Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 36

Fréttatíminn - 23.08.2013, Page 36
Glútenfrí og sykurlaus kökublanda með marga möguleika! Nafn: David Moyes Lið: Manchester United. Aldur: 50 ára. Þjóðerni: Skoskur. Fyrri störf: Everton, Preston North End. Ráðinn: 2013. Heimir: „Hann hef- ur yfirleitt byrjað tímabilið illa hjá Everton. Það gengur ekki upp á Old Trafford, ekki ef hann ætlar að vinna deildina. Moyes er fara í erfiðustu skó sem hægt er að fara í, skó Fergusons. Því miður fyrir aðdáendur Manchester United þá held ég að hann muni ekki fylla þá. Hann verður þarna í einhver ár en það verður ekki sama titlasöfnun og verið hefur undanfarin ár hjá liðinu.“ Ólafur: „Mér líst vel á David Moyes. Ég held að hann hafi verið eini kosturinn í stöðunni fyrir Manchester United miðað við kúltur félagsins og rætur Moyes. Ferguson var þarna í 26 ár og hjá klúbbnum var stöðug- leiki, mikil festa og ákveðin gildi höfð í heiðri. Moyes hefur að sama skapi verið lengi með Everton þar sem hann vann eftir sinni fílósófíu. Honum svipar um margt til Fergusons og hann er samþykktur af Ferguson. Moyes mun því fá þann tíma sem hann þarf en hann ætlar ekki að vera það byltingarsinnaður að hann umbylti neinu þarna. Hann virðir þær grunnstoðir sem búið er að byggja upp.“ Nafn: Manuel Pellegrini. Lið: Manchester City. Aldur: 59 ára. Þjóðerni: Frá Chile. Fyrri störf: Malaga, Real Madrid, Villareal, River Plate. Ráðinn: 2013. Heimir: „Mér líst gríðarlega vel á hann. Hann náði eftirtektarverðum árangri með Villareal sem er ekki stórt lið á Spáni og líka með Malaga í Meistara- deildinni. Yfirleitt hafa liðin hans orðið sterkari þegar líður á mótið og hann er með gott skipulag á þeim. Villareal spilaði til dæmis mikið með tígulmiðju. Hann hefur fengið sterka leikmenn til City og ég held að það taki smá tíma að móta liðið.“ Ólafur: „Ég sagði við harðan City-stuðnings- mann að Pellegrini hefði heillað mig á hliðarlínunni í fyrsta leiknum. Mér hefur fundist hann sýna að hann ráði við þennan leikmannahóp og þennan risaklúbb sem City er orðið. Ég held að þeir verði góðir í vetur, þeir hafa gert klók kaup, losað sig við vandræðagemlingana Tevez og Balotelli og hann heldur áfram með þann grunn sem var kominn. Það hefði ekki verið gott að taka inn ungan og óreyndan stjóra. Þetta var góð mjög ráðning.“ Nafn: José Mourinho. Lið: Chelsea. Aldur: 50 ára. Þjóðerni: Portúgalskur. Fyrri störf: Real Madrid, Inter, Chelsea, Porto. Ráðinn: 2013. Heimir: „Chelsea verður meistari í vor. Það hefur sýnt sig að undir stjórn Mourinho gengur liðum alltaf vel fyrstu tvö árin. Eiður Smári talaði um það þegar hann var hjá Chelsea að hann væri mjög góður að ná til leikmanna og væri með gott skipulag á hlutunum. Hann veit hvernig á að vinna deildir og það skiptir hann ekki máli í hvaða landi það er. En svo eftir tvö eða þrjú ár þegar hann er búinn að fá alla upp á móti sér, þá er þetta bara búið.“ Ólafur: „Ég veit ekki alltaf hvað mér finnst um Mourinho. Hann sveiflast á milli þess að vera snillingur og trúður. Hann er náttúrlega uppfullur af sjálfum sér og það getur verið gott á stundum. Hann er góður að taka pressu af leik- mönnunum, hann myndar skjöld utan um hópinn og það verður til þess að menn eru fúsir að vaða eld og brennistein fyrir hann. Hópurinn er sterkur. Í fyrra vantaði fremsta senterinn og það er spurning hvort þeir fái nýjan mann þar. Ég held að eftir óróatíma sé Chelsea að fara inn í stöðugleikatímabil. Þeir hefðu kannski getað fengið það með öðrum knattspyrnustjóra en ekki eins fljótt og hjá Mourinho.“ Nýir menn í brúnni Keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Öll topp- liðin nema Arsenal unnu sína leiki og fyrsta umferðin þótti lofa góðu um framhaldið. Mikil hreyfing hefur verið á knattspyrnu- stjórum liðanna í sumar, fjögur af sjö efstu liðunum á síðustu leik- tíð eru með nýja stjóra og tvö til viðbótar skiptu um mann í brúnni í fyrra. Fréttatíminn fékk tvo þrautreynda íslenska þjálfara, Heimir Guðjónsson í FH og Ólaf Kristjánsson í Breiðabliki, til að meta kosti og galla knattspyrnustjóra stærstu liðanna. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hollendingurinn Robin van Persie byrjaði leiktíðina með sömu látum og hann lauk þeirri síðustu. Hann skoraði tvö mörk á móti Swansea í fyrsta Úrvalsdeildarleik David Moyes sem stjóri Manchester United. Ljósmynd/Nordicphotos/Getty 36 fótbolti Helgin 23.-25. ágúst 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.