Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 26
Þú getur rétt
ímyndað
þér að þetta
var ekki
skemmtilegt,
fastur í Aust-
ur-London
í óveðri og
fá ekki að
spila. Ég
hélt meira
að segja
jólin inni á
þessu hótel-
herbergi.
Aleinn. Það
var heldur
betur eftir-
minnilegt.
Þ
essi ferill minn er búinn að vera
hálfgerð rússíbanareið. Ég náði
ekki að festa mig í sessi neins
staðar fyrr en ég kom til Hol-
lands. Það var besta ákvörðun
lífs míns að koma hingað,“ segir Guðlaugur
Victor Pálsson knattspyrnumaður.
Guðlaugur Victor spilar með NEC í
hollensku úrvalsdeildinni og þykir hafa
staðið sig með miklum ágætum síðan hann
kom til liðsins fyrir ári síðan. Hann hefur
verið fastamaður á miðjunni hjá NEC og þó
gengi liðsins hafi ekki verið upp á marga
fiska hefur hann staðið fyrir sínu. Reyndar
hefur gengi liðsins verið það slæmt að
þjálfara þess, Alex Pastoor, var sagt upp
störfum á dögunum. Pastoor þessi fékk
Guðlaug til liðsins og því liggur beint við
að spyrja hvort brotthvarf hans breyti ein-
hverju um stöðu Guðlaugs.
„Það er búið að vera mikið rugl í kring-
um boltann og gengið liðsins en ég reikna
nú ekki með því að þetta breyti neinu fyrir
mig. Mér líður rosalega vel hérna og hjá
liðinu. Hann var náttúrlega stór hluti af
ástæðu þess að mér leið vel hérna og það er
erfitt að sjá hann fara. Ég á þetta tímabil og
tvö ár í viðbót eftir af samningnum mínum
og gæti alveg hugsað mér að vera hérna út
samninginn.“
Var markamaskína í yngri flokkunum
Guðlaugur ólst upp í Grafarvoginum og
spilaði með Fjölni í yngri flokkunum. Hann
skipti yfir í Fylki og var seldur þaðan í AGF
í Danmörku. Eftir eins og hálfs árs veru í
Árósum flutti hann sig yfir til Liverpool og
lék með varaliði liðsins í tvö ár. Þá samdi
hann við skoska liðið Hibs. Athyglisverð-
ustu félagsskiptin voru án alls efa þegar
Guðlaugur flutti sig vestur um haf og lék
um stutta hríð með New York Red Bulls.
Þaðan fór hann svo til NEC.
Þú spilar sem varnarsinnaður miðju-
maður. Það hefur ekki alltaf verið þín staða,
er það nokkuð? Margir muna til að mynda
eftir þér í hægri bakverði með 21 árs lands-
liðinu.
„Ég spila núna á miðjunni og er frekar
varnarsinnaður en þegar ég var yngri, áður
en ég fór til AGF, þá var ég sóknarmaður.
Ég var algjör markamaskína. Þjálfarinn
hjá AGF fór að prófa mig á miðjunni þegar
hann sé að ég hafði hæð og styrk og gat
skallað, djöflast og tæklað. Á fyrra tíma-
bilinu hjá Liverpool var ég á miðjunni en
því seinna í miðverðinum. Ég var valinn
í æfingaferð með aðalliðinu fyrir seinna
tímabilið sem miðvörður. Hjá Hibs byrjaði
ég á miðjunni, fór svo í miðvörð og svo í
hægri bakvörð. 21 árs landsliðið prófaði
mig svo þar. Þegar ég fór til New York var
ég sóttur sem miðjumaður. En þegar Tim
Cahill kom til Red Bulls þá vissi ég að ég
væri ekki að fara að spila.“
Sér ekki eftir tímanum í New York
Dvölin hjá New York Red Bulls var ekki
löng. Aðeins hálft ár leið frá komu Guð-
laugs þangað þar til hann fór til NEC.
„Það voru stór nöfn í liðinu og þetta var
öðruvísi. Ég ákvað bara að kýla á þetta þó
ég vissi að þetta gæti farið svona. Ég sé
ekki eftir því. Ef ég hefði ekki farið þangað
þá væri ég ekki það sem ég er í dag. Það
verður líka að horfa á að það sem mér stóð
til boða þá voru lið í fjórðu og þriðju deild
á Englandi og eitthvað í Skandinavíu. Ég
fékk ekki að spila nógu mikið en það var
skemmtilegt upplifun að prófa þetta.“
Guðlaugur fellst á það að ferill hans
þangað til hann kom til NEC hafi verið upp
og ofan. Hann bendir samt á að það geti
verið stutt á milli hláturs og gráts í fótbolt-
anum.
„Það lítur auðvitað ekki vel út að vera 22
ára og vera búinn að spila í fimm löndum.
Ég er að vísu ekki hrifinn af því að tala um
EF en þau eru samt nokkur hjá mér. Ef Roy
Hodgson væri enn stjóri Liverpool væri ég
kannski þar enn og ef Colin Calderwood
væri enn hjá Hibs...“
Tvö íslensk húðflúr á líkamanum
Guðlaugur Victor lék með yngri landslið-
um Íslands en hefur ekki enn leikið fyrir A-
landsliðið. Hann vonast til að það breytist.
„Að sjálfsögðu er það mitt markmið og
mun alltaf vera. Ég lék í öllum unglinga-
landsliðunum og er alltaf jafn stoltur af því
að spila fyrir Íslands hönd. Ég fékk smá
smjörþef á móti Rússum á Marbella þegar
ég var valinn. Ég fékk ekki fyrsta leikinn
þá en eftir að hafa prófað þetta einu sinni
þá vill maður þetta alltaf. Ég verð bara að
halda áfram að standa mig vel hér og von-
andi kemur þá kallið.“
Þú átt portúgalskan pabba. Þú hefur ekki
íhugað að fara svipaða leið og Aron vinur
þinn Jóhannsson?
„Nei. Ég er með tvö íslensk tattú á líkam-
anum, skjaldarmerkið og útlínur landsins.
Ég held að það sé ekki að fara að gerast,“
segir hann og hlær við.
Það lítur ekki vel út að vera 22 ára og
búinn að spila í fimm löndum, segir knatt-
spyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson.
Eftir mikið flakk og rótleysi er hann loksins
búinn að finna fjölina sína hjá NEC í Hollandi og
hefur komið sér vel fyrir. Fréttatíminn ræddi við
Guðlaug um tíð vistaskipti, portúgalskan pabba
hans og fósturpabba hans sem studdi alltaf við
bakið á honum og hjálpaði honum að komast á
þann stað sem hann er á í dag.
Farandverka-
maðurinn festir
sig loks í sessi
Framhald á næstu opnu
Fótboltamaðurinn
Guðlaugur Victor
Pálsson hefur
komið sér vel fyrir
í Nijmegen í Hol-
landi. Þar hefur
honum gengið
vel með úrvals-
deildarliðinu NEC.
– fyrst og fre
mst
ódýr!
Skólatöskurmargar gerðir
v
2
lítrar
198kr.stk.
Verð áður 379 kr. stk.
Happy Day ávaxtasafi,
Appelsínu-, epla- og fj
ölvítamínsafi
45%afsláttur
Hámark
12 stk.
á mann meðan birgðir endast!
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L
Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili
· Tekur venjulegt GSM SIM kort
· Hægt að panta mynd eða hlusta svæði.
· SMS og MMS viðvörun í síma og netf.
· Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist.
· Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara.
· Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o..
S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is
26 viðtal Helgin 23.-25. ágúst 2013