Fréttatíminn - 23.08.2013, Síða 75
að mæta mótmælum og kröfugerð
af hörku. Ronald Reagan, fylkis-
stjóri í Kaliforníu, naut hylli fyrir
að siga þjóðvarðliðinu á hippana í
San Francisco. Hipparnir misstu
líka trú á pólitíska þátttöku og að
samfélagslegar breytingar gætu
bætt líf okkar; þeir urðu æ sjálf-
hverfari og enduðu flestir í inn-
hverfum pælingum og sjálfdekri;
það varð almennt viðhorf að besta
leiðin til að breyta samfélaginu
væri að breyta sjálfum sér; fara í
jóga eða svett.
Undir lok áttunda áratugarins
urðu sjónarmið Ronald Reagan
og ný-íhaldsmanna ofan á —
hugmyndir fólks sem allt eins
mætti kalla ný-félags-Darwinista.
Samfélögin misstu trú á að hið
opinbera gæti stuðlað að mannúð
(því var haldið fram að opinberir
starfsmenn hefðu ætíð aðeins eig-
in hag að leiðarljósi), að mögulegt
væri að styðja illa statt fólk til lífs-
bjargar (yfir okkur rigndi bókum
sem áttu að sanna að félagsleg
aðstoð eða þróunarhjálp gagnað-
ist ekki og væri frekar til skaða)
og að það væri miklu affarasælla
fyrir samfélögin að styðja hinu
ríku og sterku með skattaívilnun-
um og fríðindum en hina veiku og
illa settu. Kenningin var í stuttu
máli sú að öllu samfélaginu liði vel
ef hinn sterkasti fengi að móta það
eftir eigin hagsmunum.
Það tók síðan um þrjátíu ár fyrir
þessa stefnu að valda allsherjar
hruni á Vesturlöndum og um heim
allan; ekki aðeins siðferðislegu
hruni og menningarlegu; heldur
líka efnahagslegu og pólitísku. Í
dag veit í raun enginn hvaða hug-
myndalega lím á að halda sam-
félögum okkar saman.
En um það fæ ég kannski að
fjalla í næstu viku.
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
að meinsemd í samfélaginu.
Meinsemd sem nauðsynlegt var
að skera burt.
Auðvitað gengu engin önnur
stjórnvöld eins langt og ríkis-
stjórn Adolf Hitlers gerði síðar.
Annars staðar var ekki byggður
upp iðnaður til að útrýma hinum
veiku. En alls staðar var reynt
að útrýma hinum veiku með
vanrækslu (þeim var meinaður
aðgangur að eðlilegri samfélags-
hjálp), með því að halda kynjunum
aðskyldum (geðveikir, þroska-
heftir, áfengissjúkir o.fl. voru
fluttir á kynjaskipt hæli fjarri þétt-
býli til að tryggja að þeir eignuð-
ust ekki börn) eða þá að fólk var
sett í ófrjósemisaðgerðir.
Og þar sem þetta var ríkjandi
heilbrigðisstefna á Vesturlönd-
um gerði enginn athugasemdir
við það að Adolf Hitler var val-
inn maður ársins 1938 af Time
magazine; þegar þýsk stjórnvöld
voru þegar búin að drepa um 200
þúsund geðsjúklinga, þroskahefta
og alvarlega veikt fólk.
Skammlíf seinni
bylgja mannúðar
Þetta breyttist hins vegar í stríðs-
lok. Þá tóku bandarískir blaða-
menn myndirnar úr útrýmingar-
búðunum og báru þær saman við
myndir sem teknar höfðu verið
á geðveikrahælum í Bandaríkj-
unum. Líkindin voru sláandi. Og
þessi samanburður hratt af stað
mannúðarbylgju í meðferð og um-
önnun geðsjúkra, þroskaheftra og
annarra sjúklinga sem áður höfðu
í raun lifað utan samfélagsins. Og
þessi mannúðarbylgja (misskiln-
ingurinn um að stríðið hafi snúist
um mannúð og að hið góða hafi
unnið) hratt líka af stað mannrétt-
indabaráttu svartra í Bandaríkj-
unum, annarri bylgju kvenfrelsis-
baráttunnar og réttindabaráttu
fjölda annarra hópa sem höfðu
verið kúgaðir eða haldið utan við
áhrif á samfélagið.
Segja má að toppurinn á þeirri
baráttu hafi verið þegar Lyndon
B. Johnson hélt ræðu við skólaslit
í Ann Arbor 1964 og hélt því fram
að einu gildu rökin fyrir að halda
saman skipulögðu samfélagi
millum okkar væri sá að rétta við
aðstöðumun sem fólk byggi við
og bæri ekki ábyrgð á. Mannúðar-
hyggja var orðin að þungamiðju
stjórnmálanna og réttlæting
stjórn kerfisins.
En þessi hugmynd sem John-
son hampaði í Ann Arbor varð
ekki langlíf. Okkur er gjarnt að
horfa til sjöunda áratugarins sem
kveikju samfélagslegra umbóta en
það má allt eins líta á þennan ára-
tug sem endalok mannúðarbylgj-
unnar. Þrátt fyrir að Johnson gæfi
kröfum um róttækar samfélags-
legar breytingar undir fótinn þá
varð sú stefna á endanum ofan á
Lyndon B. Johnson sagði það einu rétt-
lætingu þess að halda uppi skipulögðu
mannfélagi að bæta aðstöðumun sem fólk
byggi við en ætti ekki sök á sjálft.
Ronald Reagan sigaði þjóðvarðliðinu á
hippanna sem fylkisstjóri og hafði litla
trú á að það gagnaðist að hjálpa hinum
veiku. Hann vildi styðja þá sterku.
í ábyrgð
Verð 6.990 kr.
PC Skin - Fartölvuumslög
Verndaðu tölvuna þína
með stæl. Walk on Water
gæðaumslög fara vel með
tölvuna þína.
Verð 7.990 kr.
Valuun Vibro ferðahátalari
Vibro er seur á harðan flöt
sem magnar hljómburðinn.
Tengist með snúru eða
Bluetooth.
Verð 11.990 kr.
Urbanears Plaan heyrnartól
Frábær hljómur í léri umgjörð.
Hægt að brjóta þau saman í
lófastærð og raðtengja við
önnur heyrnartól til að deila
tónlistinni.
og töff aukahlutir
Verð 89.990 kr.
Ódýr og góður kostur
Dell Inspiron (3521) 15 - Celeron
Með 15,6" skjá, nægu gagnaplássi,
Windows 8 stýrikerfi og öllu því helsta
sem góð tölva ber að hafa. Spræk vél
fyrir hagsýna.
Verð 114.990 kr.
Skörp og skemmtileg
Dell Inspiron (3521) 15 - i3
Vél með 15,6" skjá, floum örgjörva,
nægu gagnaplássi og Windows 8
stýrikerfi. Vél sem klárar málin með þér.
Verð 134.990 kr.
Snaggaraleg með snertiskjá
HP Pavilion TouchSmart - AMD
Nálgastu vefinn á áþreifanlegan há með skemmtilegum snertiskjá og
Windows 8 stýrikerfi.
Verð 134.990 kr.
Dell Inspiron (5521) 15R - i3
Verð 159.990 kr.
Dell Inspiron (5521) 15R - i5
Dell Inspiron 15R er nú þynnri
og léari með 3ju kynslóð Intel
Core örgjörva og Windows 8
stýrikerfi.
Litir í boði: Silfur, blár, bleikur og rauður.
advania.is/skoli
Verið velkomin
í verslun okkar
að Guðrúnartúni Reykjavík
og Tryggvabraut Akureyri.
Litríkar
fartölvur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
3
-2
2
1
6
Win 8
ÖRNÁMSKEIÐ
FYLGIR FRÍTT
samtíminn 75 Helgin 23.-25. ágúst 2013