Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 8
Ö ll framleiðsla á íslenskum minkaskinnum er send út á markað. Það er kannski einstaka flík hér á landi sem framleidd er úr íslensku skinni en það heyrir til undantekninga,“ segir Björn Halldórsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Skinn íslenskra minkabænda eru seld í uppboðshúsi í Kaupmanannhöfn. Þar eru haldin uppboð fimm sinnum á ári og á þau mæta kaupendur hvaðanæva að úr heiminum. Fyrir uppboðin eru skinnin flokkuð eftir lit, áferð og kyni og í nokkra daga fyrir uppboð gefst kaupendum tækifæri til að skoða og meta skinnin. Eggert Jóhannsson feldskeri, notar minkaskinn af þessum markaði. „Ég nota skandinavísk skinn svo það getur verið að hluti þeirra sé íslensk skinn. Við hérna notum reyndar mikið af lambskinni og roði en þegar við notum minkaskinn er það að hluta til íslenskt og að hluta til frá öðrum löndum. Með þessu móti er hægt að kaupa vel flokkuð skinn og þá gerist það ekki að maður kaupi skinn sem passa ekki saman. „Að sögn Eggerts er skinn- unum blandað saman í uppboðshús- unum svo erfitt getur verið að rekja uppruna þeirra en séu uppi sérstak- ar óskir um slíkt sé það gerlegt. „Þá þarf að passa upp á það frá byrj- un ferlisins en við vinnslu þarf að taka öll merki af,“ segir Eggert sem reynir núna þegar verðið er svo hátt að vinna frekar úr þeim skinnum sem fyrir eru á lager. „Ég reyni að kaupa eins lítið og ég get núna því verðið er svo hátt. Íslenskir minkabændur hafa unnið vel á undanförnum árum og upp- skera samkvæmt því núna. “ Í sama streng tekur Heiðar Sigurðsson, feldskeri og eigandi fyrirtækisins Feldur verkstæði. „Ég kaupi skinn á uppboðum í Danmörku og Helsinki í samstarfi við aðra feldskera. Við kaupum saman góðan slatta og svo fæ ég hluta. Skinnin eru svo sútuð í sérhæfð- um sútunarverksmiðjum víða um Evrópu. Verðið á íslenskum minkaskinnum er mjög hátt núna enda hefur verið vel að ræktuninni staðið hér og íslenskar aðstæður, svo sem loftslag og veðurfar, henta einstak- lega vel til minkaræktunar. Sumar þjóðir eiga svarta- gull en minkaræktin gæti orðið okkar feldsgull." Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Loðdýrarækt ísLensk skinn bLandast Öðrum í uppboðshúsi Íslensk framleiðsla úr innfluttum skinnum Öll þau minkaskinn sem framleidd eru á Íslandi eru flutt út og seld á uppboði í Kaupmannahöfn. Þar blandast þau öðrum skinnum í sama flokki svo uppruni þeirra er ekki rekjanlegur. Íslenskir feldskerar kaupa skinn á þessum mörkuðum svo framleiðsla úr minkaskinni hér á landi er ekki alfarið úr íslenskum skinnum. Íslensk minkaskinn blandast skinnum frá öðrum löndum í uppboðshúsi í Kaupmannahöfn svo erfitt getur verið að rekja upprunann. Fiðluleikur til styrktar UNICEF Ágústa Dómhildur Karlsdóttir, sextán ára fiðluleikari, mun halda þriggja tíma tónleika undir berum himni á menn- ingarnótt og safna fé sem mun renna óskipt til UNICEF á Íslandi. Tónleikarnir verða við hlið bókabúðar Eymunds- son við Skólavörðustíg og standa frá klukkan 15:00 til 18:00. Á dagskránni verða vinsælar dægurlagaperlur á borð við Dagnýju og Kostervalsinn í bland við létt, klassísk tónverk. Tónleikarnir verða fjórðu söfnunartónleikar Ágústu en á Menningarnótt árið 2011 safnaði hún rúmum 106.000 krónum sem runnu til UNICEF. -dhe Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 15% afsláttur Afslátturinn gildir út ágúst. Mjög bragðgott glútenlaust og sykurlaust brauðmix! Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 8 fréttir Helgin 23.-25. ágúst 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.