Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 19

Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 19
Næstu brottfarir frá Seyðisfirði 22. ágúst: UPPSELT 28. ágúst: nokkur pláss laus September og október: laust Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði til og með 23. október Danmörk með bílinn. . . . . frá kr. 55.200 netverð Færeyjar með bílinn. . . . . frá kr. 27.990 netverð Innifalið í verði: 1 fullorðinn ásamt fólksbíl, gist um borð í fjögurra manna kynjaskiptum klefa án glugga. Með Norrænu fram og til baka frá Íslandi. Pakkatilboð til Færeyja með bílinn og hóteli í 4 nætur 18. september Gistihúsið Gjógv. . . kr. 59.900 á mann 25. september Hótel Færeyjar. . . . . kr. 69.900 á mann Miðað við 2 fullorðna. Ferð með Norrænu fram og til baka með bílinn (hefðbundinn fólksbíl), gist um borð í tveggja manna klefa án glugga. Gisting í 4 nætur á Gjógv eða Hótel Færeyjum með morgunmat. Bókaðu núna á www.smyrilline.is 570-8600 / 472-1111 Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna Þakkar frá bærar viðtökur í sumar við þurftum rigningu kom rigning og þegar við þurftum storm fengum við storm.“ Í lok tökutímabilsins, síðasta haust, var ætlunin að taka upp í Skaga- firði og sundríða í firðinum. „Þá skall á þetta fræga óveður á Norðurlandi og við áttum fjóra mikilvæga daga eftir. Þá kom akkúrat gott veður í þrjá daga og við nýttum þá vel og klár- uðum tökur á hádegi síðasta daginn og eftir það var vont veður það sem eftir lifði ársins,“ segir Benedikt. Algjört skilyrði var að leik- arar myndarinnar væru vel reiðfærir og réði það öllu við val þeirra. „Það vill svo til að reiðfærir íslenskir leikarar eru einnig góðir leikarar. Það er auðvitað hesturinn sem jarðbindur þá og ég held að ég geti sagt um þennan hóp að þetta séu vinir mínir. Æsku- vinur minn, hann Hilmir Snær, er reyndar ekki í myndinni og hann er samt einn af þeim reið- færustu á Íslandi. Mér finnst eins og ég þurfi að afsaka það en ástæðan er auðvitað sú að hann var upptekinn á þessum tíma og ég var bara ekki nógu fljótur að negla hann.“ Að sögn Benedikts hafði Baltasar Kormákur meira að segja samþykkt leika í mynd- inni á tímabili en svo var hann upptekinn við annað eins og þeir reyndar vissu báðir að yrði líklegt en Benedikt fékk að flagga nafninu hans á Cannes og var það honum mikill stuðn- ingur. „Það er ekki átakalaust að koma kvikmynd á koppinn og sérstaklega fyrstu mynd leik- stjóra. Það eru allir hræddir í þessum bransa sem öðrum. Það þarf því hugrakkan fram- leiðanda sem eitthvað undir sér og hann fann ég í Friðriki Þór. Þetta hefur verið ákaflega lærdómsrík vegferð og Friðrik hefur verið mér svona eins og prófessor Dumbledore, svo ég vísi nú í heimsbókmenntirnar.“ Benedikt segir myndina ekki verið mögulega nema vegna fjárfestanna. ,,Fólk lagði fé sitt í myndina og hafði trú á henni og er því ljósmæður hennar.” Leikararnir lögðu sig margir hverjir í hættu við tökur á myndinni og reyndi mjög á reiðkunnáttu þeirra. Charlotte var einu sinni kastað af baki og segist hún einfaldlega hafa von- ast til þess á hverjum degi og komast á lífi heim til barnanna sinna. „Myndin gerist árið 1985 þegar ekki var riðið út með hjálma,“ segir hún. Benedikt bætir við að fleiri hafi verið í lífshættu og að Steinn Ármann hafi riðið á hesti þrjú hundruð metra út í sjó. „Alltaf þegar við tókum upp atriði með hestun- um vorum við með dýralækni á staðnum því við vildum ekki meiða dýrin en engum datt í hug að vera með lækni fyrir leikarana,“ segir Benedikt. Líkt því að fá áheyrn Noregs- konungs Nýlega var tilkynnt að Hross í oss hefði verið valin til sýninga á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian í lok september og keppir myndin í flokki verka nýrra leikstjóra um Kutxa-New Directors verðlaunin að upphæð 50.000 evrur eða tæplega átta milljónir íslenskra króna. Aðstandendum myndar- innar var einnig boðin þátttaka á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en þurftu að taka þá erf- iðu ákvörðun að hafna boðinu því báðar hátíðirnar gera þá kröfu að kvikmyndir séu heimsfrumsýndar hjá þeim. Benedikt tekur áhug- anum að utan með rósemi og segir Íslendinga eiga það sameiginlegt með öðrum þjóðum að mikilvægt sé að upphefðin komi að utan. „Það er gömul saga á Íslandi frá land- námi til okkar daga. Við þurfum að skreyta okkur með upphefð að utan. Í þessu samhengi má segja að ég hafi fengið áheyrn hjá Noregs- konungi en hvort ég verði gerður að hirðmanni verður tíminn að leiða í ljós.“ Benedikt telur að Íslendingar ættu að hugsa meira um að segja hver öðrum sögur. „Það er menn- ingin, að mennska hvort annað með því að segja sögur.“ Að mati Charlotte er kvikmyndin Hross í oss bæði „lókal og glóbal“ í senn og með skírskotun til mann- eskjunnar og gæti því höfðað til áhorfenda víða um heim. Þó mynd- inni hafi verið boðið á kvikmyndahá- tíðir erlendis eru þau hjónin spennt- ust að sjá viðtökur Íslendinga. „Ég er populisti og vil vera vinsæll og að fólk sjái verkin mín og hafi gaman að þeim. Ef mér tekst það ekki hefur mér mistekist. Það er alveg sama hvaða dóma verkin fá frá hinum út- völdu. Ég er hluti af þessum ættbálk og á sæti hérna við þetta bál. Hross í oss er fyrst og fremst gerð fyrir fólkið mitt, þennan ættbálk sem við köllum Íslendinga. Heimurinn er auðvitað velkominn og má gjarnan fá sér sæti.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Leikararnir og leikstjórarnir Benedikt og Charlotte búa í Vesturbæ Reykjavíkur og eiga þrjár dætur, Önnu Róshildi fjórtán ára og tvíburana Brynju Maju og Freyju Mariönnu, fimm ára. Þau eiga hesta þótt minna hafi farið fyrir hestamennskunni eftir að tvíbur- arnir komu í heiminn. Í gegnum tíðina hafa þau bæði búið í Danmörku og á Íslandi en hafa nú átt langt tímabil á Íslandi og segir Benedikt mikilvægt að festa rætur og ákveða hvar skuli búa og að Charlotte hafi verið ótrúlega dugleg og fest margar djúpar rætur á Íslandi og sé orðin stór á sínu sviði. viðtal 19 Helgin 23.-25. ágúst 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.