Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 72

Fréttatíminn - 23.08.2013, Side 72
Stjórnandi hljómsveitar Kirill Karabits Einleikari á píanó Khatia Buniatishvili Stórtónleikar í Eldborg Sjö lönd — einn hljómur 29. ágúst kl. 19:30 . Verk m.a. eftir Prokofiev og Bartók. Miðasala er hafin á harpa.is Fréttatíminn og Saga Film bjóða lesendum Fréttatím- ans ókeypis aðgang á Menn- ingarnótt að íslenska Expo skál- anum frá heimssýningunni í Shanghai 2010 og Bókamessunni í Frankfurt 2011. Sýning í Brim-húsinu á Mið- bakka Skálinn hefur verið settur upp í Brim-húsinu á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn og var opnaður þar um síðustu helgi við góðar undirtektir. Fyrstu sýningarhelgina á Miðbakkanum fór aðsóknin fram úr björtustu vonum að- standenda. Skálinn vakti einnig mikla lukku þegar hann var settur upp í Hörpu í fyrra. Einstök 360 gráðu kvikmynd Í skálanum er sýnd einstök 360 gráðu kvikmynd þar sem veggir og loft mynda sjónræna heild. Myndin, sem var framleidd af Sagafilm, er fimmtán mínútur að lengd og sýnir Ísland í öllum sínum fjölbreytileika. Mynd- skeiðum frá náttúru og borg er varpað á fjórar hliðar og loft skálans sem saman mynda ten- ing utan um gesti skálans. Yfir þrjár milljónir manna hafa nú þegar séð myndina en eins og kunnnugt er vakti ís- lenski skálinn gríðarlega athygli á heimssýningunni í Shanghai og á Bókamessunni í Franfurt. Við upptökur myndarinnar var notuð ný tækni, sem þróuð var af Sagafilm. Fjórar sam- tengdar tökuvélar festu landið á filmu, frá lofti, láði og legi og útkoman er kvikmyndaupp- lifun sem lætur engan ósnort- inn. Markmið myndarinnar er að skapa einfalda og áhrifaríka undraveröld sem fær gesti til að nema staðar, draga djúpt að sér andann og upplifa Ísland í návígi. Veggir og loft mynda sjónræna, lifandi heild og mann- líf Íslands er speglað í sterkum tengslum við frumkrafta náttúr- unnar. Tónlistin við kvikmyndina er eftir Hilmar Örn og er órjúfan- legur hluti af verkinu. Skálinn er opinn frá 10-22 alla daga og myndin er sýnd á heila og hálfa tímanum. Eins og fyrr sagði er lesend- um Fréttatímans boðinn ókeypis aðgangur að skálanum á Menn- ingarnótt. Þeir sem vilja nýta sér tilboðið þurfa að klippa út hornið á þessari frétt og fram- vísa því við innganginn. Að- gangseyrir fyrir almenna gesti er 1500 krónur.  Fréttatíminn og Saga Film bjóða leSendum í expó-Skálann Íslands- sýning sem vakti heims- athygli br im -h ús in u m ið ba kk a Fr ét ta tím in n og S ag a Fi lm Að gA ng ur fy ri r tv o Ísl en sk i ex po -sk ál in n á Me nn in gA rn ót t yfir þrjár milljónir manna hafa heimsótt skálann sem vakti gríðarlega athygli á Heims- sýningunni í shanghai og á Bókamessunni í frankfurt. 72 menning Helgin 23.-25. ágúst 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.