Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 58
mánuði án þess að átta sig á því að hún væri veik. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór í maníu en í minn- ingunni hef ég líklega alltaf verið frekar ör. En mér leið virkilega vel í maníunni til að byrja með. Ég vakti vikum saman til jafnvel þrjú eða fjögur á nóttunni og mætti eldhress í vinnuna klukkan átta. Ég hélt illa einbeitingu en leið afskaplega vel með sjálfa mig, fannst ég algjörlega frábær,“ segir Ragnheiður en smátt og smátt gerði hún sér grein fyrir að hegðun hennar og tilfinningar voru ekki alveg í takt við raunveru- leikann. Hún pantaði sér því tíma hjá sálfræðingnum sem hún hafði leitað til þegar hún skildi við barns- föður sinn. „Ég var orðin mjög veik þegar ég greindist. Líkaminn náði ekki að halda í við hugann. Þegar ég settist niður hjá sálfræðingn- um sá hún strax að það var ekki í lagi með mig og hana grunaði hvað væri að. Hún setti mig í einhver próf og hringdi svo í mig daginn eftir og sagði að ég yrði að fara beint niður á bráðageðdeild. Þegar hún sagði mér að ég væri með geð- hvörf vissi ég ekkert hvað hún var að tala um. Ég þekkti ekki þetta hugtak,“ segir Ragnheiður. Geð- hvörf einkennast af geðhæðar- og geðlægðartímabilum þar sem við- komandi er ýmist mjög þunglyndur eða mjög virkur og ánægður með sjálfan sig. Ýmsar ranghugmyndir geta fylgt þessu, eins og til dæmis of- eða vanmat á eigin getu. „Ég sagði henni að ég mætti ekkert vera að því að fara niður á geðdeild því ég var að fara í vinnupartí þá um kvöldið. Hún benti mér þá á að ef ég væri fótbrotin myndi ég ekki fresta því að leita mér aðstoðar, og sagði að ég væri einfaldlega mjög veik. Þetta endaði þannig að við sömdum um að ég færi á geðdeildina þar- næsta næsta dag því ég mátti bara alls ekki vera að því,“ segir hún og brosir yfir því hvað hún hafði þarna litla innsýn í stöðu sína. „Eftir á fór ég að hugsa að maður reiknar ein- hvern veginn aldrei með að fá geð- sjúkdóm. Eftir að ég eignaðist eldri telpuna dó systir pabba úr krabba- meini og ég fór á tímabili að verða mjög hrædd um að fá krabbamein. Ég held að margir hugsi þannig en fáir hugsa með sér að þeir fái nú vonandi ekki geðhvörf.“ Það er einmitt hluti af ástæðunni fyrir því að Ragnheiður vill segja sögu sína. Það er hægt að standa uppi einn daginn sem móðir á fertugsaldri og fá geðsjúkdóm. Seldi skíðin og golfsettið „Þó mér hafi liðið afskaplega vel fyrst í maníunni fór mér á endanum að líða mjög illa. Ég borðaði lítið sem ekkert, svaf lítið og fór mikið út að skemmta mér þegar stelp- urnar voru hjá pabba sínum. Síðan keypti ég endalaust mikið af fötum og fór að selja dótið mitt til að fjár- magna fatakaup. Ég seldi gítar sem fyrrverandi sambýlismaður minn gaf mér og mér þótti mjög vænt um, ég seldi skíðin mín og ég seldi golf- settið mitt. Síðan fannst mér það allt í einu alveg frábær hugmynd að segja upp í vinnunni minni,“ segir hún og kímir enda hvatvísi mjög algeng hjá fólki í maníu. „Ég sagði fyrst upp í vinnunni og sótti síðan um nám í Háskólanum í Reykjavík. Ég fór síðan aldrei í nám því ég var í ferli hjá Umboðsmanni skuldara og fékk því enga fyrirgreiðslu hjá LÍN. Ég stóð því uppi atvinnulaus.“ Hún segir að samstarfsfólk sitt hafi verið mjög undrandi þegar hún sagði upp. „Þetta kom mjög flatt upp á fólk. Mér fannst þetta líka góður vinnustaður.“ Það var þó annað sem gerði út- slagið hjá Ragnheiði og ákvað hún að leita sér hjálpar í kjölfarið. „Ég lenti í fangelsi. Ég var ekki viss um að ég treysti mér til að segja frá þessu í viðtalinu en ég ákvað bara að láta allt flakka og vera algjörlega hreinskilin. Ég hafði farið út að skemmta mér, tók leigubíl heim og týndi veskinu mínu. Ég var mjög skapstygg, var mér sagt eftir á, og ég vildi ekki segja leigubílstjór- anum hvar ég ætti heima eða hvað ég héti. Hann fór því með mig niður á lögreglustöð og þar bara tjúllaðist ég. Ég var ölvuð og man ekkert eftir þessu, ég var virkilega orð- ljót, missti stjórn á skapinu og varð ofbeldisfull sem er eitthvað sem ég á alls ekki til. Síðan vaknaði ég bara daginn eftir – 37 ára tveggja barna móðir í fangaklefa – og vissi ekkert hvað ég hafði gert. Ég vissi ekki hvort ég hefði myrt einhvern eða hvað og var virkilega hrædd. Ég skammaðist mín svo mikið og bað lögreglumennina afsökunar. Þeir sögðu þetta koma fyrir besta fólk. Vinur minn kom síðan og sótti mig á lögreglustöðina og ég bókstaflega hljóp í opinn faðminn á honum svona eins og í bíómyndunum. Eftir þetta gerði ég mér grein fyrir því að það væri eitthvað mikið að. Þó ég hefði verið drukkin þá var þetta allt mjög ólíkt mér og ég hafði sam- band við sálfræðinginn.“ Í sjálfsvígshugleiðingum Ragnheiður fór strax á lyf og tók það nokkrar vikur að finna rétta skammta. „Þegar maður er búinn að fara svona hátt upp í maníu þá er manni kippt niður. Þeir fóru í það á geðdeildinni. Ég er með dásamleg- an og mannlegan lækni sem segir mér reglulega hvað ég sé dugleg og meðvituð. Hann varaði mig við því að ég þegar ég færi niður þá yrði það virkilegur skellur og ég yrði þunglynd. Skellurinn kom um helgi þegar ég var barnlaus en á þessum tíma bjó ég hjá bróður mínum, sem Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 Úrval af gæða sængurfatnaði úr silkidamaski og bómullarsatíni Góð gjöf gleymist ei Úrval af sængum og sængurfatnaði fyrir lla fjölskylduna Þ ú verður að fyrirgefa draslið, ég ætlaði að taka rosalega vel til í gær- kvöldi en síðan bara sofnaði ég á sófanum. Stundum verð ég svo þreytt snemma á kvöldin eftir að ég fór á lyf,“ segir Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir þegar ég geng inn í stofuna hjá henni. Það er samt alls ekkert mikið drasl heldur er stofan bara afskap- lega dæmigerð fyrir stofu á heimili þar sem tvö börn búa. Tvær stórar myndir af dætrum Ragnheiðar yfir stofusófanum sýna að þær eru hér í forgangi. „Já, þetta eru stelpurn- ar mínar. Þær eru fjögurra og sex ára. Þær eru dásamlegar,“ segir hún þegar ég bendi á myndirnar. Ragnheiður var í apríl á síðasta ári greind með geðhvörf. Hún hafði þá verið í geðhæð, maníu, í um þrjá Ég er ekkert klikkuð Ragnheiður Helga Haf- steinsdóttir var greind með geðhvörf á síðasta ári. Hún hafði þá orðið manísk í fyrsta skipti, hætti að sofa og borða, seldi eigur sínar til að eiga fyrir nýjum fötum, og sagði loks upp í vinnunni. Það sem gerði þó útslagið var þegar Ragnheiður lenti í fangelsi yfir nótt og ákvað hún þá að leita sér aðstoðar. Hún hefur náð góðum tökum á sjúkdómnum og segir það síður en svo endalok alls að greinast með geðsjúkdóm. Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir segir að það sem skipti máli sé ekki bara að taka lyf við geðhvörfum heldur passa upp á mataræðið, hreyfa sig og vera í góðum tengslum við sína nánustu. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu opnu 58 viðtal Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.