Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 17
Litavalið var líka svo
smekklegt árið 1985
og þetta er tíminn
áður en goritexið og
flísið kom og þessi
buff höfuðföt í neon-
litum.
www.kia.com
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3-
22
17
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum.
*M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO
í 84 mánuði. 9,7% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,71%.
Öflugur sportjeppi
Kia Sportage er öflugur sportjeppi sem hefur hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga. Á kraftmiklum og fjórhjóladrifnum Sportage kemstu
þangað sem þú ætlar þér jafnt sumar sem vetur. Hann er umhverfis-
mildur og eyðir frá 5,5 l/100 km í blönduðum akstri.
7 ára ábyrgð er á nýjum Kia Sportage líkt og á öllum nýjum Kia bílum.
Eigum bíla til afgreiðslu strax! Komdu og reynsluaktu.
Verð frá 5.990.777 kr. 2,0 dísil, beinskiptur 6 gíra, 4wd
Aðeins 51.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*
Verð frá 4.990.777 kr. 1,7 dísil, beinskiptur 6 gíra, 2wd
Aðeins 47.677 kr. á mánuði í 84 mánuði*
H
ross í oss fjallar
um fólk sem
girnist hvort ann-
að og hesta sem
girnast hvorn
annan og dauðans óvissa tíma
og örlögin sem fléttast þarna á
milli,“ segir Benedikt Erlings-
son, leikari og leikstjóri, um
fyrstu kvikmynd sína í fullri
lengd sem frumsýnd verður um
næstu helgi. Sögusvið myndar-
innar er dalur í íslenskri sveit
árið 1985. Charlotte Böving,
eiginkona Benedikts, leikur eitt
aðalhlutverkanna í myndinni og
segir hún myndmálið fá njóta
sín vel og ekki mikið um langar
samræður. „Ég segi nú ekki
mikið í myndinni,“ segir Char-
lotte. „Jú, jú, þú segir „sælt veri
fólkið“ og „ég er vel ríðandi“ og
svo í lok myndarinnar „komdu
og farðu úr,“ segir Benedikt
sannfærandi. Blaðamaður hitti
þau hjónin einn góðviðrisdag
vikunni í og ræddi við þau um
kvikmyndina sem verið hefur
draumur Benedikts að gera í
nær tvo áratugi.
Kvikmyndin Hross er oss
er innansveitarkróníka sem í
grunninn fjallar um mann sem
elskar konu sem er nýorðin
ekkja. Maðurinn elskar líka
merina sína sem hann er mjög
stoltur af. „Á hverjum sunnu-
degi ríður hann um sveitina og
menn dást að honum. Þennan
sunnudag, sem myndin gerist,
stendur mikið til því ekkjan
hefur boðið honum í heimsókn
og hann mætir í sínu fínasta
pússi á fínu merinni og sveitin
fylgist með og það glampar víða
á kíki en það eru fleiri ástfangn-
ir en þau tvö,“ segir Benedikt
leyndardómsfullur á svip.
Í Hrossum í oss fléttast
örlagasögur manna og hesta
saman. Form myndarinnar
er því líkt og kvikmyndanna
Magnolia og Shortcuts og
segir Benedikt það fela í sér
að aðal sögupersóna myndar-
innar sé samfélagið eða sveitin
sem heild. Hestar leika stór
hlutverk í myndinni og fjórir
fyrstu leikararnir á kreditlist-
anum eru þau Ingvar E. Sig-
urðsson, Gammur frá Hemlu,
Charlotte Böving og Myrra frá
Vindheimum. Þegar viðtalið
var tekið voru aðstandendur
myndarinnar að leggja loka-
hönd á hljóðvinnslu en mikið
er um hófadynki og náttúru-
hljóð. Benedikt og Charlotte
segja myndina lofa mjög góðu
eftir að hafa séð hana án full-
komins hljóðs. „Hún minnir
mig á konfektkassa frá Nóa og
Síríus. Svona fallega landslags-
mynd, til dæmis af Eiríksjökli
og blóðberg í forgrunni og
svona hvítur jökulskalli og blár
himinn,“ segir Benedikt. „Nei,
er hún ekki meira eins og
konfektkassi frá Anton Berg,“
segir Charlotte sem greinilega
er hrifnari af danska konfekt-
inu.
Níundi áratugurinn var
góður
Benedikt segist hafa verið upp
á sitt besta árið 1985 og því ger-
ist myndin þá. „Fólk var líka í
svo fallegum fötum á þeim tíma
og reið ekki með hjálma eins
og í dag. Litavalið var líka svo
smekklegt og þetta er tíminn
áður en goritexið og flísið kom
og þessi buff höfuðföt í neon-
litum. Það er engin sveitaróm-
antík eftir lengur þegar fólk
klæðir sig eins og það gerir nú-
tildags,“ segir hann. Charlotte
er ósammála og segir leikbún-
ing sinn í myndinni hafa verið
allt annað en kynþokkafullan.
„Það er stundum sagt að leik-
arar verði að vera kynþokka-
fullir til að fá aftur hlutverk.
Við þurfum í það minnsta ekki
að hafa áhyggjur af því að hafa
verið of kynþokkafull í fötunum
frá 1985,“ segir hún og brosir.
Benedikt bætir við að ein-
hver gylltur ljómi sé yfir
tímabilinu 1985 til 1990. Þá
hafi hann verið ungur drengur
að kynnast hestamennskunni
og er sögusvið myndarinnar
fantasía inn í þann heim. „Á
þessum tíma var til eitthvað
sem var kallað Kodak Golden
Moment. Þá tók maður Kodak
myndir og á þeim voru fjalls-
topparnir svo gylltir og fallegir.
Reyndar var ömurlegt veður
allan þennan áratug en ég
hafði engan samanburð á þeim
tíma,” segir hann.
Margra ára undirbúningur
Benedikt ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur en Charlotte í Ár-
ósum í Danmörku. Í æsku hafði
hún mikinn áhuga á hestum en
datt af baki og hætti þá hesta-
iðkuninni um tíma. Nokkrum
árum síðar, þegar hún var orðin
leikkona, byrjaði hún aftur að
stunda hestamennskuna og
kynntist þá íslenska hestinum
hjá gamalli konu í þorpi, nálægu
Árósum. „Svo fór ég til Íslands
í fyrsta sinn árið 1996 í tíu daga
hestaferð með Eldhestum. Ég
varð svo hrifin af landinu að ég
ákvað að kom aftur. Þá skoðaði
ég leikhús og var stödd á Kaffi
list í hópi nokkurra leikara,
meðal annarra Steins Ármanns,
Hilmis Snæs og Steinunnar
Ólínu, þegar ég hitti Benedikt
fyrst.“
Um það leyti er þau Benedikt
og Charlotte kynntust var hann
að byrja að skrifa fyrsta hand-
ritið að Hrossum í oss. „Þá bjó
ég í íbúð Friðriks bróður míns
og þangað bauð ég Charlotte
eftir kvöldið á Kaffi list,“ segir
hann. „En það sko gerðist ekk-
ert þá,“ skýtur Charlotte inn í
og hlær. Benedikt hafði alltaf
hugsað sér að gera kvikmynd
um hesta og fólk og sá jafnvel
fyrir sér að myndin yrði stutt-
mynda þríleikur en eftir að hafa
gert tvær stuttmyndir komst
Framhald á næstu opnu
viðtal 17 Helgin 23.-25. ágúst 2013