Fréttatíminn - 23.08.2013, Blaðsíða 76
Staðalbúnaður
Ég er rosa hrifin af leggings og kjól-
um yfir eða skyrtum. Ég er eiginlega
algert skyrtufrík. Maður er auðvitað
í fótbolta þannig að rassinn og lærin
vinna ekki alltaf með manni. En
mér finnst gaman að vera í flottum
fötum og ég sakna þess pínu að búa í
Boston þar sem maður gat keypt sér
flott föt fyrir lítinn pening, allt í boði
LÍN. Nú kaupi ég mikið af fötum á
netinu og uppáhalds síðan mín er
Asos. Svo held ég líka upp á Monki,
maður fer auðvitað alltaf í H&M og
sömuleiðis American Apparel, þó
ég fíli ekki „reppið“ þeirra undan-
farið. Ég elska að vera á hælum
og á nokkur pör af Jeffrey Camp-
bell-skóm en ég á enn eftir að
láta drauminn rætast og fá
mér KronKron-skó.
Uppáhaldsflíkin
mín er Spaks-
manns-
spjara-
hettan sem
kæró gaf
mér. Hún
fer aldrei
langt frá
mér.
Hugbúnaður
Ég fer nú ekki mikið niður í bæ leng-
ur enda var ég kölluð „Milf“ síðast
þegar ég fór á djammið. Þá fattaði ég
að ég dró meðalaldurinn aðeins upp.
Mér finnst samt gaman að fara út
þegar tilefni er til. Þegar ég er með
fótboltastelpunum á tjúttinu enda
ég alltaf á b5 og er næstum komin
með ofnæmi fyrir því. Ég hef sjálf
verið rosa hrifin af Lebowski enda
fæ ég þar uppáhalds drykkinn minn,
White Russian. Ég er sjúk í sjónvarp
svo það er ekki skrítið að maður hafi
endað í þessum geira. Núna er ég að
horfa á The Newsroom sem eru æði
og Suits, en ég held að það sé bara af
því aðalleikarinn er svo heitur og svo
finnst mér The Killing geðveikir. Svo
er ég með Sex and the City sjúkdóm
á háu stigi. Það er alveg sama hvað
ég horfi oft á þá, mér finnst alltaf
eins og ég sé að fá vini mína í heim-
sókn. Ég hef líka alltaf sýnt Greys
Anatomy mikla tryggð og ég elska
New Girl, Parks and Recreation og
Modern Family.
Vélbúnaður
Ég er nokkuð vel græjuð út af náminu
mínu, er með Macbook-tölvu með
klippiforritum og Canon T3-mynda-
vél. Svo er ég bara með i Phone. Ég
hef drepið allt sem er grænt heima
hjá mér en mér hefur tekist að passa
vel upp á hann sem gefur mér von
um að ég geti orðið ágætis móðir. Ég
nota Mirrors og Shazam, Instagram
og auðvitað Face book en ég hef
aldrei gefið Twitt er séns. Svo er ég
Pinterest-sjúk.
Aukabúnaður
Ég er mega nörd í eldhúsinu og hef
verið að elda síðan ég man eftir mér.
Einu bækurnar sem ég fæ eru mat-
reiðslubækur. Við kærastinn eigum
þetta sameiginlegt, nördumst saman
yfir matreiðsluþáttum á YouTube
og prófum svo að elda. Mér finnst
líka æðislegt að fara út að borða og
prófa nýja staði. Ég fór til dæmis á
eþíópískan stað á Flúðum um daginn
og það var skemmtileg ævintýraferð,
ég hef ekki hætt að hugsa um það
síðan. Mér finnst „ethnic“-matur
ótrúlega skemmtilegur. Drauma-
bíllinn minn var alltaf Lada Sport
en sá draumur hefur ekki ræst. Ég
keyri um á bleiku drossíunni sem
ég keypti af afa mínum árið 2008 og
við höfum gengið í gegnum súrt og
sætt saman. Í þessum töluðu orðum
er hún með teip á rassinum en hún
er samt flottust. Ég hef alltaf stefnt
að því að ferðast á framandi staði og
nú stefnum við kærastinn á Mið-Am-
eríkureisu á næstunni. Í nóvember
er ég að fara til Parísar og held ég að
Boston verði mér alltaf mjög kær. Ég
ímynda mér að ég eigi eftir að fara
oft þangað í framtíðinni.
Í takt við tÍmann Greta mjöll SamúelSdóttir
Rassinn og lærin vinna ekki alltaf með mér
Greta Mjöll Samúelsdóttir er 25 ára fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks sem mætir
Þór/KA í úrslitum Borgunarbikarsins um helgina. Greta lauk meistaraprófi í stafrænni
fjölmiðlun frá Northeastern háskólanum í Boston í vor og starfar nú í tæknibrellu-
deildinni í Latabæ. Hún horfir á Sex and the City og drekkur White Russian.
Greta Mjöll þykir
hörku söngkona.
Hún og Hólmfríður
systir hennar
mynda dúettinn
SamSam sem sendi
á dögunum frá sér
lagið House.
Ljósmynd/Hari
appafenGur
Google Maps
Ég hef reglulega notað Maps-appið sem
fylgdi með iPhone-inum til að rata þegar
ég heimsæki fólk í Norðlingaholti eða
Salahverfinu í Kópavogi. Eftir óvissuferð
í dýragarðinn Slakka skipti ég því appi
hins vegar út fyrir Google Maps.
Þetta byrjaði allt sem sakleysisleg
ferð tveggja mæðra með þrjár dætur. Við
ákváðum að fara á bíl vinkonu minnar
og ég gerði því ráð fyrir að hún rataði.
Ég kíkti samt til öryggis á Netið áður en
ég fór út, fann ekkert kort á vef Slakka
en komst að því að hann var við Laug-
arás og ákvað að það nægði mér því
eflaust væru skilti um allt sem á stæði:
Laugarás.
Í ljós kom að
við vinkonurnar
áttum það sam-
eiginlegt að hafa
ekki snefil af rat-
vísi, hún rataði
alls ekki í Slakka
og það stóð
ekki Laugarás á
neinum skiltum.
Ég dró fram dýra
iPhone-inn og
reyndi að finna
Laugarás og
Slakka í Maps en
ekkert gekk. Eft-
ir að við vorum
orðnar rammvillt-
ar fengum við þá
snjöllu hugmynd
að prófa að leita
í Google Maps
í Samsung-sím-
anum hennar.
Viti menn! Appið
sýndi okkur ná-
kvæmlega hvert
för okkar var
heitið og innan
tíðar komumst
við heilar á
höldnu með stúlkubörnin þrjú í dýra-
garðinn. Mitt fyrsta verk þegar heim
var komið var að sækja Google Maps.
Já, svo segir appið þér hvað þú ert lengi
að aka eða ganga á milli staða. Full-
komið!
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
76 dægurmál Helgin 23.-25. ágúst 2013