Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 30
30 bílar Helgin 23.-25. ágúst 2013
Vinsælasti
bíll í heimi
Toyota Corolla er mest seldi bíll í heimi.
Frá því hann kom fyrst á markað árið 1966
hafa selst rúmlega 40 milljón Corollur
víðs vegar um heiminn. Í hverjum mánuði
seljast að jafnaði hundrað þúsund Corollur
sem þýðir að tvær seljast á hverri einustu
mínútu. Alls hefur Toyota sett á markað
ellefu kynslóðir Corollu, en talað er um nýja
kynslóð þegar bíllinn er endurhannaður.
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
1966 Fyrsta kynslóð Corollu kom
á markað í Japan í október 1966. Hún
var afturhjóladrifinn, með 1,1 lítra vél,
fjögurra gíra beinskiptingu og var seldur
í þremur útgáfum: tveggja dyra, fjögurra
dyra og sem hlaðbakur (e. Station). 1970 Önnur kyn-slóðin
kom á markað árið 1970 og var
með ávalari línur en fyrirrennar-
inn. Hún var með stærri vél, 1,4
og 1,6 lítra og varð næstsöluhæsti
bíllinn það árið. Minniháttar
útlitsbreytingar voru gerðar árið
1971 með nýju grilli, stefnuljósum
og afturljósum.1974
Þriðja kynslóðin leit dagsins
ljós árið 1974 og var stærri,
þyngri og straumlínulagaðri.
Þetta var langlífasta kyn-
slóðin af Corollu en talið er að
kreppan á áttunda áratugnum
hafi spilað þar inn í.
1979
Fjórða kynslóðin kom á
markað í mars 1979 og
var með mun beinni línum
en kynslóðin á undan.
Milljónasta Corollan var af
þessari kynslóð, framleidd í
febrúar 1983.
1987
Sjötta kynslóð Coroll-
unnar kom á markað 1987
og var mun rúnnaðri og
straumlínulagaðri en
fyrirrennarinn. Hún var nú
fáanleg með fjórhjóladrifi á
Ameríkumarkaði.
1991 Sjöunda kyn-slóðin kom á markað
árið 1991 og var stærri, þyngri og enn
straumlínulagaðri líkt og hönnunartíska
tíunda áratugarins gaf tilefni til. Þessi
kynslóð naut ekki jafnmikilla vinsælda
og hinar fyrri og má þar meðal annars
kenna um óhagstæðu gengi jensins
gagnvart öðrum gjaldmiðlum. 1995
Áttunda kynslóðin kom á
markað árið 1995 og var útlitið
nokkuð áþekkt kynslóðinni á
undan. Miklar tækniframfarir
buðu þó upp á nýja og léttari
vél. Þessi kynslóð fékk and-
litslyftingu árið 1999 þar sem
framhlutanum var breytt.
2000
Níunda kynslóðin kom á
markað aldamótaárið 2000.
Hún var öll nútímalegri í
útliti og tæknilegri í anda
21. aldarinnar sem nú var
runnin upp.
2006
Tíunda kynslóð kom á markað
í Japan árið 2006. Hún bauð
upp á ýmsar tækninýjungar
líkt og bakkmyndavél, fjar-
lægðarskynjara og aðstoð við
að leggja í stæði.
2013 Nýjasta kynslóðin kom á mark-að nú í sumar og er nokkuð breytt. Stærsta nýjungin felst
í því að nú fæst Corollan með svokallaðri Hybrid-vél sem
gerir hana að einum sparneytnasta bílnum í sínum flokki.
Ný hönnun miðaðist að því að gera bílinn sportlegri og
hefur það tekist með miklum ágætum.
1983
Fimmta kynslóðin kom á
götuna 1983 og var sú fyrsta
sem var framhjóladrifin. Hún
náði miklum vinsældum og
varð mest seldi bíll sinnar
tegundar, seldist í 3,3 millj-
ónum eintaka.
Building a company
with heart
stofnandi Build-A-Bear Workshop
„ Not dreaming big
enough is one of the
biggest mistakes
you can make.“
- Maxine Clark
MAXINE CLARK
Konan sem breytti smásölumarkaðnum með innsæi og frumleika.
Build-A-Bear Workshop þróaðist frá því að vera ein lítil búð yfir í
keðju rúmlega fjögur hundruð verslana í fjórtán löndum.
Viðskiptavinir hafa búið til rúmlega fimmtíu milljónir bangsa.
Hádegisverðarfundur með Maxine Clark ásamt Jóni Björnssyni,
forstjóra Orf líftækni og Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur,
framkvæmdarstjóra og annars eiganda Ígló&Indí.
nánari upplýsingar á imark.is
05/09/2013
kl. 11 00 – 13 00
Hilton Reykjavík
Náðu 5 stjörnu formi
Breyttu línunum og tónaðu
líkamann í sitt fegursta form.
Ný námskeið að byrja.