Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 2
ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Skólaostur i sneiðum
og 1 kg stykkjum á tilboði
Heilbrigði Hópur fagfólks í samstarfi við fjölskyldu ákvarðar kyn
Eitt barn á ári af
óræðu kyni
Það eru
ekki þessi
börn sem
fara í kyn-
leiðrétt-
ingarferli
síðar.
Fyrsta spurningin
sem nýbakaðir
foreldrar þurfa
að svara er hvort
barnið er strákur
eða stelpa. Í
undantekningar
tilfellum er það
hins vegar ekki
ljóst og barnið
af óræðu kyni.
Hér á landi er
reynir fagfólk
í samstarfi við
foreldra að
ákveða kynið
sem fyrst og
gera viðeigandi
læknisfræðilegar
ráðstafanir.
Stefnt er að því
að aðgerðum sé
að mestu lokið
áður en barn
byrjar í skóla.
a ð jafnaði fæðist um eitt barn á ári á Íslandi af óræðu kyni. „Stundum
fæðast þrjú og stundum ekk-
ert. Þetta er mjög breytilegt,“
segir Ragnar Bjarnason, yfir-
læknir barnalækninga á Land-
spítalanum. Afar mismunandi er
hvernig kynfæri þessara barna
eru þegar þau fæðast. „Það er
eins breytilegt og börnin eru
mörg. Stundum fæðast stúlkur
með typpi og pung því það hefur
verið of mikil testosterónfram-
leiðsla á meðgöngunni. Þær eru
þá ekki með sjáanlega leggangaop en með
með innri kynfæri stúlku. Allt er tekið með
í ákvarðana töku um kyn svo sem útlit kyn-
færa, litningar og hormónastaða. Það er
alltaf stefnt að því að taka þá ákvörðun sem
fyrst,“ segir Ragnar.
Í vikunni bárust þær fregnir frá Þýska-
landi að foreldrar geti sleppt því að fylla út
kyn á fæðingarvottorði barns ef um órætt
kyn er að ræða. Slíkt hið sama hefur verið
gert í Ástralíu og málið rætt í nokkrum
Evrópulöndum. Ragnari finnst þetta held-
ur undarleg leið. „Þetta hljómar kannski
vel í fyrstu en í raun er kannski verið að
tala um að barnið er orðið 12, 13 ára þegar
það á sjálft að ákveða af hvoru kyninu það
er.“ Barnið hefur þá vaxið úr grasi með
óræð kynfæri og ekki getað samsamað sig
með öðru hvoru kyninu og telur Ragnar
það geta haft alvarlega sálræna erfiðleika
í för með sér. „Í þjóðfélaginu ertu annað
hvort strákur eða stelpa. Það er stefna fag-
fólks og það hjálpar foreldrum að taka sem
besta ákvörðun. Ungbarn getur auðvitað
ekki verið með í ákvarðanatöku en reynt
er að taka sem besta ákvörðun fyrir hvern
einstakling,“ segir Ragnar.
Hann bendir á að í umræðu um kyn-
leiðréttingar fullorðinna hafi
stundum verið talið að þar sé
um að ræða börn sem fæddust
af óræðu kyni og að „rangt“
kyn hafi verið valið fyrir
barnið. Ragnar segir þetta af
og frá. „Það hefur einfaldlega
ekki sýnt sig. Það eru ekki
þessi börn sem fara í kynleið-
réttingarferli síðar.“
Fyrsta spurningin sem
nýbakaðir foreldrar fá er iðu-
lega hvort barnið sé drengur
eða stúlka og getur það verið
mikið áfall fyrir foreldra þegar
barnið er af óræðu kyni. Dæmi eru þá um
að foreldrar þurfi sálrænan stuðning frá
sálfræðingum eða presti. Ragnar segir
barnalækna einnig vera að fást við áfalla-
hjálp í sínu starfi og meta þurfi hverju
sinni hvaða aðili sé best fallinn til að veita
þá hjálp. „Það skiptir líka miklu máli fyrir
foreldra að komast sem fyrst að niður-
stöðu um hvaða kyn barnið verður og
hefja vinnu við það. Það er aldrei ákvörðun
eins læknis heldur hópur fagfólks og fjöl-
skyldu barnsins.“ Hann segir mikilvægast
að grafast fyrir um orsakir þess að barnið
er af óræðu kyni. „Áður fyrr var spurning
um hvað væri auðveldast að gera skurð-
tæknilega séð en nú er hægt að gera mjög
mikið. Inn í þetta kemur samt líka hvernig
innri kynfæri eru. Stefnan er að leiðrétt-
ingarferlið sé komið langt á veg áður en
börn byrja í skóla. Sumar aðgerðir eru
gerðar strax fyrsta árið,“ segir Ragnar.
„Það sem skiptir mestu máli með svona
mikilvæga hluti er að flýta sér hægt og að
allir fletir séu skoðaðir áður en endanleg
ákvörðun er tekin.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Allt er tekið með í ákvarðanatöku um kyn svo sem útlit kynfæra, litningar og hormónastaða. Myndir/NordicPhotos/Getty
Ragnar Bjarnason,
yfirlæknir barnalækn
inga á Landspítalanum.
Bandaríski
predikarinn
Franklin
Graham
er þekktur
fyrir andúð
sína á
samkyn
hneigðum
og mús
limum.
trúmál Þátttaka á Hátíð vonar
Biskup enn að hugsa málið og úrsögnum fjölgar
Hátíð vonar fer fram helgina 28. til
29. september og kom fram í dagskrá
hátíðarinnar að biskup Íslands, Agnes
M. Sigurðardóttir, myndi halda þar
erindi. Á dagskránni er einnig erindi
frá predikaranum Franklin Graham,
sem þekktur er fyrir andúð sína í garð
samkynhneigðra og múslima. Þátttaka
biskups á hátíðinni og fyrirhuguð koma
predikarans kallaði á hörð viðbrögð,
meðal annars frá formanni Samtakanna
78.
Samkvæmt upplýsingum frá Árna
Svani Daníelssyni, fjölmiðlafulltrúa
Biskupsstofu, hefur biskup ekki enn
tekið ákvörðun um þátttöku sína á hátíð-
inni. Á síðu hátíðarinnar segir að hún sé
samstarfsverkefni Billy Graham Evan-
gelistic Association, sem kennd eru við
föður Franklin Graham, og þverkirkju-
legrar samstarfshreyfingar á Íslandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá
hafa hundrað fimmtíu og fimm skráð
sig úr Þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. til
20. ágúst en til samanburðar hundrað
þrjátíu og tveir allan júlímánuð. Á und-
anförnum árum hefur sóknarbörnum
Þjóðkirkjunnar farið fækkandi en frá
árinu 2011 hefur þeim fækkað um tvö
þúsund sextíu og einn.
Dagný Hulda
Erlendsdóttir
dagnyhulda@
frettatiminn.is
SKB fær spjaldtölvur
Í vikunni færði verslunin Epli.is Styrktar
félagi krabbameinssjúkra barna tvær
spjaldtölvur að gjöf sem félagið mun
ráðstafa til barna í krabbameinsmeðferð.
Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur, formanns
styrktarfélagsins, er gott að geta boðið
börnum sem greinast með krabbamein að
stytta sér stundir eða stunda nám sitt með
spjaldtölvu við hönd á meðan á löngum og
ströngum meðferðum stendur. „Við erum
mjög þakklát fyrir þennan hlýhug til okkar
barna,” segir hún. dhe
Hollvinir RÚV krefja
ráðherra svara
Stjórn Hollvina Ríkisútvarpsins sendi í
gær bréf til Illuga Gunnarssonar mennta
málaráðherra þar sem hann er krafinn
svara við ýmsum spurningum er snúa að
ríkisfjölmiðlinum. Afrit bréfsins var sent
til fjölmiðla en í því kemur fram að spurn
ingarnar séu lagðar fram í ljósi ummæla
ýmissa ráðamanna um Ríkisútvarpið að
undanförnu.
Meðal þeirra spurninga sem Hollvinir
RÚV krefja ráðherrann svara við eru hvort
hann sé sammála þeim fullyrðingum
ýmissa alþingismanna að núverandi starfs
menn RÚV séu upp til hópa vinstrisinnaðir
og hafi þau markmið með störfum sínum
að ófrægja og/eða klekkja á núverandi
stjórnvöldum. Undir bréfið skrifa þau Þor
grímur Gestsson, Valgeir Sigurðsson, Viðar
Hreinsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og
Þór Magnússon. -dhe
57% verðmunur á
skólabókum
Allt að 57% munur mældist á verði skóla
bóka framhaldsskólanemenda í bókaversl
unum á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt
könnun ASÍ.
Farið var í sex verslanir. Níu titlar af 32
voru ódýrastir í Forlaginu og A4. Bóka
búðin IÐNÚ var oftast með hæsta verðið á
nýjum bókum eða á 17 titlum af 32.
Mestur verðmunur var á „Íslands og
mannkynnsisaga NB II: Frá lokum 18 aldar
til aldamóta 2000“. Hún var dýrust á
4.990 kr. hjá IÐNÚ en ódýrust á 3.180 kr.
hjá Forlaginu. Munurinn er 1.810 kr. eða
eða 57%. Sami hlutfallslegi munur var á
verði bókarinnar „Setningafræði handa
framhaldsskólum“ sem var dýrust hjá IÐNÚ
en ódýrust hjá Griffli.
14% landsmanna treysta Alþingi
Einungis 14% landsmanna bera traust til
Alþingis samkvæmt skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði
fyrir Alþingi. Af þeim bera 12% frekar mikið
traust til þingsins en einungis 2% segjast
bera mjög mikið traust til Alþingis.
76% svarenda sögðust hins vegar bera lítið
eða alls ekkert traust til þingsins. Af þeim
bera 16% ekkert traust til þingsins, 37% frekar lítið traust en 23% mjög lítið traust. 10%
svarenda svöruðu því til að þeir bæru hvorki mikið né lítið traust til Alþingis.
72% þeirra sem svöruðu sögðu að vantraustið beindist að vinnulagi þingmanna; fólki
þykir forgangsröðun þingsins röng. Þingmenn hlusti ekki á almenning og séu ekki í
nægum tengslum við fólkið í landinu. Vinnulag þingsins einkennist af aðgerða og getu
leysi þingmanna til að fylgja málum eftir og klára þau. Þá kom fram að umræða á Alþingi
væri ómálefnaleg, mikið væri um málþóf og ómarkvissar og sundurlausar umræður.
2 fréttir Helgin 23.25. ágúst 2013