Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 98

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 98
Gunnella Ólafsdóttir sýnir ný olíumálverk í Garðabæ. Ljósmynd/Hari M yndirnar mínar eru mjög auðskiljanlegar og það er gaman að sjá og heyra þegar fólk finnur sínar tengingar við myndefnið, eitthvað sem fólk kannast við og þekkir í myndunum og fólk tengist, og það gerir hver á sinn hátt,“ segir listakonan Gunnella Ólafsdóttir sem opnar sýningu á verkum sínum í Gróskusal, Garðatorgi 1 í Garðabæ, á morgun laugardag. Sýning Gunnellu ber yfirskriftina „Hoppsalahei“ og á henni er að finna ný olíumálverk listakonunnar. Margir þekkja myndir Gunnellu af bústnum sveitakonum í íslensku landslagi og ósjaldan skoppa húmorískar hænur í grennd um tún og engi. Myndir hennar prýddu konfektkassa frá Nóa Siríusi tvö ár í röð. Bandaríski rithöfundurinn og Íslandsvinurinn Bruce McMillan hefur skrifað tvær bækur út frá mál- verkum Gunnellu og fékk fyrsta bókin, „Hænur eru hermikrákur“ viðurkenningu frá New York Times. Þriðja bókin er í vinnslu, að sögn listakonunnar. „Ef ég ætti að reyna að skilgreina myndirnar mínar þá er ég helst að vinna út frá arfleifðinni okkar og hefðum, hver við erum og hvers vegna. Ég held að landið okkar og veðráttan hafi svo mikil áhrif á hvernig við erum og ég er svolítið að leika mér með það. Ég vinn út frá einhverju sem við öll þekkjum, ein- hverju þjóðlegu og kunnuglegu og svo spinn ég við það eða breyti á minn hátt. Ég hef alltaf sogast að myndefni frá gamalli tíð og gömlum ljósmyndum. Reyndar tek ég líka sjálf mikið af ljósmyndum þeg- ar ég er á ferð um landið og styðst við það myndefni þegar ég mála. Ég leyfi mér síðan að skálda út frá því eða í kringum það einhvers konar sögu eða við- burð. Ég veit aldrei hvernig myndin kemur út endan- lega, þó ég hafi í upphafi stuðst við einhverja hug- mynd, þá tekur málverkið sjálft yfir í miðju ferlinu og ræður sinni leið. Það má samt segja að hver mynd segi sína sögu, en áhorfandinn finnur líka sína eigin sögu í myndinni og skapar þar með sinn eigin sagnaheim og einhvern nýjan. Tónlist hefur líka alltaf fylgt mér og skiptir mig gríðarlega miklu máli. Ég hlusta alltaf á tónlist meðan ég mála og stundum verður texti úr lagi titill á málverki,“ segir Gunnella. Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag. Hún verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá klukkan 14 til 18 alla sýningardagana. Allir eru hjartanlega velkomnir.  Myndlist Gunnella ÓlafsdÓttir opnar sýninGu í Garðabæ Gunnella Ólafsdóttir sýnir ný olíumálverk í Gróskusal í Garðabæ. Listakonan er landsmönn- um að góðu kunn eftir að myndir hennar birtust á konfektkössum Nóa Siríusar. Í myndum sínum vinnur listakonan með arfleifð okkar og hefðir, hver við erum og hvers vegna. Áhorfandinn finnur sína eigin sögu í myndunum  tÓnlist Hátíð í HallGríMskirkju Jólatónleikar með Mótettukórnum og Diddú Mótettukór Hallgrímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, heldur tvenna jólatón- leika í Hallgrímskirkju um helgina, laugar- daginn 7. og sunnudaginn 8. desember klukk- an 17, ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú, og trompetleikaranum Baldvin Oddssyni. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. „Mótettukór Hallgrímskirkju hefur í rúm þrjátíu ár glatt tugþúsundir Íslendinga á jólum, og skipa jólatónleikar kórsins veg- legan sess í ríkulegu tónleikahaldi í Reykja- vík,“ segir í tilkynningu kórsins. „Í ár heldur kórinn tvenna tónleika á aðventunni og hefur fengið til liðs við sig hina ástsælu söngkonu Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú, en þetta er í fyrsta sinn sem hún syngur einsöng með kórnum á jólatónleikum. Á efnisskránni er hátíðleg aðventu- og jólatónlist, kórverk, einsöngsverk og sígildir jólasálmar. Tónlistin spannar margar aldir tónlistarsögunnar og á meðal höfunda eru Händel, Eccard, Jakob Handl, Mozart, Sig- valdi Kaldalóns, Áskell Jónsson og Halldór Hauksson.“ Hörður Áskelsson, organisti og kantor Hallgrímskirkju, stofnaði Mótettukór Hall- grímskirkju árið 1982 og hefur stjórnað kórnum allar götur síðan. -jh Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Diddú, syngur einsöng með Móttettukór Hall- grímskirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tvenna jólatónleika um helgina. Mary Poppins – HHHHH „Bravó“ – MT, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/12 kl. 19:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Þri 17/12 kl. 20:00 Lau 28/12 kl. 20:00 Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Mið 18/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Refurinn (Litla sviðið) Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 22/12 kl. 20:00 Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Sun 15/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar: 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi AðVENTA TVEIR HRAFNAR LISTHÚS Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson og Kristján Davíðsson 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör 98 menning Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.