Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 38
38 ferðir Helgin 23.-25. ágúst 2013  Ferðaþjónusta Gaman Ferðir bjóða alls konar skemmtiFerðir k y n n i n g Fótbolti í London, tónleikar eða julefrokost í Köben Gaman Ferðir sérhæfir sig í fótboltaferðum, tónleikaferðum og alls konar skemmtiferðum fyrir einstaklinga og hópa. Fram að jólum býður fyrirtækið Julefrokost-ferðir til Kaupmannahafnar. Ánægðir viðskiptavinir: Harri og Ormar Þór fóru á leik með Arsenal á Emirates Stadium í London. „Ferðin var í einu orði sagt frábær, hótelið mjög gott og vel staðsett. Allt til fyrirmyndar og ekki spillti veðrið fyrir,“ sagði Harri. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir Við vorum alsæl með ferðina, allt stóðst eins og stafur á bók og svo fengum við auðvitað frábæran leik með 3 mörkum á síðustu mínútunum. Ég, sem er nú ekki mikil fótboltaáhugamanneskja, var alveg upprifin yfir stemmningunni og fjörinu, fórum líka daginn eftir leik og skoðuðum völlinn og það var alveg frábært. Við förum örugglega aftur!!! Guðlaug Sigríksdóttir Ferðin gekk mjög vel. Allt stóðst eins og stafur á bók. Við höfum áður farið í nokkrar ferðir á Arsenalvöllinn, þær ferðir hafa gengið upp og ofan varðandi skipulag. Við höfðum því ekki miklar væntingar varðandi þessa ferð en hún stendur upp úr hvað varðar skipulag. Eina sem við getum kvartað yfir er að leikurinn tapaðist :-) Óskar Freyr Pétursson Ferðin var stórkostleg upplifun fyrir okkur feðga og þjónustan var frábær hjá ykkur í alla staði. Konráð Guðjónsson Mig langaði bara til að þakka fyrir okkur. Allir voru gríðarlega sáttir með túrinn, leikinn og úrslitin. Það var líka frábært að prófa að fá svona Executive miða og fá aðgang að Club 500. Kærar þakkir. Jóhannes Þór Ævarsson Það stóðst allt eins og stafur á blaði. Hótelið var mjög fínt og frábær staðsetning, ég gæti vel hugsað mér að nota þetta hótel aftur síðar. Svo á leiknum vorum við óvissir um hvernig sætin mundu verða. En maður minn kær – við vorum í VIP boxi á frábærum stað á vellinum og fengum magnaða upplifun! Þetta var eðal ferð í alla staði og við komum mjög sáttir heim. Hilmar Sverrisson Ég vil þakka fyrir frábæra Wembley-pakka- ferð á undanúrslitaleikinn, úrslitin máttu verða öðruvísi en frábær pakki hjá þér, takk fyrir mig. Krístin Ásgeirsdóttir Ferðin til London var frábær í alla staði og allt stóðst 100 prósent, mjög góð staðsetning á hótelinu og flugið var mjög fínt. Tónleikarn- ir voru meiriháttar, við höfum farið á nokkra og þetta var toppurinn :) Takk kærlega fyrir okkur. Hafdís Ingvarsdóttir Ferðin var frábær í alla staði. Ferðin út með WOW air var stórkostlega skemmtileg. Tónleikarnir æðislegir og gyðjan stóðst væntingar og rúmlega það. Kærar þakkir fyrir okkur. G aman Ferðir er nýlegt fyrirtæki sem byggir á langri reynslu af því að skipuleggja alls konar skemmtiferð- ir fyrir hópa og einstaklinga. Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon hafa verið í ferðabransanum frá 2003 þegar þeir stofnuðu saman ferðaskrifstofuna Mark- menn sem lét mikið að sér kveða í fótbolta- ferðum á sínum tíma. Árið 2007, tveimur árum eftir að Iceland Express keypti fyrir- tækið og breytti nafninu í Expressferðir, hættu stofnendurnir hjá fyrirtækinu. „Þá ákváðum við báðir að fara báðir út í heim að læra og leika okkur og en komum síðan aftur og sáum tækifæri á markaðnum og fórum í samstarf við WOW Air á síðasta ári. Við erum duglegir að útbúa pakkaferð- ir til þeirra borga sem WOW air er að fljúga til,“ segir Þór Bæring. Julefrokost virkjar jólaskapið Sérgreinar fyrirtækisins eru fótboltaferðir og tónleikaferðir og fjölmargar slíkar ferðir eru nú í boði hjá fyrirtækinu. Einnig er Gaman Ferðir að selja tveggja daga Julefrokost-ferðir þar sem fólk upplifir jóla- stemmninguna í Kaupmannahöfn. Fyrsta ferðin verður farin föstudaginn 15. nóvem- ber og síðan verða ferðir alla föstudaga næstu fimm helgar fram til 13. desember. „Þessar ferðir eru frábær skemmtun og tilvaldar til að virkja jólaskapið,“ segir Þór Bæring. „Það er einstök stemmning sem fylgir því að vera í Kaupmannahöfn fyrir jólin. Danir eru frægir fyrir julefrokost og Ís- lendingar hafa lengi sótt þangað til að njóta jólastemningarinnar,“ segir Þór Bæring. Hægt er að velja um tvo veitingastaði. Annar þeirra er Gröften í Tívolíinu sem fullkomnar stemminguna enda yndislegt að rölta um eftir matinn í Tívolígarðinum innan um ljósin og jólastemminguna sem þar skapast. Hinn staðurinn er Wallmans, í gömlu sirkusbyggingunni frægu. „Þar erum við að tala um matarveislu ásamt frábærri sýningu þar sem söngur, gleði og æðislegir fjöllistamenn ráða ríkjum. Þetta er sannkölluð upplifun,“ segir Þór Bæring. „Við hjá Gaman Ferðum þekkjum báða þessa staði vel og höfum skipulagt julefrokost ferðir fyrir hundruð Íslendinga sem eiga það allir sameiginlegt að hafa komið ánægðir heim.“ Í góðu samstarfi við liðin í úrvals- deildinni „Gaman Ferðir elska fótbolta“, segir Þór Bæring og hann og Bragi eru algjörir sér- fræðingar í fótboltaferðum til London. Þeir félagar hleyptu nýju lífi í samkeppn- ina á þeim markaði þegar þeir stofnuðu Markmenn árið 2003 og vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leyfa Ís- lendingum að upplifa það að sjá leik í ensku úrvalsdeildinni. „Það að vera á staðnum er einstök upp- lifun,“ segir Þór Bæring. Viðskiptavinir fyrirtækisins voru á fimm leikjum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem leikin var um síðustu helgi. „Gaman Ferðir eru í samstarfi við flest liðin í ensku úrvalsdeildinni og við kaupum miðana beint af viðkomandi félagi. Einnig erum við með ferðir á leiki á Spáni, í Þýska- landi, á Ítalíu og í Skotlandi og auðvitað líka á leiki í Meistaradeild Evrópu og Evr- ópudeildinni.“ Ánægðir gestir á tónleikum Rolling Stones og Rihönnu „Svo erum við með ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, til dæmis árshátíðarferðir, við höfum verið að stækka mikið á þeim markaði. Sömuleiðis erum við með með borgarferðir á alla áfanga- staði WOW Air. Það eru líka alltaf spennandi tónleikaferðir í boði hjá okk- ur og þær hafa verið vinsælar, til dæmis vorum við með fjölmarga viðskipta- vini á tónleikum hjá Rolling Stones og Rihönnu í sumar.“ Fjölmargar aðrar ferðir eru í boði hjá fyrirtækinu og hægt er að sjá nánari upplýsingar um þær og verðlista á heimasíðunni gaman.is. Einnig taka þeir félagar ásamt sínum samstarfs- mönnum að sér að útbúa sérstakar pakkaferðir þar sem innihaldið er sniðið að áhuga og þörfum. „Það eru margir sem vilja láta útbúa fyrir sig pakkaferðir og við tökum að okkur að skipuleggja brúðkaupsferðir, fermingaferðir og bara nefndu það.“ „Það sem ég fæ út úr þessu og gerir starfið mjög skemmtilegt er að fólk er að fara að gera spennandi hluti. Það er gaman að taka þátt í því og fá svo góðar kveðjur með myndum frá ánægðum viðskiptavinum eftir velheppnaða ferð,“ segir Þór Bæring Ólafsson að lokum. Hópur frá Gaman Ferðum var á tónleikum U2 í London. Jól í Tívolí í Kaupmannahöfn. Gaman Ferðir skipuleggja sex Julefrokost-ferðir til Kaupmannahafnar í nóvember og desember. Njáll og Matthildur voru ánægð með ferðina á White Hart Lane þar sem þau sáu heimaleik Tottenham. Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnús- son, eigendur Gaman Ferða, fóru saman á leik Barcelona og Real Madrid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.