Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 24
K atrín Gunnarsdóttir fékk áhuga á dansi strax sem lítil stúlka. „Ég fór aðeins í ballet og svo í freestyle. Ég er ein af þeim sem á góðar minningar frá Freestyle-keppninni í Tónabæ með álpappír og stjörnuljós,“ segir hún en á sínum tíma sigraði hún í einstaklingskeppni Freestyle. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þegar við ákveðum stað fyrir viðtalið stingur hún upp á Iðu í Zimsen-húsinu. „Ég er búin að kynnast þessu kaffihúsi vel,“ segir hún. Beint á móti því er Listasafn Reykjavíkur en þar verður opnunarsýning Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag og hefur Katrín þar verið að æfa í sumar. Hún er einnig menntað- ur heilsuhagfræðingur og hefur vegna þeirra starfa unnið fyrir velferðarráðuneytið sem er í sama húsi og Listasafnið. „Við höfum unnið verkið bæði á Listasafninu og á Dansverk- stæðinu og þurftum að lækka í okkur þegar við vorum á Listasafninu því við vorum að æra fólk í nærliggjandi skrifstofum. Meira að segja skrifstofum sem ég hef unnið í,“ segir hún kómísk. Sýndu á Eistnaflugi Verkið heitir Scape of Grace og er eftir dans- höfundinn Sögu Sigurðardóttur og tón- skáldið Hallvarð Ásgeirsson. „Saga fékk mig og fleiri ólíka dansara og sviðslistamenn til að vera með í þessu verki. Það er við hæfi að setja verkið upp á Listasafninu því það er á mörkum þess að vera myndlist, tónleikar og dansverk. Við notumst við gítarmagnara og fjallar verkið um samband okkar við magnar- ana. Þetta er stúdía um hvernig við hreyfum hljóð og hvernig hljóð hreyfir okkur.“ Á meðan verkið var enn í vinnslu var það sett upp á rokkhátíðinni Eistnaflugi á Neskaups- stað. „Það var mjög skemmtilegt að sýna öðrum áhorfendahópi í öðru samhengi. Við sýndum það sem okkur fannst passa þarna og leyfðum okkur að ganga lengra í sumum rokkfantasíum, höfðum meira gull og meiri reyk.“ Viðbrögðin voru mjög jákvæð og segir Katrín að oft haldi fólk að það hafi ekki smekk fyrir dansi og átti sig hreint ekki á hvað það horfir mikið á dans og hreyfingu. „Það er dans í sjónvarpinu, í auglýsingum, í myndböndum,“ segir Katrín en hún samdi einmitt kóreógrafíu fyrir nýtt myndband Ás- geirs Trausta, King and Cross sem er enska útgáfan af laginu Leyndarmál. Hún bendir einnig á að í sýningum Vesturports sé mikil hreyfing sem og í trúðasýningum og allt njóti þetta mikilla vinsælda. „Þetta er bara spurning um viðhorf.“ Ung stundaði Katrín dansnám við List- dansskóla Íslands og eftir útskrift sótti hún um, og fékk, inn í Listaháskóla Íslands. Hún átti þá eitt ár eftir í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég þurfti þá að gera upp við mig hvort ég ætlaði að hætta í menntaskóla eða bíða með að elta dansdrauminn. Ég ákvað á endanum að harka af mér og tók síðasta árið í MR utan skóla meðfram dansnámi. Þetta var mikið álag og hlutar þessa tíma eru í móðu,“ segir hún hlæjandi og mælir hreint ekki með þessari leið fyrir neinn. Eftir út- skrift úr Listaháskólanum árið 2006 fór hún til Hollands að læra danssmíði og útskrifað- ist þaðan með BA gráðu árið 2008. Hreyfing og námsárangur barna „Ég var búin að ákveða að flytja heim þegar hrunið varð. Ég var þá úti í Hollandi og engin kort virkuðu. Fréttaflutningurinn úti var svo skelfilegur að fólk spurði mig áhyggjufullt hvort ég hefði náð sambandi við fjölskyldu mína á Íslandi.“ Hún flutti heim í desember 2008 og hafði miklar efasemdir um að hún gæti starfað sem listamaður út af erfiðu efna- hagsástandi og fór að kynna sér möguleika á meistaranámi. „Ég ákvað að sækja um í heilsuhagfræði. Ég hafði áhuga á hagfræði strax í menntaskóla. Mér finnst hagfræði vera skemmtileg grein og heilsuvinkill- inn fannst mér spennandi. Ég tók námið á þremur árum meðfram því að vinna við dans- inn, semja dansverk og kenna. Eins og flestir listamenn hér gera þá vinn ég á breiðum grundvelli. Margir vinna líka erlendis og það hef ég líka gert,“ segir Katrín en verk hennar hafa verið sýnd á ýmsum hátíðum víða um heim, til dæmis á Spáni, Hollandi og Belgíu. Lokaverkefni Katrínar í heilsuhagfræði fjallaði um tengsl menntunar og heilsufars hjá börnum. Hún tengdi verkefnið viða- mikilli rannsókn á lífsstíl 7-9 ára barna sem vísindamenn og framhaldsnemar við menntavísindasvið og heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands unnu á árunum 2006-2008. „Mínar niðurstöður voru á þá leið að aukin hreyfing stuðlaði að betri námsárangri,“ seg- ir hún. Katrín starfar sjálfstætt sem heilsu- hagfræðingur og tekur að sér ýmis verkefni. Það sveiflast hvort hún vinnur meira við dansinn eða hagfræðina. Efasemdir úr óvæntri átt „Ég er ekki að vinna sem hagfræðingur til að geta framfleytt mér sem listamaður. Þetta er það sem ég hef áhuga á og ég er heppin að geta sameinað þetta. Mér finnst gaman að eiga samastað í tveimur ólíkum geirum þar sem fólk hefur ólíka sýn á það sem er að ger- ast í samfélaginu. Fólk sem ég hef verið að vinna með til að mynda í velferðarráðuneyt- inu er mjög jákvætt og opið fyrir því að ég sé líka dansari og það stuðar fólk ekki neitt. Það kom mér á óvart að það er frekar þegar ég hitti einstaka listamann að hann skilur ekki hvernig ég get líka unnið sem hagfræð- ingur. Ég hefði einmitt haldið að það væru listamenn sem eru svo opnir og hugsa út fyrir kassann. Mér finnst þetta mjög fyndið og koma úr óvæntri átt.“ Reykjavík Dance Festival er ekki gömul í hettunni, var fyrst haldin árið 2002, en Katrín segir mikilvægt að hafa þennan vett- vang fyrir dansara enda mikil gróska á þessu sviði. „Hátíðin hefur fest sig í sessi, dans- senan hefur stækkað mikið og vonandi getur hátíðin komið sér á kortið í alþjóðasamfé- laginu.“ Danshús á óskalistanum Að hátíðinni lokinni heldur Katrín af landi brott og heldur áfram í sýningunni H, an Incident eftir belgíska leikstjórann Kris Verdonck og Ernu Ómarsdóttur dansara. Þá hyggur Katrín á áframhaldandi samstarf með Melkorku Sigríði Magnúsdóttur en saman fengu þær Grímuverðlaunin í ár sem danshöfundar ársins fyrir verkið Coming Up. „Síðan er framundan hin árlega umsókn- arhrina listamanna til að sækja um styrki hjá ríki og borg.“ Sem dæmi um hversu útundan dansinn getur verið þá er enginn sér flokkur fyrir dans þegar kemur að úthlutun lista- mannalauna heldur heyra dansverk undir sviðslistir og eru í sama flokki og leiksýn- ingar. Spurð hvað Katrín myndi gera ef hún réði ríkjum á Íslandi í einn dag er hún fljót til svars. „Lengi hefur verið barist fyrir því að við fáum okkar eigið rými, okkar danshús, og setja á laggirnar styrktarkerfi og styrktar- sjóði fyrir dans eingöngu.“ Hún bendir á að mikið hafi verið stutt við tónlist og íslenskt tónlistarfólk því náð að blómstra. Hún vonar að slíkur verði veruleiki íslenskra dansara. „Svona uppbygging skilar sér.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fyrirmynd Búra er hinn danski Havartí-rjómaostur sem athafnakonan Hanne Nielsen þróaði um miðja nítjándu öld á býli sínu „Havarthigaard“ fyrir norðan Kaupmannahöfn. Framleiðsla á Búra hófst árið 1980 á Húsavík en í dag fer framleiðslan fram á Akureyri. Mjúkur og smjörkenndur ostur með votti af ávaxtasætu, ljúfum sítrustóni í lokin og langvarandi eftirbragði. Rjómakennd einkenni ostins parast vel með sætum, örlítið sýrðum ávöxtum, berjum og kryddsultum. BÚRI LJÚFUR www.odalsostar.is Katrín Gunnarsdóttir segist ekki starfa sem hagfræðingur til að geta framfleytt sér sem listamaður heldur sé hún heppin að geta sameinað það sem hún hefur áhuga á. Ljósmyd/Hari Hagfræðimenntaður danshöfundur Grímuverðlaunahafinn Katrín Gunnarsdóttir, danshöfundur ársins 2013, er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Reykjavik Dance Festival sem hefst í dag. Katrín er einnig menntaður heilsuhagfræðingur og starfar bæði sem dans- ari og hagfræðingur. Hún segir mikla grósku í dansi hér á landi en ef hún tæki við stjórnartaumum yrði hér reist sérstakt danshús. Úr verkinu Coming up sem Katrín og Melkorka Sigríður fengu Grímuna fyrir í ár. Ljósmynd/ Bart Grietens 24 viðtal Helgin 23.-25. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.