Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 49
NámskeiðHelgin 23.-25. ágúst 2013 49
Skráning
hafin
Upplýsingar í síma 561 5620
www.schballett.is
Mjólkurfræðingur segir það engin geimvísindi að búa til mat úr mjólk. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Námskeið Námskeið um ostagerð eru haldiN um allt laNd
Allir geta gert kotasælu
Þ að geta allir gert ferskosta, kotasælu, jógúrt og skyr,“ segir Þórarinn Egill Sveins-
son mjólkurverkfræðingur sem
kennir á námskeiði í ostagerð hjá
Endurmenntun Landbúnaðarhá-
skóla Íslands að Hvanneyri. Nám-
skeiðið hefur verið haldið í nokkur ár
og telur Þórarinn að um 500 manns
hafi sótt það í heildina. „Við höldum
þetta hvar sem er á landinu. Ég fer
bara þangað sem fólk vill vera. Það er
erfitt ef færri en 10 eru í hóp og best
er að halda þetta í skólaeldhúsi eða
einhverju slíku þar sem þrír til fimm
geta verið saman í hóp og hrært í
pottum,“ segir hann.
Ekki þarf neinn grunn til að fara á
námskeiðið, það sækja áhugasamir
þéttbýlisbúar rétt eins og bændur á
lögbýlum sem stefna á heimafram-
leiðslu og fólk í ferðaþjónustu sem
vill búa til úr mjólk fyrir veitingasölu
á staðnum. Allir nemendur fá síðan
Ostagerðabókina sem Þórarinn
skrifaði.
„Markmiðið með námskeiðinu er
að fólk losni við þær ranghugmyndir
að það séu geimvísindi að búa til mat
úr mjólk. Ömmur okkar og langömm-
ur gerðu þetta sjálfar en á síðustu
öld hefur þessi framleiðsla færst inn
í stór og þróuð iðnfyrirtæki. En ef ég
tek hliðstæðu úr bakarabransanum
þá er það eins og enginn myndi þora
að gera skúffuköku því þær eru fram-
leiddar í bakaríum. Eftir námskeiðið
getur þú búið til jógúrt og súrmjólk í
eldhúsinu heima á laugardagskvöldi,“
segir hann. -eh