Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 46
Námskeið Helgin 23.-25. ágúst 201346  Námskeið FullorðiNsFimleikar síviNsælir Aldrei of seint að byrja Nokkur fimleika- félaganna bjóða upp á fullorðins- fimleika sem njóta mikilla vinsælda. Ekki er nauðsynlegt að hafa neina grunnþekkingu í fimleikum til að mæta á æfingar og geta fullorðnir vel lært flikk og heljarstökk þó það taki kannski aðeins lengri tíma en hjá þeim sem yngri eru. F ullorðnir geta vel lært að fara í skrúfu, flikk og önn-ur fimleikastökk þó þjálf- unin taki kannski aðeins lengri tíma en hjá börnunum,“ segir Erla Ormarsdóttir, framkvæmda- stjóri Fimleikafélags Akureyrar en félagið er eitt þeirra sem bjóða upp á fimleika fyrir full- orðna og hafa þeir notið mikilla vinsælda. „Það er alltaf ákveðinn kjarni sem mætir á æfingar og sumir hafa verið með frá upp- hafi,“ segir Erla. Hjá Fimleika- félagi Akureyrar er ýmist hægt að æfa fullorðins fimleika einu sinni eða tvisvar sinnum í viku og segir Erla er ekki nauðsynlegt að hafa neina grunnþekkingu í fimleikum til að hefja æfingar og stendur fólki til boða að mæta í einn prufutíma til að sjá hvernig því líkar. „Á æfingunum er öflug upphitun sem reynir bæði á þol og styrk. Svo er farið grunnæf- ingar og reynt að koma til móts við kunnáttu hvers og eins.“ Fimleikafólki í fullorðinshópi hjá Fimleikafélagi Akureyrar stendur einnig til boða að keppa á innanfélagsmótum og myndað- ist góð stemmning í kringum mótið í fyrra og var þátttaka full- orðna fimleikafólksins góð. „Fólk fyllist keppnisskapi og ætlar að ná hlutunum. Það hafa ýmis afrek verið unnin hérna því allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Erla. Hjá fimleikadeild Fjölnis í Grafarvogi er boðið upp á fim- leika og stendur innritun yfir þessa dagana. Að sögn Kar- enar Jóhannsdóttur þjálfara hefur fólk sem aldrei áður hefur stundað fimleika náð ótrúlegum árangri og farið í heljarstökk og gert ýmsar aðrar kúnstir. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa æfingarnar skemmtilegar og full- orðið fólk skemmtir sér oft betur í stórfiskaleik en börn,“ segir Karen en iðkendahópurinn hjá Fjölni er á aldrinum átján ára til fimmtugs. „Æfingarnar eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna og fær fólk að æfa á sínum hraða. Oft er það þannig að fimleikar eru eina líkamsræktin sem fólk stundar og því reynum við • Finnur þú fyrir veikleika í grindarbotni, eins og áreynsluþvagleka, þreytu eða þyngslatilfinningu í grindarbotninum? • Er grindarbotninn að trufla þig í ræktinni? • Finnur þú fyrir tíðri þvaglátsþörf og tíðum þvaglátum? • Ertu með varnarspennu eða verki í grindarbotni og óþægindi vegna þess? 8 vikna námskeið, einu sinni í viku fyrir konur sem vilja bæta líðan sína og lífsgæði, hefst þriðjudaginn 3. september kl. 16.30 og 17.30 í Táp sjúkraþjálfun, Hlíðasmára 15, Kópavogi. Takmarkaður fjöldi Leiðbeinandi: Þorgerður Sigurðardóttir sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun Skráning og nánari upplýsingar: grindarbotn@gmail.com eða í síma 564-5442 Grindarbotn Kvennaheilsa S J Ú N Fimleikaiðkendur þurfa ekki á neinum auka búnaði að halda, aðeins að mæta í þægi- legum fötum. Myndir/ NordicPhotos/Getty  Námskeið Hlutaverkasetur bauð upp á Námskeið í Faðmlögum Meirihlutinn þiggur faðmlag Ókeypis faðmlög verða að venju í boði Hlutverkaseturs á Menningar- nótt en í ár var bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða fólki upp á ör- námskeið í faðmlögum. Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi sem er með þungavigtarpróf í faðmlögum leiðbeindi á námskeiðunum í vik- unni. „Það eru töluvert af fólki búið að koma. Ebba hefur talað um gildi faðmlaga, hvað er eðlilegt í faðmlög- um og hún hefur farið yfir að það er mismunandi hvernig fólk upplifir snertingu og finnst jafnvel óþægi- legt að faðma,“ segir Helga Ólafs- dóttir hjá Hlutverkasetri. Hlutverkasetur býður upp á hvatn- ingu og stuðning fyrir þá sem vilja halda virkni á markvissan hátt og er markmiðið að fólk komist út á al- mennan vinnumarkað, fari í nám eða auki lífsgæði. Leiðarljós Hlutverka- seturs er virk samfélagsþátttaka og árið 2008 ákváðu starfsmenn set- ursins í fyrsta sinn að bjóða upp á faðmlög á Menningarnótt til að vekja athygli á starfsemi Hlutverkaseturs. Uppátækið heppnaðist svo vel að það er nú orðinn fastur liður. Helga segir almennt mikla gleði fylgja því að bjóða upp á ókeypis faðmlag. „Það skemmtilegasta er að meirihlutinn þiggur faðmlag. Fólk verður svo hissa og þeim finnst þetta bæði innilegt og gaman. Í gegn um árin er þetta orðinn ansi mikill fjöldi sem hefur fengið faðmlag á Menn- ingarnótt,“ segir hún. Þeir sem vilja þiggja, eða þá bjóða, ókeypis faðmlag er bent á að mæta fyrir framan Janusbúðina á Lauga- vegi 25 á Menningarnótt. -eh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.