Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 28
Húðflúr Guðlaugs vekja einmitt
athygli allra sem komast í tæri við
hann. Öll vinstri höndin er flúruð og
meira til. „Ég var að byrja á þeirri
hægri. Þetta er bara sjúkdómur og
ekkert annað þegar maður er byrj-
aður.“
Mikil hvatning frá fósturpabba
Eins og áður sagði er pabbi Guð-
laugs Portúgali. Hann hefur ekki
haft mikið af föður sínum að segja
og veit ekki hvort fótboltahæfileik-
arnir komi þaðan.
„Mig minnir nú að hann hafi sagt
mér að frændi hans, og þar með
væntanlega frændi minn, hafi spilað
fyrir Porto í gamla daga. Ég þekki
fjölskyldu hans eiginlega ekki neitt,
hann hefur eiginlega aldrei verið til
staðar í mínu lífi. Hann flutti ungur
til Íslands og fór að vinna í fiski úti
á landi. Svo flutti hann til Reykja-
víkur og var
að vinna í
næturlíf-
inu. Hann
kynntist
mömmu
minni en
þau
voru ekki saman eða gift. Hann
hefur svo bara verið út úr lífi mínu
og ég veit ekki hvort einhverjir
hæfileikar séu frá honum komnir.
Ég hreinlega veit það ekki.“
Guðlaugur eignaðist síðar fóstur-
föður sem hefur reynst honum afar
vel. „Þegar ég er tíu ára kynnist
móðir mín Marteini Þorkelssyni
og hann varð mér, og er enn, eins
og pabbi minn. Hann stóð með mér
í einu og öllu og það er honum að
þakka að ég er í fótbolta. Hann var
ekki nema 22 ára þegar hann kynnt-
ist mömmu minni og tók mig alveg
að sér frá fyrsta degi. Hann fór á æf-
ingar hjá mér og mætti á öll mótin.
Hann hvatti mig áfram í þessu öllu
og ég á honum mikið að þakka. Þau
voru saman í tíu ár og eignuðust
dóttur saman. Þau skildu svo akk-
úrat á þeim tíma
þegar ég fór
út til AGF
og þá fluttu
móðir mín
og systir
með mér til
Danmerkur.
Þær
voru með mér í eitt og hálft ár en
síðan byrjaði allt þetta ævintýr. Þá
byrjaði heimsreisan.“
Einn á hótelherbergi á jólunum
í óveðri
Á ferli atvinnumannsins geta skipst
á skin og skúrir. Þó Guðlaugur Vic-
tor sé enn ungur að árum og hafi
fengið að reyna ýmislegt er hann
ekki vafa þegar hann er beðinn að
nefna lágpunktinn á ferli sínum.
„Það var þegar ég fór frá Liver-
pool á láni til Dagenham & Red-
bridge. Ég man vel hvernig þetta
kom til. Ég var að fara að keppa
varaliðsleik og í rútunni hringdi
umboðsmaðurinn minn og sagði
mér frá þessu.
Ég skoraði í
þessum leik
og fannst
rosa spenn-
andi að vera
að fara á
lán
því
að
Roy Hodgson hafði sagt að ég þyrfti
að fá reynslu. Fótboltinn gekk vel
í fyrstu. Ég spilaði FA Cup-leik á
móti Leyton Orient og við gerðum
jafntefli og svo annan leik sem við
unnum. Svo var ég bara á bekknum.
Stjórinn hét John Still man ég. Þetta
var tveggja mánaða lán og á þeim
tíma voru átta leikir. Ég endaði á að
spila þrjá leiki og var á bekknum í
þremur en hinum var aflýst vegna
veðurs. Ég bjó á hóteli í Austur-
London í „middle of nowhere“. Það
bjargaði mér að góður vinur minn
var í heimsókn hjá mér og endaði á
að vera með mér mestallan tímann.
Þú getur rétt ímyndað þér að þetta
var ekki skemmtilegt, fastur í
Austur-London í óveðri og fá ekki
að spila. Ég hélt meira að segja jólin
inni á þessu hótelherbergi. Aleinn.
Það var heldur betur eftirminni-
legt.“
Guðlaugur segir að síðasta
tímabil, hans fyrsta með NEC í Hol-
landi, sé hápunktur ferilsins. „Ég
á reyndar margar skemmtilegar
minningar líka frá Liverpool. Til
dæmis þegar Steven Gerrard spilaði
varaliðsleik með okkur. Hann stóð
í réttarhöldum þar sem hann var
sakaður um líkamsárás og var ekk-
ert með aðalliðinu á meðan. Þetta
var leikur á móti Tranmere Rovers
og ég var fyrirliði liðsins. Það er
skemmtilegasta minningin.“
Kærastan flytur út í haust
NEC er í borginni Nijmegen sem er
nálægt landamærunum við Þýska-
land. Guðlaugur segir að þetta sé
mikill háskólabær sem sé afskap-
lega passlegur, hvorki of stór né of
lítill.
Hann býr í ágætu húsi sem hann
greinilega passar vel upp á því
þegar viðtalið fór fram hafði hann
nýlokið við að þrífa.
Hvað gerirðu svo utan fótboltans
og að þrífa?
„Ég spila golf og svo á ég hund
sem þarf að sinna. Hún er labrador
og þarf að fá mikla hreyfingu. Svo
er maður bara að slappa af, maður
kannski finnur sér góða bók ein-
staka sinnum. Ég er líka alltaf að
verða betri og betri í eldhúsinu.
Maður er farinn að hafa áhuga á því
að elda sér góðan mat, að krydda
aðeins hlutina.“
Þótt Guðlaugur búi einn er hann
síður en svo einmana. Hann á
kærustu, Andreu Röfn Jónasdóttur
tískubloggara, sem dvelst stundum
hjá honum. Andrea Röfn flytur
á næstunni út til Guðlaugs. En
þangað til hefur hann félagsskap af
öðrum íslenskum fótboltamönnum
sem leika í Hollandi, Aroni Jóhanns-
syni, Kolbeini Sigþórssyni og Al-
freð Finnbogasyni.
„Ég og Aron erum bestu vinir
og reynum að hittast eins oft og
hægt er. Sama með Alfreð, við
erum vinir úr Grafarvoginum. Það
er mikilvægt að geta hitt vini sem
maður ólst upp með og helst að tala
um eitthvað allt annað en fótbolta.
Við Alfreð höfum til dæmis skellt
okkur á tónleika en svo horfum
við kannski á myndir, glápum á
fótbolta eða förum út að borða.
Þetta er bara „Quality“-tími með
strákunum.“
Safnaði 4,2 milljónum fyrir
Barnaspítalann
Athygli hefur vakið að Guðlaugur
Victor leggur sig fram að láta gott
af sér leiða. Í sumar hélt hann góð-
gerðarkvöldverð og gaf ágóðann til
Barnaspítala Hringsins.
„Þegar ég var 18 ára fékk ég allt
Liverpool-liðið til að árita treyju og
fór með hana upp á Barnaspítala.
Eftir þá heimsókn, þegar ég fékk að
hitta krakkana, þá ákvað ég að gera
meira. Svo hélt ég uppboð á netinu á
treyjum og safnaði 300 þúsund kalli
en fannst það ekki nógu gott. Mark-
miðið með góðgerðarkvöldverð-
inum var að safna 2,5 milljónum
en það söfnuðust 4,2 milljónir sem
var alveg frábært. Mér finnst þetta
mjög mikilvægt.“
Hættur að láta sig dreyma
Hvað með sjálfan þig og ferilinn
sem fótboltamaður? Áttu þér ein-
hverja drauma eða markmið sem þú
ætlar að ná?
„Þegar maður var að byrja var
maður alltaf með drauma. Í dag vil
ég bara eiga góðan feril. Ég vil spila
bara spila fótbolta og gera það í
eins góðri deild og ég get. Auðvitað
væri gaman að fara aftur til Eng-
lands eða prófa að spila í Þýskalandi
og ef ég held áfram að standa mig
svona þá gæti það vel gerst. En ég
á mér enga drauma eða draumalið.
Tíminn verður bara að leiða í ljós
hvað verður.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Guðlaugur er á föstu með Andreu Röfn Jónasdóttur tískubloggara. Hún flytur út
til hans í næsta mánuði.
Guðlaugur Victor hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur. Hér sést hann í búningum Liverpool, New York Red Bulls og NEC.
Guðlaugur var stuðningsmaður Manchester United áður en hann fór til Liverpool. Nú segist hann vera hlutlaus.
28 viðtal Helgin 23.-25. ágúst 2013