Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 20
Í ris Ólafsdóttir rafmagnsverkfræðingur stofn-aði fyrirtækið Kula Inventions Ltd en Íris hefur fundið leið til þess að gera fólki kleift að taka
þrívíddarmyndir á stórar myndavélar með einföldum
hætti. Til þess hefur hún hannað tæki sem heitir Kula
Deeper og hægt er að festa á svokallaðar SLR mynda-
vélar og taka þrívíddarmyndir sem og þrívíddarmynd-
skeið.
„Hugmyndin sjálf kom bara úr heiðskíru lofti fyrir
löngu, ég vaknaði einn morguninn og ákvað að þann
daginn ætlaði ég að prófa að taka myndir hlið við hlið,
sía þær í photoshop, rauðar og bláar og athuga hvort
að ég gæti búið til þrívíddarmyndir. Ég gerði það og
það kom mjög vel út,“ segir Íris.
Íris segir upplifunina við að skoða þrívíddarmyndir
mun sterkari en við að skoða venjulegar ljósmyndir.
„Þegar ég byrjaði að vinna að þessu verkefni tók ég
þrívíddarmyndir af stelpunni minni og í dag finnst
mér ennþá ótrúlega gaman að skoða þær. Það er
erfitt að skýra út upplifunina þegar maður hefur
aðeins aðgang að tvívíðum miðlum. Ég vonast til þess
að fólk átti sig á því hversu skemmtilegt það er að
eiga þrívíddarmyndir af vinum og fjölskyldu. Jafn-
vel skemmtilegra en að skoða einhverjar
geimverur í þrívídd,“ segir Íris og hlær.
Íris segir að þrívíddarmiðlarnir eigi
eftir að batna og það geti verið ástæða
þess að fólk sé ekki tilbúið til að kaupa
dýrar þrívíddargræjur. Vöruna sína mun
hún kynna á frumkvöðlasíðunni Karolina-
fund.com á þriðjudaginn í næstu viku.
Íris hóf nám í rafmagnsverkfræði
heima á Íslandi en lauk meistarnámi sínu
í Danmörku. „Ég ætlaði ekki að klára raf-
magnsverkfræði, ætlaði bara að klára eitt
ár og fara svo í listaháskóla. Ég stóð mig
ekki svakalega vel á fyrsta árinu, það var
aðallega gaman en svo ákvað ég að klára
masterinn,“ segir Íris.
Eftir að hún lauk námi starfaði Íris hjá
dönsku nýsköpunarfyrirtæki og vann að
ýmsum spennandi rannsóknum. Fyrir-
tækið þurfti að hætta rekstri og þá missti
Íris vinnuna. Á meðan hún var í 50% starfi
hjá danska fyrirtækinu hafði hún verið
að velta fyrir sér einföldu speglakerfi í
tengslum við þrívíddarmyndatöku og sótti
um forverkefnisstyrk hjá Tækniþróunar-
sjóði. Vildi hún kanna hvort hægt væri að
framkvæma þá hugmynd að varpa tveim
sjónarhornum inn í eina linsu. Útkoman úr verkefninu
reyndist vera mjög góð og hefur Íris síðan fengið fleiri
styrki hjá Tækniþróunarsjóði sem og aðra styrki og
náð að þróa vöruna að fullu.
„Fyrst var ég bara ein en margir hafa komið að
verkefninu með einum eða öðrum hætti. Árið 2011
stofnaði ég Kulu Inventions og það hefur verið rekið á
styrkjum,“ segir Íris.
Mjög stór markhópur
Íris segir að markhópur hennar séu allir þeir sem
eiga SLR myndavél og hafa áhuga á þrívídd. Segir
hún að undirtektir hafi verið góðar hjá öllum þeim
sem hafa áhuga á ljósmyndun og hafa prófað vöruna.
„Margt er varðar markhópinn mun reyndar koma í
ljós á næstunni þegar við kynnum verkefnið á frum-
kvöðlasíðunni Karolinafund.com. Það munum við
gera til þess að fá fjármagn fyrir fyrstu framleiðsluna
á vörunni Kulu Deeper,“ segir Íris.
Íris telur það góða aðferð til að kanna áhugann á
vörunni áður en farið verði í framleiðslu. „Það sem er
svo skemmtilegt við Kula Deeper er að fólk mun geta
notað myndavélina sína til að taka þrívíddarmyndir og
mun geta skipt auðveldlega í venjulega myndatöku,“
og segir Íris þann kost mun ódýrari en að kaupa sér-
staka þrívíddarmyndavél.
Íslensk framleiðsla
Íris segir að partarnir í Kulu Deeper verði keyptir er-
lendis en varan sjálf verði sett saman á Íslandi. „Spegl-
arnir og tækin eru frá Evrópu sem og öðrum löndum
en verða sett saman og pakkað á Íslandi þannig að hér
er um að ræða íslenska framleiðslu samkvæmt skil-
greiningunni.“ Kula Deeper mun vera til sölu á vef-
síðu fyrirtækisins kula3d.com ef og þegar
nægileg fjármögnun á framleiðslunni fæst.
Hjá Kulu Inventions starfa tveir aðrir
fastráðnir starfsmenn, einn grafískur
hönnuður úr Listaháskólanum og innan-
hússarkitekt sem hefur einnig lært
margmiðlun. Sumarstarfsmaðurinn hjá
fyrirtækinu nemur stærðfræði og hug-
búnaðarverkfræði við Háskóla Íslands en
hann hefur nú þegar komið að hönnun hug-
búnaðarins sem þarf við tölvuvinnsluna úr
KuluDeeper.
Íris segir það mikla viðurkenningu að
hafa fengið styrk frá Tækniþróunarsjóði.
„Umsóknir fara í gegnum mikla síu. Mjög
hæft fólk situr í matsnefnd, fer yfir verk-
efnin og tekur ákvörðun um styrkina.
Það hefur verið mjög mikil hvatning fyrir
mig að fá styrki og getað lokið við þróun
vörunnar,“ segir Íris.
„Það er frábært að síðasta ríkisstjórn
hafi ákveðið að tveir milljarðar af veiði-
gjaldinu skyldu renna til Rannsóknarsjóðs
og Tækniþróunarsjóðs. Það er ástæðan
fyrir því að styrkirnir hafa verið hærri og
veglegri sem mun skipta verulega miklu
máli fyrir nýsköpun í landinu,“ segir Íris.
Íris segir að hún hafi aldrei efast um það sem hún
var að vinna að. „Þetta er búið að vera mitt verkefni
og núna þegar það fer að líta dagsins ljós getur verið
að einhver fari að gagnrýna það sem ég hef verið að
gera,“ segir Íris. „Þróunarferlinu er nú lokið sem
hefur verið unnið í mjög vernduðu umhverfi. Núna er
komið að því að berjast fyrir því að koma vörunni út
og sannfæra aðra um ágæti hennar,“ segir Íris.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Núna er
komið að því
að berjast
fyrir því
að koma
vörunni út
og sannfæra
aðra um
ágæti hennar.
Sterkari upplifun að
skoða þrívíddarmyndir
Íris Ólafsdóttir rafmagnsverkfræðingur hefur hannað aðferð til að taka þrívíddarmyndir með
venjulegum myndavélum. Hún segir ótrúlega gaman að skoða þrívíddarmyndir af fjölskyldumeð-
limum, jafnvel skemmtilegra en að skoða geimverur í þrívídd.
„Hugmyndin
sjálf kom bara
úr heiðskíru
lofti fyrir löngu,
ég vaknaði einn
morguninn og
ákvað þann
daginn ætlaði
ég að prófa að
taka myndir hlið
við hlið, sía þær
í photoshop,
rauðar og bláar
og athuga hvort
að ég gæti búið
til þrívíddar-
myndir. Ég
gerði það og
það kom mjög
vel út,“ segir
frumkvöðullinn
Íris Ólafsdóttir.
Ljósmynd/Hari
Einstök
Ævintýraferð
Verð á mann í tveggja manna herbergi .
Kr. 464.329,-
Innifalið: Flug, hótel, allar
ferðir, skattar og íslenskur
fararstjóri
www.transatlantic.is
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralí og
hinum forna menningarheimi Maya indíána.
Skoðum m.a. hin þekkta píramída Tulum,
gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við
næst stærsta kóralrif heims og upplifum
regnskóginn. Við tökum svo nokkra daga á
lúxus hóteli við Karabíska hað þar
sem allt er innifalið
20 viðtal Helgin 23.-25. ágúst 2013