Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 56
Einn af toppum Toskana Þau er nær óteljandi hin fallegu þorp sem raða sér ofan á hæðar- toppana í Toskana. Það móðgast þó vonandi fáir þótt því sé hér haldið fram að Pienza sé með þeim allra fegurstu. Þaðan er útsýnið yfir hin glæsilega dal Val d' Orcia líka kynngimagnað enda er dalurinn, eins og hann leggur sig, á heims- minjaskrá Unesco. Þrátt fyrir að ferðamenn séu nokkuð fjölmennir í Pienza þá er bæjarbragurinn sjarm- erandi. Fjölskyldur safnast saman á aðaltorginu á kvöldin og minja- gripabúðir eru fáar. Þeir sem eru á flakki um þennan hluta Ítalíu verða því ekki sviknir af því að dvelja yfir nótt í þessum einstaka bæ áður en brunað er niður hlíðina á ný í átt að næsta þorpi. Dans(veitinga)hús í Berlín Clärchens Ballhaus hefur lengi verið athvarf þeirra sem vilja taka sporið í Berlín. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda og þar er glatt á hjalla langt fram á nótt nær alla daga vikunnar. Á Clärchens Ball- haus má líka setjast niður og fá sér að borða og það er leit að jafn- skemmtilegum veitingastað. Um kvöldmatarleytið eru nefnilega haldin dansnámskeið í aðalsalnum og þá geta matargestir staðið upp á milli rétta og fengið leiðsögn í salsa, cha cha cha eða jafnvel tangó. Maturinn er ekki aðalatriðið á þessu dansveitingahúsi í Mitte en það er óhætt að mæla með heim- sókn þangað. Aldarafmæli Clärchens Ballhaus (Auguststrasse 24) verður fagnað í næsta mánuði. Sennilega besti snúðurinn í Stokkhólmi Jafnvel þó sænska konungsfjöl- skyldan eigi ættir sínar að rekja til Frakklands á franskt sæta- brauð ekki mikinn séns á kaffi- húsunum í Svíþjóð. Heimamenn halda nefnilega tryggð við sína kardemommu- og kanelsnúða og því fá frönsku hornin ekki breytt. Þessar gerdeigsbollur eru ríkulega kryddaðar og sumir bakarar setja marsipan inn í til að lyfta þeim á enn hærra plan. Á litlu útikaffihúsi við höll Viktoríu krónprinsessu í Haga garðinum, rétt utan við mið- borg Stokkhólms, er möndluspæni bætt við uppskriftina og úr verður kardemommubolla sem á líklega engan sinn líka í borginni. Vasa- slätten kaffihúsið er opið frá maí og fram til loka september. Safnið í Toronto Frank Gehry er ekki óvanur því að teikna stórbrotin hús utan um lista- söfn. Í heimaborg hans stendur eitt af meistarverkum hans og hýsir Art Gallery of Ontario (AGO). Safnið er stórt og nokkuð margar sýningar í gangi á sama tíma og fjölbreyttar. Þar finna því allir eitthvað for- vitnilegt. En safnabyggingin sjálf stelur líka svolítið senunni og það er í raun mun skemmtilegra að ganga um salarkynni AGO en um Guggenheim í Bilbao sem Gehry ber líka ábyrgð á og er sennilega hans þekktasta verk. Meðal þess sem hæst ber á safninu í haust er sýning á búningum, handritum og ljósmyndum í eigu David Bowie og verk Kínverjans Ai Weiwei verða líka til sýnis. Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is 56 ferðir Helgin 23.-25. ágúst 2013 Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Gardavatn & Feneyjar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör e hf . Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir, m.a í siglingu á Gardavatni, til Feneyja drottningar Adríahafsins og Verónu elstu borgar Norður Ítalíu. Verð: 209.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! 5. - 15. októberHaust 10 Sykurlaus og náttúrulegur staðgengill flórsykurs! Hefur ekki áhrif á blóðsykur og insúlín líkamans  borgarferðir berlín, stokkhólmur, toskana og toronto Fjórir ólíkir staðir sem eru ferðalagsins virði Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Ball í Berlín, bakkelsi í Stokkhólmi, fallegur bær í Toskana og Bowie í Toronto. Það kennir ýmissa grasa í ferðapunktum Kristjáns Sigurjónssonar. Á Clärchens Ballhaus geta matar- gestir tekið snúning á milli rétta. Pienza er einn af vinsælli áfanga- stöðum ferðamanna í Pienza en þrátt fyrir það fer furðu lítið fyrir minja- gripabúðum í plássinu. Kardemommubolla að hætti þeirra í Haga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.