Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
www.grillbudin.is
Er frá Þýskalandi
79.900
VELDU
GRILL
SEM EN
DIST
OG ÞÚ
SPARA
R
Frábært grill
fyrir íslenskar
aðstæður
16,5
KW
40 gerðir gasgrilla
20 gerðir kolagrilla
ALLT FYRIR GRILLIÐ
Á EINUM STAÐ
Opið til kl. 14 laugardag
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Vætusamt á landinu,
síst þó n-lands.
HöfuðborgarsVæðið:
Rigning fRaman af, styttiR síðan upp.
strekkingsVindur af sV. að mestu þurrt og
léttsk. n- og a-til.
HöfuðborgarsVæðið:
skúRiR af og til, en sól á milli.
aftur rigning um mest allt land,
einkum s- og V-til.
HöfuðborgarsVæðið:
Rigning og síðaR skúRiR.
sleppur til í reykjavík
sjaldan hefur spáin í þessum dálki
verið jafn rigningarleg og nú. á
laugardag styttir þó upp að mestu. í
Reykjavík ætti að haldast þurrt fram-
an af degi en síðan einhverjar skúrir
þegar frá líður. strekk-
ingsgola verður hins
vegar. Vætusamt verður
á morgun, föstudag og
aftur á sunnudag með
fremur óvenjulegum og
rakaþrungnum lægðum
sem báðar fara beint
yfir landið.
11
11 16
10
12
10
9 14 16
11
10
10 11 13
10
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
É g valdi þennan leikskóla því ég fékk ekkert annað,“ segir móðir barns á Leikskólanum 101 sem
hefur verið lokað tímabundið á meðan
rannsókn Barnaverndarnefndar Reykja-
víkur á meintu harðræðu starfsfólks í
garð barna stendur yfir. Þrettán dagfor-
eldrar eru starfandi í hverfinu og fullt er
hjá þeim öllum. Móðirin byrjaði að hafa
samband við dagforeldra í Vesturbæ
þegar sonur hennar var 3ja mánaða en
var þá tjáð að það væri um árs bið eftir
plássi. Hún segist hafa haft slæma til-
finningu fyrir leikskólanum þegar hún
sá starfsfólkið úti að reykja á vinnutíma
en hafði ekki kost á annarri dagvistun.
„Nú er ég búin að fá símtöl frá foreldrum
sem hættu með börnin sín þarna því þau
grétu svo mikið,“ segir hún.
Á þriðjudagskvöldið fengu foreldrar
barna í Leikskólanum 101 símtöl frá fullt-
rúm barnaverndarnefndar Reykjavíkur
þar sem þeim var greint frá því að tveir
sumarstarfsmenn hafi komið myndbönd-
um til nefndarinnar þar sem sjá megi
börnin beitt ýmiss konar harðræði, þau
rasskellt, mat haldið frá þeim og þau lok-
uð inni ef þau grétu. „Við erum auðvitað
bara í áfalli,“ segir móðirin. Leikskólinn
er sjálfstætt rekinn ungbarnaleikskóli
fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða og
var þar 31 barn í gæslu þegar honum var
lokað á miðvikudag. Hann hefur starfað
frá árinu 2004.
Framkvæmdastjóri Vesturgarðs, þjón-
ustumiðstöðvar Vesturbæjar, segir að
foreldrar barna á Leikskólanum 101 hafi
leitað þangað til að fá upplýsingar um
hvar er hægt að fá daggæslu. Það eina
sem hægt er að benda þeim á eru dag-
foreldrar í öðrum hverfum. Eftir því sem
Fréttatíminn kemst næst eru engin laus
pláss hjá dagforeldrum í miðbænum eða
í Hlíðum og næstu hverfi sem foreldrar
í Vesturbæ geta fundið dagforeldra með
laus pláss eru í Laugardalnum, Háaleiti
og Bústaðahverfi.
Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri
Reykjavíkurborgar, segir það vissulega
erfiða stöðu þegar 31 barn er skyndilega
án dagvistunar. Vistun ungbarna er ekki
lögbundin skylda borgarinnar. „Engu
að síður er verið að reyna að finna leiðir
til að milda þetta högg. Það er verið að
reyna að aðstoða fólk við að finna dag-
vistun en ekki er víst að það sé hægt,“
segir hann.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur-
borgar, svo og Heilbrigðiseftirlit Reykja-
vikur, sinna lögbundnu eftirliti með sjálf-
stætt starfandi leikskólum í borginni.
Við reglubundið eftirlit í Leikskólanum
101 á þessu ári hafa engar athugasemdir
verið gerðar við aðbúnað barnanna.
Foreldrakönnun sem gerð var á vegum
sviðsins meðal forsjármanna barna í leik-
skólanum í vor gaf heldur ekki ástæðu til
athugasemda eða frekara eftirlits.
Foreldrar barna á leikskólanum eru
boðaðir á fund í þjónustumiðstöð Vestur-
bæjar, klukkan 17.30 á mánudag á vegum
Reykjavíkurborgar. Í framhaldinu verður
haldinn annar fundur með foreldrum
barna ákváðu að hætta með börn sín þar
en hann hefur ekki verið tímasettur.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Nú er ég
búin að fá
símtöl frá
foreldrum
sem hættu
með
börnin sín
þarna því
þau grétu
svo mikið.
samFÉlagsmál 31 barn er án daggæslu eFtir að leikskólinn 101 lokaði
Neyddist til að velja
Leikskólann 101
móðir barns á
leikskólanum
101 valdi skólann
því engin önnur
dagvistun stóð til
boða. árs bið var
eftir lausu plássi
hjá dagforeldrum
þegar hún leitaði
eftir því. foreldrar
barna á leikskól-
anum eru boðaðir
á fund á vegum
Reykjavíkurborgar
eftir helgina og
í framhaldinu
verður haldinn
fundur með for-
eldrum sem tóku
börnin sín úr leik-
skólanum.
óvíst er hversu lengi leikskólinn 101 við Vesturgötu í Reykjavík verður lokaður vegna rannsóknar barna-
verndaryfirvalda á meintu harðræði. Mynd/Hari
selja íbúð en vilja njóta
leiðréttra lána
margir seljendur fasteigna setja um þessar
mundir fyrirvara í kaupsamninga til að
tryggja að seljandinn en ekki kaupandinn
hagnist á hugsanlegri leiðréttingu
áhvílandi lána.
ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags
fasteignasala, sagði við RúV að það væri
ekki sanngjarnt, ef kaupandi hagnaðist á
lánaleiðréttingu. “Það væri afar óréttlátt
að viðkomandi seljandi sem er búinn
að taka á sig kannski margar milljónir í
hækkunum á lánum, vegna óðaverðbólgu
og ytri aðstæðna, hann fái ekki þá leiðrétt-
ingu sem verið er að ræða um heldur þriðji
aðili sem kemur að samningi hugsanlega
núna á þessu ári eða á síðustu dögum,“
segir hún.
69 vændismál hjá
saksóknara
saksóknarar hafa nú til ákærumeðferðar
69 mál sem snerta kaup á vændi og hafa
verið til rannsóknar á höfuðborgar-
svæðinu. 86 vændismál hafa komið til
rannsóknar á svæðinu síðasta árið.
sex mál eru enn í rannsókn en rannsókn
fjögurra mála var hætt hjá saksóknara.
59 einstaklingar eru grunaðir um
vændiskaup í málunum 69 og geta því átt
yfir höfði sér ákæru.
Þetta kemur fram á mbl.is, sem
aflaði nánari upplýsinga um rannsóknir
vændismála eftir að fram kom í skýrslu
greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að
um 100 vændismál hefðu komið til kasta
lögreglu á síðasta ári.
kjarninn er fyrsta staf-
ræna fréttatímaritið
Ný fjölmiðill
leit dagsins
ljós í gær,
kjarninn,
fyrsta
stafræna
fréttatímarit
landsins.
meðal
efnis er
úttekt
á fyrir-
huguðum viðræðum við kröfuhafa föllnu
bankanna og frétt um að tveir fjár-
festahópar frá Hong kong og kína muni á
næstunni gera tilboð í íslandsbanka. einnig
er meðal annars fjallað um svarta leyni-
skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins PwC
um Sparisjóðinn í Keflavík.
Kjarninn er gefinn út í appi fyrir iPad-
spjaldtölvur og iphone-snjallsíma og er það
aðgengilegt ókeypis í app store. einnig
er kjarninn aðgengilegur fyrir venjulegar
tölvur í pdf-útgáfu á vefsíðunni kjarninn.is.
kjarninn er í eigu starfsmanna. Ritstjóri
er Þórður snær Júlíusson.
þjófnuðum fækkar en slysum fjölgar
mun færri innbrot og þjófnaðir voru til-
kynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra. fækkun
þjófnaðarmála er 9% en innbrota 18% frá
síðasta ári. eignarspjöllun fækkaði einnig um
13% og ofbeldisbrotum um 3%.
Þetta er fjórða mánuðinn í röð sem þjófn-
uðum og innbrotum fækkar milli mánaða,
samkvæmt tölfræði lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hins vegar voru 36 umferðarslys tilkynnt,
næstum tvöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra.
4 fréttir Helgin 23.-25. ágúst 2013