Fréttatíminn - 23.08.2013, Qupperneq 66
66 skák og bridge Helgin 23.-25. ágúst 2013
Á rlega fer fram í Bandaríkjunum Spingold keppni þar sem margir af sterkustu spilurum heims eru
meðal þátttakenda. Keppnin fór fram að
þessu sinni í Atlanta og dramatíkin í úr-
slitaleiknum vakti mikla athygli. Í úrslitum
áttust við sveitir Joe Grue og Rafal Jag-
niewskies sem var pólsk. Fyrir lokaspilið
í leiknum var Grue með 10 impa forystu.
En í lokaspilinu græddi sveit Pólverjanna
10 impa sem þýddi að staðan var jöfn. Efnt
var til 8 spila bráðabana sem fór 22-1 fyrir
Pólverjana og Spingold-sigurinn var þeirra.
Þetta 10 impa sveifluspil hefur fengið mikla
umræðu og sitt sýnist hverjum. Á öðrum
salnum sátu Peter Berthau og Thomas
Bessis úr sveit Grue í AV, gegn Jagniewski
og Wojciech Gaval í NS. Bessi í austur hélt
á:
♠10974 ♥94 ♦64 ♣ÁK875. Heyrði
makker passa í vestur, norður (Jag-
niewski) opna 2 tígla multi (veikir tveir í
öðrum hvorum hálitanna), sagði pass og
heyrði suður (Gaval) segja 4 tígla sem bað
norður að segja hálit sinn. Vestur doblaði,
norður pass og austur einnig. Gawal sagði
þá 4 hjörtu sem voru pössuð út. Berthau
spilaði út laufgosa og blindur birtist:
♠8 ♥KG10876 ♦753 ♣D64
Drottning í blindum, Bessis tók laufás,
suður setti þrist og níu þegar laufkóngur
var tekinn en Berthau setti lauftvist. Nú
þurfti Bessis að velja framhald. Hvort átti
hann að reyna laufstungu eða spila tígli í
dobluðum lit félaga. Var hann með tvíspil í
laufi G3 eða G103 þríspil? Hann valdi tígul
sem nægði sagnhafa til vinnings. Allt spilið
var svona:
♠ 8
♥ KG10876
♦ 753
♣ D64
♠ ÁKD
♥ Á52
♦ KDG9
♣ 1093
♠ G6532
♥ D3
♦ Á1082
♣ G2
♠ 10974
♥ 94
♦ 64
♣ ÁK875
N
S
V A
Einhverjir eru þeirrar skoðunar að vestur
eigi að setja tíuna með þrjú spil sem bendi
frekar til að ekki sé stunga. Vegna þess að
það var ekki gert, eigi austur að spila upp á
laufstungu. Pólverjarnir í sveit Jagniewski
voru auk hans, Gaval, Jacek Kalita og
Michael Nowosadski. Með Grue voru auk
hans, Bessis, Brad Moss, Jacob Morgan,
Leslie Amoils og Beter Berthau. Á hinu
borðinu opnaði norður á tveimur hjörtum
og suður sagði 4 hjörtu. Vörninni lauk fljótt
af, ÁK í laufi, vestur sýndi tvíspil, stunga
og tígulás nægðu til að hnekkja spilinu.
8 sveita úrslit í bikarkeppni
Dregið var í 8 sveita úrslit Bikarkeppni BSÍ
og skal leikjum lokið fyrir 1. september.
Drátturinn er þannig:
Hvar er Valli? - SFG
Rimi - J.E. Skjanni
Grant Thornton - Lögfræðistofa Íslands
Hjördís Sigurjónsdóttir – Stilling
Áfram góð aðsókn í sumarbridge
Miðvikudagskvöldið 7. ágúst var aðsókn-
ing mikil og 40 pör mættu til leiks. Loka-
staða 5 efstu varð þannig:
1. Magnús Sverrisson - Halldór Þorvaldsson 64,0%
2. Guðrún Kr Jóhannesdóttir - Arngunnur Jónsdóttir 62,7%
3. Árni Hannesson - Oddur Hannesson 60,3%
4. Ingibjörg Guðmundsdóttir - Sólveig Jakobsdóttir 59,2%
5. Hulda Hjálmarsdóttir - Unnar Atli Guðmundsson 58,6%
Mánudagskvöldið 12. ágúst var aðsóknin
20 pör. Lokastaða 5 efstu para varð þannig:
1. Oddur Hannesson - Sigurjón Ingibjörnsson 61,3%
2. Guðrún Kr Jóhannesdóttir - Haraldur Ingason 60,2%
3. Hafliði Baldursson - Kristján Snorrason 55,3%
4. Kjartan Jóhannsson - Hjálmar S Pálsson 54,3%
5. Guðrún Jörgensen - Guðlaugur Sveinsson 54,2%
Miðvikudagskvöldið 14. ágúst var að-
sóknin 38 pör. Lokastaða 5 efstu para varð
þannig:
1. Þorvaldur Pálmason - Jón Viðar Jónmundsson 64,9%
2. Bergur Reynisson - Stefán Stefánsson 61,6%
3. Guðmundur Snorrason - Birkir Jón Jónsson 60,0%
4. Kristján Snorrason - Jón Hákon Jónsson 59,7%
5. Gunnar B Helgason - Ragnar Magnússon 57,3%
Mánudagskvöldið 19. ágúst var þátt-
takan 24 pör. Lokastaða 5 efstu para varð
þannig:
1. Soffía Daníelsdóttir - Hermann Friðriksson 59,9%
2. Gabríel Gíslason - Sigurður Steingrímsson 58,9%
3. Sigurjón Karlsson - Baldur Bjartmarsson 56,0%
4. Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 55,0%
5. Halldór Þorvaldsson - Magnús Sverrisson 54,9%
Bridge SterkuStu Spilarar heimS
Dramatík í Spingold
SkÁkakademían Fimm íSlendingar eru launaðir atvinnumenn í SkÁk
Í þjónustu skákgyðjunnar ...
S ú var tíð að Íslendingar áttu fleiri stórmeistara í skák en hinar Norðurlandaþjóðirnar
samanlagt. Við getum reyndar
verið stolt af því að eiga nú 12
stórmeistara, og getum þar með
gert tilkall til þess að vera mesta
skákþjóð í heimi – miðað við
höfðatölu auðvitað. Svíar eiga nú
18 stórmeistara, Danir og Norð-
menn 10, og Finnar 5.
Við getum verið bærilega
ánægð með fjölda íslenskra
stórmeistara, en á móti vegur að
sumir af okkar bestu mönnum
sjást sjaldan við skákborðið í
seinni tíð. Fjórmenningaklíkan
svonefnda, sem skaut Íslandi í
fremstu röð, um og upp úr 1990,
hefur fyrir löngu snúið sér að öðr-
um verkefnum. Jóhann Hjartar-
son er lögfræðingur deCode, Jón
L. Árnason er í hópi yfirmanna
Arion banka og Margeir Péturs-
son sinnir viðskiptum í Úkraínu.
Aðeins Helgi Ólafsson heldur
ennþá fullri tryggð við skákgyðj-
una, sem skólastjóri Skákskóla Ís-
lands og landsliðseinvaldur.
Fleiri íslenskir stórmeistarar
eru að mestu horfnir úr faðmi
skákgyðjunnar: Guðmundur Sig-
urjónsson og Þröstur Þórhallsson
stunda fasteignaviðskipti og Helgi
Áss Grétarsson hefur getið sér
orð sem lögspekingur. Af hinum
„gömlu“ stórmeisturum okkar
hefur Friðrik Ólafsson verið
virkastur síðasta árið: Frá septem-
ber 2012 til ágúst 2013 tefldi þessi
goðsögn íslenskrar skáksögu alls
28 kappskákir.
Og þá eigum við bara eftir at-
vinnumennina okkar, sem þiggja
laun úr launasjóði stórmeistara
sem stofnaður var með lögum árið
1990 í kjölfar frækilegra afreka
fjórmenninganna. Um þessar
mundir eru fimm stórmeistarar
á launum hjá sjóðnum: Héðinn
Steingrímsson, Hannes Hlífar
Stefánsson, Henrik Danielsen,
Stefán Kristjánsson og Lenka
Ptacnikova, sem er stórmeistari
kvenna. Atvinnumennirnir okkar
hafa síðasta ár verið mjög mis-
duglegir að tefla og taka þátt í
skákmótum. Skoðum tímabilið
frá september í fyrra þangað til í
ágúst á þessu ári.
Henrik Danielsen (2500 stig) 114 skákir
Lenka Ptacnikova (2239) 90 skákir
Hannes Hlífar Stefánsson (2526) 75 skákir
Héðinn Steingrímsson (2549) 39 skákir
Stefán Kristjánsson (2491) 34 skákir
Til samanburðar má geta þess
að stigahæsti skákmaður heims,
Magnus Carlsen, tefldi 73 kapp-
skákir á sama tímabili, en mörg
dæmi eru um að stórmeistarar
tefli vel á annað hundrað skákir
á ári.
Fróðlegt er að skoða virkni
ungra íslenskra titilveiðara,
til samanburðar. Þeir fá engin
laun úr stórmeistarasjóðnum
og búa því við allt önnur skil-
yrði til að sinna skákíþróttinni.
En það merkilega er, að ungu
ljónin okkar eru mun duglegri en
atvinnumennirnir. Þannig tefldi
Guðmundur Kjartansson (2434)
hvorki fleiri né færri en 176 skákir
á tímabilinu, sem ber dugnaði
hans og metnaði fagurt vitni. Dag-
ur Arngrímsson (2385) tefldi 104
skákir og Hjörvar Steinn Grétars-
son (2505) 100. Allir leggja þessir
ungu menn leggja mikið á sig til
að ná markmiðum sínum, einsog
þessar tölur bera með sér.
Bræðurnir Bragi (2493) og
Björn (2403) Þorfinnssynir, sem
báðir hafa náð stórmeistaraáfanga
siðasta árið, eru ungir fjölskyldu-
menn og eiga því óhægt um vik
að tefla út um allar koppagrundir
á eigin kostnað. Bragi tefldi 26
kappskákir á tímabilinu en Björn
24.
Fjöldi tefldra kappskáka segir
vitanlega ekki alveg alla söguna
um dugnað eða styrk íslenskra
skákmanna – en gefur vissulega
mjög sterka vísbendingu um
metnað og áherslur atvinnu-
manna okkar, sem eru í þjónustu
skattgreiðenda og skákgyðjunn-
ar...
Guðmundur Kjartansson. Stefnir að
stórmeistaratitli og teflir langmest
íslenskra skákmanna.
Henrik Danielsen. Duglegastur ís-
lenskra atvinnumanna.
Landsliðskonurnar Anna Ívarsdóttir og Guðrún
Óskarsdóttir etja kappi við Anton Haraldsson og
Karl Sigurhjartarson.
SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI | SÍMI 5 700 900 | PROOPTIK.IS
frá