Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 6
ÞOLÞJÁLFUN - LYFTINGAR - STEMNING - ÁRANGUR
Ný námskeið að byrja
B iðlistar eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) eru almennt langir og nú er
151 á biðlista göngudeildar. „Fjöldinn skýrist
meðal annars af gríðarlegum fjölda barna
og unglinga sem hafa þurft á bráðaþjónustu
BUGL að halda,“ segir Linda Kristmunds-
dóttir, hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar
BUGL. Fyrstu sex mánuði ársins þurftu 196
börn og unglingar á bráðaþjónustu BUGL
að halda „Yfirleitt er um að ræða börn með
sjálfsvígshótanir eða sjálfsvígshugsanir en
einnig börn sem talin eru vera með geðrofs-
einkenni,“ segir hún. Algengast að það séu
eldri börn sem þurfa á bráðaþjónustu að
halda, á aldrinum 12-18 ára, en inn á milli
eru yngri börn allt niður í sex ára. „Ef um
sjálfsvígshættu er að ræða fær viðkomandi
tíma samdægurs þar sem sjálfsvígshætta er
metin. Það bíður enginn sem vill ekki lifa
lengur. Byggt á niðurstöðu viðtals er ákveðið
hvort barn fer í innlögn eða fær göngudeild-
arþjónustu, “ segir Linda. Nokkur fjölgun
hefur orðið á milli ára á bráðatilvikum en
140 börn og unglingar fengu bráðaþjónustu
fyrstu sex mánuði ársins í fyrra.
Hvað biðlistann varðar er hann nú öllu
lengri en árið 2011 þegar 80 börn biðu eftir
þjónustu BUGL en örlítið styttri en árið 2007
þegar börn á biðlista voru 170. Linda segir
fjölda á biðlista yfirleitt sveiflast og erfitt
að skýra sveiflurnar til hlítar. „Við erum
oft spurð um þetta en það er erfitt að skýra
þetta. Núna hefur vissulega áhrif þessi fjöldi
sem hefur þurft á bráðaþjónustu að halda.
Síðan hefur göngudeildin verið lokuð í júlí
þannig að biðlistinn í byrjun ágúst er oft
lengri fyrir vikið,“ segir hún.
Linda segir að aukið fjármagn myndi
vissulega vera til bóta fyrir starfsemina.
„Hér er mikið álag allt árið um kring eins
og annars staðar á Landspítalanum,“ segir
hún. Tæplega 4 þúsund komur voru á BUGL
fyrstu sex mánuði ársins.
Stefna BUGL er að auka samstarf við
heilsugæslu, skóla-og félagsþjónustu, bæði
á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
„Hlutverk BUGL sem deild á háskólasjúkra-
húsi er að taka við erfiðustu málunum, þar
sem meðferð í heimabyggð hefur ekki borið
nægilegan árangur. Þá er oft um að ræða
flókinn vanda, með langvinnum geðrænum
erfiðleikum oft samfara þroskavanda,“ segir
Linda. Æskilegt er að sem flestir geti fengið
þjónustu í heimabyggð. „Það á ekki síður við
um börn. Við reynum því að vera í samvinnu
við aðila í heimabyggð,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Heilsa aukning meðal Barna sem þurfa Bráðaþjónustu á Bugl
Eitt barn á dag þarf
bráðaþjónustu geðdeilda
Það
bíður
enginn
sem vill
ekki lifa
lengur.
Gríðarlegur fjöldi barna- og unglinga þurfti á bráðaþjónustu BUGL að halda fyrstu sex mánuði
ársins, eða 196. Flest þeirra voru í sjálfsvígshugleiðingum. Bráðatilvik eru tekin framfyrir biðlista
en á almennum biðlista BUGL er nú 151.
Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar BUGL og
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL. Mynd/Hari
Komur á BUGL
Fyrstu sex mánuði ársins
2013 3917
2012 3498
utanríkismál lögfræðiálit um að ríkisstjórnin sé óBundin af þingsályktunum síðasta kjörtímaBils
Íhugar að leysa samninganefnd við ESB frá störfum
Gunnar Bragi Sveinsson, utan-
ríkisráðherra, kynnti utanríkis-
málanefnd Alþingis í gær lögfræði-
álit sem hann hefur aflað sér en
þar kemur fram að núverandi
ríkisstjórn sé óbundin af þeirri
þingsályktun sem samþykkt var á
síðasta kjörtímabili og var forsenda
þess að síðasta ríkisstjórn sótti um
aðild að Evrópusambandinu fyrir
Íslands hönd í júlí 2009.
Eftir fundinn með utanríkismála-
nefnd í gær greindi Gunnar Bragi
svo frá því í yfirlýsingu að vegna niðurstöðu
lögfræðiálitsins væri nú að íhuga þann
möguleika að leysa frá störfum
samninganefndina sem leitt hefur
aðildarviðræður Íslands við Evr-
ópusambandið og þá málefnahópa
sem starfað hafa á vegum samn-
inganefndarinnar.
Lögfræðiálitið hefur verið birt á
vef mbl.is en ekki kemur fram þar
hver er höfundur þess. Í álitinu
segir meðal annars að skýr laga-
leg og réttarpólitísk rök standi
gegn því að ætla þingsályktunum
lagalega þýðingu eða bindandi
lagaleg áhrif gagnvart stjórnvöldum.
„Þingsályktanir lýsa fyrst og fremst póli-
tískum vilja meirihluta þess þings sem sam-
þykkir þær og geta sem slíkar haft mikil
pólitísk áhrif,” segir þar. „Þingsályktun
fellur ekki beinlínis niður eða er úr gildi við
kosningar eða þegar þingstyrkur að baki
henni breytist en varði hún umdeild póli-
tískt stefnumál getur framkvæmd hennar
undir því komin að stefnumálið njóti áfram
tilskilins pólitísks stuðnings í þinginu.“
„Ef þingstyrkur að baki þingsályktun
breytist eða hverfur hlýtur pólitísk þýðing
slíkra fyrirmæla að dvína í samræmi við
það og eftir atvikum fjara út, t.d. ef meiri-
hlutinn missir umboð sitt í kosningum.
Pólitísk þýðing þingsályktunar helst
þannig í hendur við þann meirihluta
sem er í þinginu hverju sinni og
tryggir að völd og ábyrgð fari
saman,” segir í lögfræðiá-
litinu.
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
Gardavatn & Feneyjar
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
e
hf
.
Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður
Íslendinga til margra ára. Farið verður í áhugaverðar
skoðunarferðir, m.a í siglingu á Gardavatni, til Feneyja
drottningar Adríahafsins og Verónu elstu borgar Norður Ítalíu.
Verð: 209.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
5. - 15. októberHaust 10
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör
6 fréttir Helgin 23.-25. ágúst 2013