Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 38
Ævintýri eins og þau gerast best! Grimmsystur · Úlfur í sauðargæru BÓKAÚTGÁFA SÍMI 588 6609 WWW.BOKABEITAN.IS Bókaflokkurinn í heild sinni komst á metsölulista Allir sem unna ævintýrum eiga eftir að elska þennan ævintýraráðgátubræðing! Ertu búinn að lesa fyrstu bókina? Frábærar myndskreytingar „Gullin ský“ heitir ævisaga Helenu M. Eyjólfsdóttur, söngkonu á Akureyri, sem bókaútgáfan Hólar gefur út. Í bókinni, sem Óskar Þór Halldórsson skrifar, segir Helena frá lífi sínu í gleði og sorg og inn í frásögnina er fléttað frásögnum samverkafólks Helenu og barna hennar. Þá eru í bókinni birtir nokkrir af þekktustu textum sem Helena söng hér á árum áður inn á hljómplötur og einnig er birt ítarleg skrá yfir plötur sem Helena hefur sungið inn á um dagana. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni. Söngkonan með stokkinn H elena Eyjólfsdóttir fæddist 23. janúar 1942 og verður því 72 ára á næsta ári. Hún fæddist og ólst upp í Reykjavík og hóf í kringum tíu ára aldurinn að syngja. Hún söng með fjölda hljómsveita í Reykjavík en eftir að hún flutti með manni sínum, Finni Eydal, til Akureyrar, á sjöunda áratugnum, fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Hún tók við söngkeflinu af Erlu Stefánsdóttur í Hljómsveit Ingimars Eydal og í hönd fór óslitin sigurganga hljómsveitarinnar í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Gamlir sjónvarpsþættir glataðir Á þessum árum var Sjónvarpið að hefja útsendingar og oft var leitað til Hljómsveitar Ingimars Eydal að koma þar fram: „Í sjónvarpsþáttunum vorum við í allskonar fatnaði. Í þætti árið 1968 vorum við Valdi til dæmis fengin til þess að syngja Bonnie and Clyde í tilheyrandi klæðn- aði. Þættirnir voru yfirleitt um tuttugu mínútna langir og varð að taka þá upp í einni töku. Af þeim sökum þurftum við að vera alveg sérlega vel undirbúin, með allar kynningar á hreinu og músíkin varð einnig að vera þaulæfð. Ingimar lagði öðrum fremur línur með efni þáttanna og samdi kynningarnar. Nútíma klippitækni var ekki komin til sögunnar og því mátti ekkert klikka. Gerðum við mistök þurfti einfaldlega að byrja alveg upp á nýtt. Í einum þætt- inum vorum við með lög úr Mary Poppins sem við höfðum hljóðritað á plötu skömmu áður. Ég klikkaði á textanum í næst síðasta laginu. Mér brá svo mikið að ég andvarpaði en hélt þó áfram til loka lagsins. Við vorum mjög aðþrengd með tíma, stúdíóið yrði að vera tilbúið til útsendingar frétta klukkan átta. Þess vegna kom ekki til greina að taka lagið aftur upp, til þess gafst ekki tími. Hljóðupptökumaðurinn gat lækkað andvarpið og einnig var sett inn smá truflun ofan í það þannig að þetta slapp bærilega fyrir horn í sjálfri útsendingunni. Útsendingartruflanir voru alvanalegar á þessum fyrstu árum Sjónvarpsins og áhorfendur heima í stofu voru því ekkert að velta þeim sérstaklega fyrir sér, tækniörðugleikar þóttu fullkomlega eðlilegir í árdaga sjón- varpsútsendinga. Vitanlega voru sjón- varpsþættirnir góð kynning fyrir hljóm- sveitina og því vorum við meira en fús að leggja þessa miklu og oft stressandi vinnu á okkur. Því miður hafa margar upptökur frá fyrstu árum Sjón- varpsins, þar á meðal þessir þættir með Hljómsveit Ingimars Eydal, ekki varðveist. Það var einfaldlega tekið yfir þá sem mér finnst mjög sorglegt. Þar með glötuðust margar ómetanlegar heimildir.“ Á fjölmennum Húsafellshátíðum Auk þess að spila að staðaldri í Sjallanum á Akureyri kom Hljómsveit Ingimars Eydal fram víða um land – m.a. á gríðarlega fjölmennum Húsafellshátíðum. Ein af þessum hátíðum er Helenu sérlega eftirminnileg. „Við okkur blasti gríðarleg tjaldþyrping í þessu svakalega fína veðri, sólskini og hita. Við fengum afnot af sumarbústað og drifum okkur strax í háttinn, gjörsamlega búin á því. Ingimar var varla lagstur á koddann þegar hann byrjaði að hrjóta. Einhver úr hljómsveitinni kallaði þá í hann: „Ingimar, þú hrýtur rosalega hátt.“ „Ég veit það,“ svaraði hann þá um hæl. Við sváfum eitthvað fram á laugardaginn og vökn- uðum í algjöru svitakófi í yfir tuttugu stiga hita. Ég lét sauma á mig sérstakt dress fyrir Húsafell – sítt hippavesti með kögri og gráar buxur. Allt í takti við tíðarandann. Mér fannst ég ægilega fín í þessu. Af þeim fjórum Húsafellshátíðum sem hljómsveitin tók þátt í var ég ekki með á síðustu hátíðinni árið 1972 enda var ég þá langt gengin með Helenu yngstu dótt- Helena og Finnur að syngja og spila með Hljómsveit Ingimars Eydal í nætur- klúbbi á Mallorca. Framhald á næstu opnu 38 bækur Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.