Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 60
60 heilsa Helgin 23.-25. ágúst 2013
Heilsa Hugarfarsleg markþjálfun
Hugsum um ávinninginn
og þá nást markmiðin
mataræði kókosolían sögðHollasta fita í Heimi
Það er ekki
gott að
vera fastur í
gömlum vana
því hann er
staðfesting
á því að við
höfum gefið
okkur á vald
fortíðinni.
Ingólfur Snorrason þjálfari í Hreyfingu og NLP fræðingur hefur þjálfað og mótað áætlanir fyrir
fjölda íþróttafólks og fólks sem hefur þurft að taka nýja stefnu í lífinu, til dæmis eftir alvarleg
slys. Ingólfur segir mikilvægt að flækja ekki hlutina heldur gera sér grein fyrir því hvað þurfi til
að framkvæma og hverju það muni skila.
þ egar við erum að fara af stað með lífstílsbreytingar er mikilvægt að huga að því í upphafi hvað við
þurfum að gera til að framkvæma það sem
okkur langar og ekki síður hver ávinning-
urinn verður,“ segir Ingólfur Snorrason,
þjálfari sem beitir hugarfarslegri mark-
þjálfun í störfum sínum. Ingólfur vinnur
með fólki sem er að æfa upp styrk eftir
alvarleg slys eða veikindi og einnig afreks-
fólki í íþróttum og þeim sem vilja komast
í betra líkamlegt form. Ingólfur byggir
á svipuðum grunni hjá öllum hópunum
sem byggir á því að fólk hafi einfalda val-
möguleika og flæki ekki hlutina heldur
íhugi hvað þurfi til að framkvæma og hver
ávinningurinn verði. „Til dæmis fæ ég fólk
til að ímynda sér hvernig það yrði að losna
við hækjur eða verða heimsmeistari í sinni
íþrótt. Það kemur ferlinu af stað,“ segir
hann.
Ingólfur segir mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir því hvað til þurfi til að ná mark-
miðum sínum og einnig hver ávinningur-
inn verði og nefnir sem dæmi að þegar fólk
byrji í líkamsræktarátaki skrái það sig á til
dæmis morgunnámskeið og þurfi að vakna
einum og hálfum til tveimur tímum fyrr
en vanalega. Í fyrstu gangi yfirleitt vel og
fólk láti sig hafa það að vakna snemma en
fer svo smátt og smátt að falla aftur í sama
farið og hætti að vakna í ræktina. Svo slíkt
gerist ekki þurfi fólk að vera meðvitað
um það fyrirfram hvað togar það til baka í
gamla vanann. „Áður en við hefjum átakið
þurfum við að velta veikleikum okkar fyrir
okkur því þessar hraðahindranir koma
alveg örugglega,“ segir hann. Í slíkum
tilvikum sé mikilvægt að fólk viðurkenni
fyrir sjálfu sér að það hafi tilhneigingu til
að gefa eftir á morgnana og ákveða fyrir-
fram að gera það ekki, heldur harka af sér
og halda áfram að mæta á morgunæfingar.
Þannig sé hægt að brjótast út úr gömlum
vana og búa til nýjan. „Lífið er þannig að
annaðhvort þroskumst við eða stöndum
í stað. Það er ekki gott að vera fastur í
gömlum vana. Hann er staðfesting á því að
við höfum gefið okkur á vald fortíðinni,“
segir hann.
Ingólfur segir gott ráð að útbúa spjald
sem er nógu lítið til að passa í vasa eða
seðlaveski og skrifa á aðra hliðina mark-
miðin og hafa dagsetningu með. Á hina
hliðina skal svo skrifa hvað það gefi að ná
markmiðunum. „Þetta skrifar maður sem
þakklætisvott um það sem maður á eftir
að fá þegar markmiðunum verður náð. Svo
er gott að lesa oft yfir spjaldið og virkilega
tengjast því sem maður ætlar sér. Það
færir fólk í nýtt hugarástand, nýja hegðun
sem færir það nær markmiðinu.“ Ingólfur
segir þessa aðferð mjög góða til að knýja
fram breytingar. „Velferð er ferðalag en
ekki eitthvað sem við fáum heldur það
sem við erum að verða og því er hún ekk-
ert annað en sköpun og árangur er engin
tilviljun.“
Ingólfur Snorrason þjálfari hjá Hreyfingu segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir veikleikum sínum því þannig sé hægt að
brjótast út úr gömlum vana og búa til nýjan. Mynd/Hari.
Kókosolía allra meina bót
Hrein jómfrúar kókosolía er holl fita - sú
hollasta í heimi að margra mati. Eigin-
leikum hennar er oft líkt við hreina
töfra. Í Kyrrahafslöndunum hefur
kókosolían alla tíð, verið hluti af nær-
ingu innfæddra. Þar er hún oftast fljót-
andi, því hitastig þar er oftast 24°C eða
meira. Ef hún er í lægra hitastigi, líkist
kókosolían meira fitu, þykk og aðeins
stökk. Hún er því bæði kölluð olía eða
fita eftir því í hvaða formi hún er. Auð-
velt og mjög fljótlegt er að mýkja fituna
upp. Við miklar rannsóknir á kókosolí-
unni sem að gerðar hafa verið hin síðari
ár, hefur komið í ljós að hún eykur
brennslu í líkamanum og gefur aukna
orku, ásamt því að vera græðandi.
Margir afburða íþróttamenn hafa
góða reynslu af því að nota kókosolíu
og hrósa henni mikið, bæði fyrir aukna
orku og minni bólguviðbrögð í vöðvum
og liðum. Kókosolían styrkir ónæmis-
kerfið og veitir þannig vörn gegn ýms-
um sýkingum og er talin geta komið
í veg fyrir alvarlega sjúkdóma. Hún
eykur upptöku og nýtingu af Omega
3 og 6 fitusýrum og hefur góð áhrif á
húð og hár, gefur hvorutveggja aukinn
gljáa, eins vinnur hún gegn flösu og er
sérstaklega góð á exem, ásamt öðrum
húðkvillum. Hún er góð fyrir líkam-
ann, bæði innvortis og útvortis.
Kókosolían er til-
valin til matargerðar
og það fæst ekki betri
eða hollari olía til steikingar, hvort
heldur ef verið er að elda kjöt, fisk, egg
eða grænmeti. Hún er mjög hitaþolin
og skemmist ekki við hitun eins og
flestar aðrar olíur. Tilvalið er líka að
setja matskeið af kókosolíu í morg-
unorkudrykkinn og að nota hana sem
dressingu á salatið. Eins bara sem
álegg á brauðsneiðina í stað smjörs.
Hægt er að skipta henni út fyrir allar
aðrar olíur og eða fitur í uppskriftum,
s.s. smjör, smjörlíki og allar olíur.
Tekið af heilsubankinn.is
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
Mjódd Álftamýri
15%
afsláttur
Afslátturinn gildir út ágúst.
Nýtt og uppfært átaksnámskeið fyrir þær
sem vilja taka heilsuna og útlitið föstum tökum.
Allar upplýsingar á hreyfing.is
6-vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin á
öruggan og heilbrigðan máta og komast í sitt besta form.
Nýtt og enn betra. Endurnýjað fræðsluefni.
Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að ögra líkamanum,
komast út úr stöðnun, byggja upp grunnbrennslu líkamans
og losna varanlega við aukakílóin
Aðhald, hvatning, fróðleikur og hollar og léttar uppskriftir.
ÁSKORUN
Öflugt gegn
blöðrubólgu
ROSEBERRY
Virkar innan 24 tíma
2-3 töflur fyrir svefn
Fæst í apótekum, heilsubúðum og
í heilsuhillum stórmarkaðanna
www.gengurvel.is