofunni, listi yfir algengustu konunöfnin, upptalning á hlutum sem íslenskar konur hafa hannað og svo er fjallað um hræðilegustu konu Íslands, Grýlu.“ Snæfríður segir að þótt efnisatriði bókarinnar séu ef til vill valin sérstak- lega með það í huga að höfða til útlend- inga þá „ættu allir og ekki síst venjuleg- ar íslenskar konur örugglega að rekast á eitthvað sem þær vissu ekki.“ Snæfríður er að velta fyrir sér að láta ekki hinn helming þjóðarinnar liggja óbættan hjá garði. „Svo er náttúrlega spurning hvort maður setji ekki saman í kjölfarið bók um hinn helming þjóðar- innar. Það gæti vel orðið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is The Icelandic woman The Icelandic woman er bók fyrir erlenda ferðamenn sem er full af fróðleik og upplýsingum um íslensku konuna jafnt í máli sem myndum. Tæpt er á sögu- legum atriðum, athygli vakin á konum sem allir verða að kannast við, fjallað um staði á Íslandi sem eru eingöngu fyrir konur, íslensk fegrunarráð tíunduð, farið yfir kjör og stöðu íslenskra kvenna og svo framvegis. Efnisatriði bókarinnar eru valin með það í huga að úr verði áhugaverð lesning fyrir erlenda ferðamenn sem veitir þeim innsýn í hver hin íslenska kona er í raun og veru. icelandic woman Snæfríður IngadóttirÞorvaldur Örn Kristmundsson U S t powerful, unique, independent s o Snæfríður Ingadóttir ásamt dætrum sínum þremur Ragnheiði Ingu, Margréti Sóleyju og þeirri yngstu, Bryndísi. „Hljómsveitin spilar rafpopptónlist og hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að sex laga smáskífu þar sem sungið er bæði á íslensku og ensku,“ segir Árni Guðjónsson sem er í for- svari fyrir splunkunýja hljómsveit sem kallar sig Blóðberg. Árni Guðjónsson er fyrrum hljómborðsleikari í sveitinni Of Monsters and Men og hætti hann í sveitinni í nóvember síðast- liðnum til þess að einbeita sér að námi og öðrum hlutum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Valborg Ólafsdóttir (söngur), Árni Guðjóns- son (hljómborð, synthar), Helgi Kristjánsson (slagverk, rafgítar og synthar), Hjörvar Hans Bragason (synthabassi, rafbassi) og Orri Guðmundsson (raftrommur). Hljómsveitin sendir nú frá sér sitt fyrsta smáskífulag sem nefnist „Óskir“ en á upptöku lagsins leikur Hrafnkell Gauti Sigurðsson á rafgítar en hann er þekktastur fyrir leik sinn í hljómsveitum á borð við Ojbarasta og Berndsen. Hinir með- limir hljómsveitarinnar hafa komið víða við og leikið með hljómsveitum á borð við Lovely Lion, Ásgeir Trausta, Ylju, Orphic Oxtra, Fjallabræður, Vicky og Of Monsters and Men. einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta himneskt.is Ný rafpopptónlist á íslensku Hljómsveitin Blóðberg. Árni Guðjónsson. 54 dægurmál Helgin 26.-28. júlí 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.