Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 78
 SamfélagSmál Eyþór Darri hEfði orðið tvítugur fyrr í ágúSt Vildi að Eyþór Darri gæti séð þetta Verk eftir Eyþór Darra Róbertsson heitinn er hluti af Götusýningunni 2013 sem Arion banki heldur í tilefni Menningarnætur. Móðir hans segir það ylja sér um hjartarætur að sjá verkið hans á Lækjar- torgi. Eyþór Darri hefði orðið tvítugur þann 15. ágúst og hélt móðir hans kaffiboð af því tilefni. é g er stolt fyrir hans hönd. Ég vildi bara að hann gæti verið hér líka til að sjá þetta,“ segir Lilja Huld Steinþórsdóttir, móðir Eyþórs Darra Róbertssonar sem lést í bílslysi þann 14. ágúst 2011. Verkið er hluti af Götusýning- unni 2013 sem Arion banki heldur í tilefni Minningarnætur og stendur það við Héraðsdóm Reykjavíkur. Lilja fór þangað seinni hluta miðvikudags til að athuga hvort verkið væri komið upp og vildi þá svo til að hún mætti á sama tíma og mennirnir sem komu því fyrir. „Þeir voru akkúrat að fara að setja það upp þegar ég kom,“ segir hún. Eyþór Darri var farþegi í bíl vinar síns sem ók Mýrargötu á ofsahraða þegar slysið varð og var sá dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í þrjú ár. Lilja segist hafa spurt mennina sem settu upp verkið hvort staðsetningin hefði verið valin sérstaklega en drengurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Við erum auðvitað búin að vera mikið í þessu húsi. En maðurinn sagði þetta al- gjöra tilviljun og spurði hvort mér fyndist þetta óþægilegt. En mér finnst þetta flott staðsetning,“ segir hún. Eyþór Darri lést daginn fyrir 18 ára af- mælið sitt og kom fjöldi fólks saman við slysstaðinn á afmælisdaginn. Hann hefði orðið tvítugur þann 15. ágúst síðastliðinn og hélt móðir hans kaffiboð af því tilefni. „Mér þótti afskaplega vænt um hvað margir gáfu sér tíma til að koma,“ segir hún. Faðir Eyþórs Darra, Róbert Ólafsson, sendi verkið inn þegar Arion banki óskaði eftir myndum en það var hluti af lokaverkefni Eyþórs Darra í 10. bekk Langholtsskóla. „Það blundaði alltaf í honum að hanna og eftir að hann lauk skólanum stenslaði hann þetta á boli sem hann seldi,“ segir Lilja. Það eru því þó nokkrir sem eiga bol eftir Eyþór Darra með einmitt þessu verki og Lilja á sjálf þannig bol. „Mér þykir vænt um að sjá myndina hans þarna. Það yljar manni um hjartarætur. Við viljum minnast á hann sem oftast þannig að hann gleymist ekki. Þetta verð- ur til þess að fólk muni hvað gerðist,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Lilja Huld Steinþórsdóttir við verk Eyþórs Darra sem stendur við Héraðsdóm Reykjavíkur. Ljósmynd/Hari Eyþór Darri Róberts- son sumarið 2011 Valtýr forritaði gagnagrunn og vefinn skolaskra.is því honum fannst allir vera að spyrja hvern annan sömu spurningarinnar: „Í hvaða framhaldsskóla ertu að fara?“ Ljósmynd/Hari Megas og vínyll á Kexi Íslenskar hljómplötur verða til sölu á plötumarkaði á KEX Hostel á Menningar- nótt milli klukkan 12 og 18. Alls kyns plötur og íslensk tónlistarmenning verður þar í forgrunni. Auk markaðarins verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Portrett af íslenskum tónlistarmönnum á Kexinu. Þar sýna þeir Magnús Andersen og Daníel Starrason ljósmyndir sínar af þjóðþekktum tónlistarmönnum. Dagskránni lýkur svo með tónleikunum Megakex í bakgarði Kexins en þeir hefjast klukkan 18. Þar koma fram hljómsveitarnar Borko, Retro Stefson og sjálfur Megas með stórsveitinni UXI.  ungmEnni gagnagrunnur yfir framhalDSSkólanEma Forritaði gagnabanka til að svara algengustu spurningunni Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Valtýr Kjartansson verðandi MR- ingur var orðinn þreyttur á að heyra félaga sína spyrja sömu spurningarinnar og forritaði því gagnagrunn og setti upp vefsíðu sem leysti vandamálið. Spurningin var: „Í hvaða framhaldsskóla ertu að fara?“ og vefurinn með svörin er skolaskra.is. „Það eru alltaf allir að velta því fyrir sér í hvaða framhaldsskóla hinir og þessir séu að fara og því ákvað ég að búa til vef sem veitir aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Valtýr sem er áhugaforritari og hannaði vefinn frá grunni með- fram garðyrkjustörfum sínum í sumar. Hann útskrifaðist úr Haga- skóla í vor og er á leið í MR í haust. Vefurinn er nýopnaður og nú þegar hafa um 500 nemendur sent inn upplýsingar um skólavist sína. Tugþúsundir uppflettinga sýna, að sögn Valtýs, þörfina á þessum gagnagrunni og hvetur hann alla framhaldsskólanemendur til að skrá sig á vefinn. Enn sem komið er eru einungis upplýsingar um nafn og skóla við- komandi og Facebook-tenging, en hugsanlega verður þeim sem skrá sig gert kleift að setja upp eigin prófíl á vefnum. Aðgangur að síðunni er ókeypis og er Valtýr að leita að styrktarað- ila til að fjármagna rekstur hennar. Spurður hvort hann ætli að leggja fyrir sig forritun í framtíð- inni segir Valtýr: „Ég hef ekki hug- mynd um hvað ég ætla að verða, ég hef áhuga á öllu milli himins og jarðar, nema kannski boccia og út- saumi, og veit ekkert hvað verður fyrir valinu þegar ég er búinn með menntaskólann.“ 18 þúsund á 2 Guns Íslenskir kvikmyndaaðdáendur flykktust á nýjustu mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, fyrstu dagana eftir að hún var frumsýnd. Um 6.500 manns sáu myndina um frumsýningarhelgina og í vikubyrjun höfðu 12 þúsund manns séð hana. Samkvæmt nýjustu tölum er hún komin í 18 þúsund manns. Því er spáð að haldi þessar vinsældir áfram verði 2 Guns vinsælasta mynd ársins áður en yfir lýkur. Riff að taka á sig mynd Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, verður haldin í tíunda sinn í lok septem- ber. Eftir að leyst var úr vandræðagangi skipuleggjenda með fjármögnun, styrki og ýmsa óánægju er skipulagning nú í fullum gangi. Tilkynnt hefur verið um fyrstu tíu myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni og miðasala er hafin á Riff.is. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða er Mistaken for Strangers sem er heimildarmynd um hljóm- sveitina The National sem bróðir söngvara hennar gerði. Einnig vekur athygli heimildar- myndin Greedy Lying Bastards sem fjallar um loftslagsbreytingar og hóp og samtök sem breiða út efasemdir um loftslagsvísindi og staðhæfa að gróðurhúsalofttegundir komi ekki hegðun mannsins við. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar. 78 dægurmál Helgin 23.-25. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.