Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 61

Fréttatíminn - 26.07.2013, Qupperneq 61
Á laugardeginum frá klukkan 11 til 14 mun Melkorka Otradóttir leikskólakennari stjórna listasmiðju fyrir börnin. „Það verður í boði að mála mynd með vaxlitum og svo að mála yfir hana með vatnslitum. Einnig að búa til kór- ónu og svo verður eitt sameiginlegt verkefni þar sem öllum býðst að setja hendurnar í málningu og setja sitt handarfar á stóran efnisbút,“ segir Mel- korka. Sá efnisbútur mun svo í framtíðinni prýða húsnæði Vonar í Efstaleiti. Sérstaklega er hugað að þörfum barnanna á Edrúhátíð. Þau geta dansað, sungið, knúsað og skapað ódauðleg listaverk. Hér er stiklað á því helsta af þeim dagskrárliðum helgarinnar sem ætlaðir eru yngri börnunum sér- staklega. FÖSTUDAGUR MATSALUR Kl. 19.00 Bingó. Freyr Eyjólfsson verður bingóstjóri. Vegleg verðlaun. SALUR Kl. 20.15-21.00 Barnagítarstund. Rólegt hjá börnunum á meðan for- eldrarnir tjalda. LAUGARDAGUR SALUR Kl. 16.00-18.00 Söngvakeppni barnanna ÚTISVIÐ Kl. 16.30-18.00 Barnaball. Geirfugl- arnir, Ingó töframaður o.fl. Á TÚNI Kl. 15.00 Leikhópurinn Lotta: Gilitrutt Kl. 16.00 Lautarferð Á BATTAVELLI Kl. 15.00 Fótboltamót SUNNUDAGUR ÚTISVIÐ Kl. 20.00 Sniglabandið Kl. 20.45 Úrslit í Söngkeppni barnanna Á TÚNI Kl. 13.30 Íþróttakeppni barna Dimma á laugar- dagskvöldinu Þungarokkhljómsveitin vinsæla Dimma mun stíga á stokk á útisviðinu á laugar- dagskvöld klukkan 20 svo rokkarar á öllum aldri ættu ekki að láta þann viðburð fram hjá sér fara. Að sögn hljómsveitarmeð- lima ætla þeir að flytja þétt rokk af mikilli innlifun. „Á Edrú-hátíðinni ætlum við að spila af sama krafti og alltaf. Við höfum aldrei áður spilað á Edrú-hátíðinni en þó oft spilað edrú.“ Þeir Biggi, Ingó, Stefán og Silli skipa Dimmu og hefur hljómsveitin verið starf- andi í þeirri mynd í rúm tvö ár. Saman hefur þessi hópur gefið út stuttskífuna Dogma og breiðskífuna Myrkraverk. Áður höfðu plöturnar Dimma og Stigmata komið út. Hljómsveitarmeðlimir lýsa tónlist sinni sem kröftugu og melódísku þungarokki. Skemmtun sem brennir miklu bensíni Félagar í vélhjólaklúbbnum Sober Riders gerðu stormandi lukku á Edrúhátíðinni í fyrra og ætla að endurtaka leikinn í ár. Meðlimirnir í þessu leðurklædda en ljúfa gengi eiga það allir sameiginlegt að njóta lífsins án vímuefna eða eins og einn þeirra, Friðþjófur Johnson, orðar það: „Við erum mótorhjólatöffarar af öllum stærðum og gerðum. Allir lausir við hugbreytandi efni, með forsögu og eftirmála. Eins og gengur og gerist.“ Friðþjófur segir Sober Riders því njóta þess að eiga sameiginlegt vandamál og sameiginlegt áhugamál. „Þannig að það er næstum því fjör á fundum.“ Sober Riders slógu hressilega í gegn á Edrúhátíðinni í fyrra og ætla að bruna til leiks á laugardeginum og leyfa gestum að kynnast tryllitækjum sínum í návígi. „Þetta tókst alveg svakalega vel í fyrra. Svo vel að við urðum næstum því bensínlausir.“ Í fyrra var hugmyndin að leyfa krökkum á svæðinu að taka salíbunu á hjólunum og skoða gripina en fullorðna fólkið var ekki síður áhugasamt. „Þetta var feiknavinsælt og það var orðið þannig að foreldrarnir voru farnir að heimta far líka og mömmurnar farnar að ryðjast fram fyrir börnin,“ segir Friðþjófur. L eikhópurinn Lotta mun halda eina sýningu klukkan 15 á laugardeg- inum. „Leikhópurinn verður með klukkutíma sýningu en svo verður fjör hjá okkur krökkunum þar sem þeir geta fengið að kynnast persónunum, skoða listmunina í leikritinu og láta taka mynda af sér með þeim ef börnin hafa áhuga,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir úr leikhópnum Lottu. Sýning leikhópsins Lottu „Gilitrutt“ er glænýr íslenskur söngleikur sem er samflétt- aður af Gilitrutt, Búkollu og Geitunum þrem. Í útfærslu leikhópsins eru þessar þrjár íslensku tröllasögur fléttaðar saman í eina. Andrea segir að leikhópnum hafi gengið mjög vel með sýninguna þrátt fyrir mikla rigningu í sumar. „Við erum búin að lenda nokkrum sinnum í góðu veðri sem er frábært og það er búið að ganga rosalega vel þó að það hafi verið rigning, fólk hefur bara klætt sig vel og verið duglegt að mæta á svæðið,“ segir Andrea. „Við erum mjög ánægð með sýninguna í ár. Hún er rosalega skemmti- Söngvarinn Kiddi Casio er þekktastur sem söngv- ari hljómsveitarinnar Sólarinnar, eða Sólinn eins og hún hét óvart einu sinni þegar næturvaktarbensín- afgreiðslumaðurinn og frændi Kidda, Ólafur Ragnar Hannesson, var umboðsmaður sveitarinnar. Kiddi tók líferni rokkarans alla leið en hefur nú snúið blaðinu við og „troðið tappanum í flöskuna“ eins og hann orðar það. Hann er búinn að vera edrú í þrjár vikur, líkar nýja lífið vel og ætlar að fagna edrúmennsk- unni með því að troða upp á Edrúhátíðinni. „Sleppiði því að vera mollý allavegana fram yfir versl- unarmannahelgina ef þið viljið sjá Kidda Casio!“ Segir Kiddi og er mikið niðri fyrir þegar hann ræðir Edrúhá- tíðina þar sem hann treður upp á sunnudeginum, án Sólarinnar. „Ég kem bara einn. Sólin er ekki með, sko,“ segir Kiddi sem reiknar með að fá Sniglabandið „eða ein- hverja“ til þess að sjá um undirleikinn. „Nei, nei. Ég var ekkert á hátíðinni í fyrra,“ segir Kiddi aðspurður. „Ég er búinn að vera edrú í þrjár vikur núna og þetta gengur bara mjög vel. Ég ætla ekkert að fá mér í glas aftur fyrr en ég verð fertugur. Það er ekki fyrr en í lok október,“ segir söngvarinn og er greinilega ekki alveg búinn að læra að taka einn dag í einu. Þegar kemur að lagavali segist Kiddi taka sveitaballa- lög. „Bara eitthvað með Á móti sól og Skítamóral og eitthvað.“ Kiddi bætir því síðan við að það sé ekkert mál að koma sér í góðan sveitaballagír án áfengis. „Prufiði bara alkóhóllausan Breezer. Það er í góðu lagi!“ Hvað er það besta við Edrúhátíðina? Fullt af skemmtilegu fólki og öll fjölskyldan samankomin með það markmið að skemmta sér saman á heilbrigðan hátt. Það er dagskrá og skemmtun fyrir alla og ef einhverjir halda að edrú fólk kunni ekki að skemmta sér ...þá vá hvað þeir hafa rangt fyrir sér. Hvað er mikilvægast í lífinu? Hamingja og heilbrigði fjölskyldu minnar og sjálfs míns skipta mig mestu máli. Stelpurnar mínar Isabella, Dögun og Aþena eru ljósin í lífi mínu. Að vera góð mamma er stærsta og mikilvægasta hlutverkið og að vera til staðar fyrir þá sem ég elska. Ein dýrmætasta lexían sem ég hef lært er að þegar ég er þakklát þá skiptir höfuðmáli að sýna það í verki og gefa það áfram. Er gaman að vera þú? Í gegnum 12 spora kerfið reyni ég að vera „bestasta útgáfan“ af sjálfri mér. Ég fæ kraft til að vinna í mér og tæki og tól til að takast á við verk- efni lífsins. Ég er þakklát fyrir hvern dag og alla þá litlu hluti hversdags- leikans sem gera lífið svo stórkost- legt. Það er yndislegt að vera til. ÖRVIÐTAL Hrafnhildur Hafsteinsdóttir List fyrir börnin Sober Riders eru með hausinn í góðu lagi enda allir edrú. Þeim fylgir mikið fjör þegar þeir ríða í hlað á Edrúhá- tíðinni.  KiDDi CaSio mætir braKanDi þurr Í góðu lagi með alkóhóllausan breezer! Kiddi Casio er hættur að drekka og er hæstánægður með lífið. Hann skemmtir gestum Edrúhátíðarinnar með söng á sunnudeginum og mætir án hljómsveitar sinnar, Sólarinnar.  LeiKhópurinn Lotta Frumsamið leikrit um íslensk tröll leg og við erum búin að fá frábærar undirtektir og viðtökur. Við erum svo ánægð því að hún er svo skemmtileg bæði fyrir fullorðna og fyrir börn en við leggjum áherslu á að foreldr- arnir hafi líka gaman af sýningum okkar,“ segir Andrea. Leikhópurinn Lotta er búinn að starfa í 7 ár og fyrsta sum- arið sýndu þau leikritið Dýrin í Hálsaskógi en síðan þá hefur hópurinn samið bæði leikrit og lög sjálfur og því hafa verk þeirra verið frum- samin síðustu 6 ár. Lottu „Gili- trutt“ er glæ- nýr íslenskur söngleikur sem er samfléttaður af Gilitrutt, Bú- kollu og Geit- unum þrem. 5EDRÚ VERSLUNARMANNAHELGINA 2.-5. ÁGÚST 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.