Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 70
Brogan Davison og Ármann Einarsson setja upp verkið Dansaðu fyrir mig ásamt Pétri Ármannssyni á leiklistarhátíðinni Lókal í næstu viku.  LeikList LeikListarhátíðin LókaL haLdin í sjötta sinn í næstu viku Fær útrás fyrir gráa fiðringinn með dansi Ármann Einarsson er 48 ára skólastjóri á Dalvík með bumbu. Hann lét gamlan draum rætast og fékk son sinn og tengdadóttur til að hjálpa sér að setja upp dansverk sem hann leikur aðalhlutverkið í. Ármann kveðst ekki hafa efni á jeppa eða nenna að standa í framhjáhaldi en þarna fái hann sína útrás. É g hef aldrei dansað neitt. Nema kannski þegar ég var sextán ára á böllum. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir Ármann Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans á Dalvík. Ármann er einn þeirra sem troða upp á leiklist- arhátíðinni Lókal sem hefst í næstu viku. Lókal stendur yfir frá miðvikudegi til sunnudags en þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Boðið er upp á átta leiksýningar á hátíðinni að þessu sinni, þar af fjögur ný íslensk verk. Erlendir gestir hátíðarinnar koma frá Finnlandi, Belgíu, Kanada og Noregi. Ármann er ekki beint steríótýpa af dansara eða sviðslistamanni og því liggur beint við að spyrja hann um tildrög verksins Dansaðu fyrir mig sem hann leikur aðalhlutverkið í. „Ég var búinn að hugsa um það í mörg ár hvað það væri fyndið ef kall eins og ég, feitur vitleysingur, myndi fara að dansa samtímadans. Og athugaðu að þetta er samtímadans, contemporary. Hann er nýrri en nútímadans, modern,“ segir Ármann og skellir upp úr. „Mér finnst alltaf jafn fyndið að tala um þetta.“ Ármann segir að síðasta sumar hafi sonur hans og kærasta hans komið norður og búið hjá sér og þá hafi hann ákveðið að viðra þessar hugmyndir sínar. Sonur hans, Pétur Ármannsson, er nýútskrifaður úr leiklistarnámi í Listaháskólanum og tengdadótt- irin, Brogan Davison, er lærður dansari frá skóla í London. „Við sátum við eldhúsborðið og ég sagði þeim að ég hafi lengi látið mig dreyma um að dansa, að búa til vídeóverk eða gera eitthvað lítið og sætt fyrir sjálfan mig. Ég tók eftir því að þau hlógu alla vega ekki að mér. Ég sendi tengdadótturinni svo bréf nokkru síðar með formlegri beiðni um að hún hjálpaði mér að setja upp eitthvað danstengt. Þá taka þau turtildúfurnar sig til og skipuleggja þetta miklu meira og gera stærra en mig hafði órað fyrir. Hún er sem sagt danshöfundurinn og hann leikstýrir.“ Dansaðu fyrir mig var sýnt í þrígang fyrir norðan seinasta vetur og vakti uppátækið talsverða athygli. „Þegar við sýndum á Akureyri lentum við í því að þegar við mættum voru biðraðir út að dyrum og allt orðið uppselt. Og það í Hofi sjálfu. Það komust færri að en vildu,“ segir Ármann. Þetta uppátæki hans, að láta gamlan draum rætast, virðist hreyfa við fólki. „Ég hef fengið tölvu- pósta frá fólki sem hefur komið á sýninguna þar sem það segir mér að það vilji láta drauma sína rætast. Auðvitað eiga allir sér drauma. Ég er sjálfur að verða fimmtugur og segi oft að ég sé kominn með gráa fiðringinn en ég hef ekki efni á að kaupa mér jeppa, ég er ágætlega giftur og nenni ekki að standa í framhjáhaldi. En ég þarf að fá einhverja útrás og ég fæ hana þarna. Þó þetta sé sagt í gríni þá er samt einhver alvara að baki. Maður þarf að fá útrás.“ Það eru ekki bara Reykvíkingar og nærsveita- menn sem fá tækifæri til að sjá verk Ármanns á næstunni. Honum hefur verið boðið að sýna í Bris- bane í Ástralíu og á allt eins von á því að fleiri slík boð gætu borist. „Svo þurfum við auðvitað að sýna í Brighton, tengdadóttir mín er þaðan.“ Á sínum yngri árum þótti Ármann liðtækur íþróttamaður. Árið 1979 setti hann unglingamet í þrístökki sem stendur enn. „Já, ég var svona íþrótta- álfur þá. Nú er ég 1,72 og yfir hundrað kíló svo það er svolítill munur þar á. En ég er ennþá jafn léttur andlega.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Og athugaðu að þetta er samtíma- dans, contemporary. Hann er nýrri en nútímadans, modern. MÁ BJÓÐA ÞÉR SÆTI Á BESTA STAÐ? Fjórar sýningar á 13.900 kr. HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 30/8 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 8.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 6.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 7.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Sun 29/9 kl. 13:00 12.sýn Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Sun 22/9 kl. 13:00 8.sýn Sun 29/9 kl. 16:00 13.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Sun 22/9 kl. 16:00 9.sýn Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Nýtt leikrit eftir Mikael Torfason Gleðilegt nýtt leikár! Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik  Menning FjöLbreytt dagskrá í hoFi á akureyri í vetur Erró og Laddi fara norður í land Vetrardagskrá menningarhúss- ins Hofs á Akureyri var kynnt í vikunni. Þetta er fjórða starfs- ár Hofs og áhugasamir hafa úr ýmsu að velja þennan veturinn. Auk fastra liða fá Norðlend- ingar tækifæri til að sjá leiksýn- ingar frá bæði Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Englar al- heimsins, leikrit ársins á Grímu- verðlaunahátíðinni, verður sett upp og tvær nýjar sömuleiðis; Óskasteinar eftir Ragnar Braga- son og Jeppi á fjalli í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Auk þessa kemur Laddi norður með sýninguna Laddi lengir lífið og Mið-Ísland treður upp með uppi- stand. Í október kemur sýning á verk- um Errós á vegum Listasafns Reykjavíkur í Hof. „Verkin sem eru litrík og lifandi munu njóta sín einstaklega vel á gráu sjón- steypuveggjunum í Hamragili og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að sýna verk eftir svona frá- bæran listamann í Hofi,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs. Sýning á verkum Erró verður sett upp í Hofi á Akureyri í október. Mynd/Nordicphotos/Getty 70 menning Helgin 23.-25. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.